What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, júní 27, 2004

góóóóð helgi....

Frábær helgi að baki....verst hvað helgarnar líða alltaf super hratt, maður er rétt komin úr vinnunni á föstudegi, þá er maður að mæta aftur á mánudagsmorgni:(
Föstudagurinn var tekin rólega til að hlaða batteríin fyrir rosalegan laugardag, fór í óvissuferð með nokkrum skvísum og það var rosa dagskrá. Mættum kl. 9.45 upp á Nordica og vissi náttlega ekkert hvað ég væri að fara gera....bara reddý í allt (með regnfötin, bikiní, djammföt ..bara allan pakkann!) Þá var ferðinni heitið í Þjórsá í rafting, rosa stuð, vorum dúðaðar í blautgalla og stukkum í bátinn og róuðum eins og við hefðum allar verið sjómenn í fyrra lífi! Ég hefði reyndar verið til í aðeins meiri aksjón, svona kannski að báturinn hefði hvolfast og smá adrenalínflæði en það er kannski ekki hægt að miða við mig....soddann Rambó í mér;)
Því næst var borðað og skolað niður með breeeezer-um, farið í sund til að hita okkur aðeins upp, svo vorum við keyrðar upp í Heiðmörk og þar biðu okkar hermannagallar og rifflar!! Ég hélt bara á tímabili að nú væri skyldan að kalla og við værum á leið til víetnam....en nei þetta var algjör snilld. Þetta er eitthvað alveg nýtt og kallast M16, maður fær riffil sem stendur á hversu mörg skot,handsprengjur og líf maður á og svo er það bara BATTLE! Reyna að verða ekki skotin (þetta er sko laser skot...ekkert blóð;) Þarna sameinuðust kallarnir okkur og það var spilað stelpur á móti strákum...gífurlegur hiti og sviti....Haldiði að kallinn minn hafi ekki drepið mig...og það nokkrum sinnum...suss!

Eftir þennan ærslaleik var farið í sturtu og þvínæst út að borða á Fjörukránna. Þar var þvílíka stemmingin og dansað upp á borðum og sumir fækkuðu fötum osfrv. Við stelpurnar tókum einn kínverjann allsvaðalega í gegn...tókum þéttan dans við hann og hann var farin að halda að hann væri dáinn og kominn til himaríkis...eða jafnvel helvítis....5 blindfullar íslenskar kellingar að dansa við hann og rífa hann úr spjörunum. Held hann hafi verið orðinn hræddur á tímabili, veit ekki hvort hann snýr heill heim;) Þegar við vorum búin að brjóta nóg af glösum og stappa nóg á borðum á Fjörukránni var farið á Ölver í karókí og haldið áfram að hneyksla landann....Sveppi og Auddi sáu samt aðallega um þann part! Að lokum var það svo gamli góði bærinn.

Alltaf gott að halda í hefðir og enda góða helgi á góðum bragðaref:)))

fimmtudagur, júní 24, 2004

höfuðverkur:/

Úff hausinn á mér er að springa...verð að ákveða fyrir morgundaginn hvorn skólann ég eigi að eyða næstu árunum í....HR/HÍ, bara hreinlega get ekki ákveðið mig:/ Búin að skipta um skoðun örugglega 200 þúsund sinnum. Vildi að einhver þarna uppi myndi bara segja mér hvað ég ætti að gera! Endilega tjáið ykkur...held ég leggist bara undir feld.....

þriðjudagur, júní 22, 2004

sunny sunny...

Maður hefur bara ekkert komist í skrif vegna veðurs...Þvílíka blíðan á klakanum:) Það ætti náttlega að banna það með lögum að fólk sé inni að bóka reikninga í sól! Þar af leiðandi er ég búin að vera grumpy á daginn, þangað til ég klára vinnuna og kemst út (verð alveg eins og belja sem losnar út á vorin;)já maður verður pínu "nuts" að vera í debet/kredit.....
Helgin var svít, ég mæli eindregið með Sjávarréttarkjallaranum, þessi staður er alveg rosalega góður. Getið spurt mig um alla forréttina, aðalréttina og eftirrétti þar sem ég fékk að smakka allt:) Það myndi kannski ekki koma mörgum á óvart ef ég segðist hafa pantað allt og étið það ein.....en við fengum svona brot af öllum réttum hússins sem var algjör snilld:)
Ég og Rakel fengum þá snilldarhugmynd að styrkja rassvöðvana og hjóla til Óskar (kíktum til hennar í heimsókn að kveðja þau fyrir interrail-ið). Ég fékk þetta fína hjól hjá mömmu, eitthvað mega-fjallahjól, trilljón gíra (vissi ekki að mamma mín væri atvinnu-hjólari/racer..held hún hafi aldrei prufað það) Mætti ég svo til Rakelar eins og ég væri að fara hjóla upp á Vatnajökul...kemur Rakel út og nær í hjól mömmu sinnar....það var sem sagt kvenmannshjól í fallegum litum og með blómakörfu (reyndar karfa til að geyma hundinn í) Og við lögðum af stað út á Álftanes eins og Schumaker og Pollýanna að fá sér hjólatúr saman....hot chicks....en það bib-aði enginn bíll á okkur:(....kannski er hjálmur málið.....???

föstudagur, júní 18, 2004

Rúllupysla í neon-litum...

Mikið er þetta búin að vera fín vika....það ætti að vera skylda að hafa svona frídag einu sinni í viku;)
Kíkti út á miðvikudagskvöldið, maður varð náttlega að halda upp á að lýðveldið var 60 ára....með því að heimsækja það niðrí bæ:) Skelltum okkur út að borða á Apótekið, og það var bara býsna gott....allavega voru kokteilarnir þrusu góðir:) Eftir Apótekið og marga kokteila var kíkt á röltið og statusinn tekinn á nokkrum stöðum. Tókum svo leigubíl heim...og já ég get sagt ykkur það að ég hefði betur átt að vera með hjálm í þeirri ferð og jafnvel legghlífar líka! Lentum á einhverjum sækó bílstjóra sem snarhemlaði (ekki einu sinni á rauðu ljósi) og ég bombaði með hausinn í framsætið...sem sagt bílstjóri sem greinilega reynir að drepa kúnnana sína, ég gat ekki á mér setið og messaði aðeins yfir honum.....að við værum nú aðeins of ung til að fara yfir móðuna miklu! En vaknaði svo í þessari líka fínu veðurblíðu á 17.júní, skellti mér út á pall og BBQ-aði mig:)

Í dag var svo ekki alveg venjulegur vinnudagur hjá mér....ó nei í staðinn fyrir að vera bóka reikninga þá var ég að skokka með pizzu og kók í neón grænum leggings með svitabandi og tilheyrandi....útkoman varð sem sagt sjálflýsandi rúllupysla frá áttunda áratugnum......það skýrir sig sjálft eftir nokkrar vikur...þegar ég verð flutt af landi brott og búin að breita um nafn og kennitölu....
Jæja so long sugars....

mánudagur, júní 14, 2004

LOOKING GOOD!

ohhh sjáið hvað síðan mín er orðin bjútífúl! Þetta er allt að koma....þrátt fyrir að hafa sparkað nokkrum sinnum duglega í skrifstofustólinn (talvan getur stundum farið í taugarnar á mér þegar hún hagar sér illa og gerir ekki það sem ég vil að hún geri) En verð nú að gefa líka Geira feitt knús fyrir hjálpina;)
Setti upp þennan líka fína spjallkassa en hann er útlenskur og einhver smá rasisti í honum greyinu því hann vill ekki taka við íslenskum stöfum...en ég er að vinna í þessu og þetta kemur allt saman.....bara anda inn og anda út.....

Bæ ðe vei.....NÝJAR MYNDIR ....frá Köben;)

sunnudagur, júní 13, 2004

Karókí, brownies og þynnka....

Jæja þá er þessi helgi afstaðin....

Á föstudaginn var þetta heljarinnar vinnu-djamm, ég skellti mér náttlega með kellunum í bókhaldinu, og ég var skráð í alskyns skrípó...keppti í súmó-glímu þar sem við fengum galla sem við klæddum okkur í og svo var barist! Svo var karókí-keppni á milli deilda og ég var send fyrir hönd bókhalds-pæjanna...án samþykkis frá mér! En það þýddi víst lítið að mótmæla og áður en ég vissi af var ég gólandi upp á sviði! En erfiðið borgaði sig því haldiði að mín hafi ekki bara haldið heiðri bókhalds-pæjanna uppi og sigrað og fékk fyrir vikið gas-grill í verðlaun....ekki slæmt það:)

Á laugardaginn var svo smá afmælis-get-together hjá mér,túttuvinafélagið kom og makar fylgdu með....held að það hafi verið ástæðan fyrir því að þær voru allar voða penar og engin glös brotnuðu....eða það að ég hafði allt of mikinn mat og of lítið pláss var í mallanum fyrir vín...ég er með eitthvað klikk í kerfinu hjá mér og ég elda alltaf eins og ég eigi von á 200 manns í staðinn fyrir 20! Hafði þvílíkar áhyggjur að ég hafði ekki nóg í gær...svo endaði ég með að klára alla brownie kökuna þegar ég kom heim í nótt....sem er reyndar besta meðal við þynnku;)
jæja besta að fara hrinja í dominos.........

fimmtudagur, júní 10, 2004

Kommenta-kerfi og Stutt í weekend
Jæja þá fer að styttast í helgina og maður komin í gírinn eftir allt þetta góða veður! Búin að vera duglega þessa vikuna að leggja mig úti á palli eftir vinnu og skella mér í sund....maður leggur mikið á sig fyrir fallegan hörundslit! ....ég er ekki frá því að ég hafi smitast af smá tanorexíu frá Hönnu túttu....

Síðan mín er rétt á gelgjuskeiðinu því ég er enn að reyna gera hana fína, tókst að setja inn þetta líka bjútífúl kommenta-kerfi með bestu hjálp Mæju og á hún hrós skilið fyrir þolinmæði:)Þannig að þið verðið bara dugleg að join-a mig í samræðunum og setja inn komment. Ætla reyna troða gestabók og myndum inn þegar á líður, þar sem gestabókin mín og myndirnar duttu út þegar ég skipti um útlit:(....bæ ðe vei þetta útlit er alveg Barbie bjútífúl!

þriðjudagur, júní 08, 2004

Jæja ég hef ákveðið að endurlífga bloggið mitt vegna fjölda áskorana...það er búið að vera gífurlegur þrýstingur á mig að fara gera eitthvað í þessum málum, þó aðallega frá einni manneskju (Hönnu)en ég held að hún vilji aðallega bara halda áfram að lesa um sjálfasig hérna....því jú, sögurnar voru nú mestmegnis um æðstu-túttuna:)

Það sem er náttlega efst í fréttum er 21 árs afmælið mitt (sem var í gær) og fyrir þá sem skitu á sig og gleymdu því, þá tek ég enn við gjöfum og allar peningaupphæðir vel þegnar, þannig að þið gætuð rétt sluppið fyrir horn.
Það er alveg glatað að eiga afmæli á mánudegi....þar sem að mánudagar búa yfir 100 ókostum, allir grumpy, fyrsti dagurinn í vinnunni og öll vikan framundan..sumir ennþá þunnir (koma kannski ekki margir til greina í minni vinnu en ég...)og svo mætti lengi telja áfram.
Afmælisdagurinn var því eins og hver annar dagur, og gekk hann mjög normal fyrir sig...fékk glás af afmælis-sms-um, aðeins færri hringingar og enga gjöf! En aðstandendur mínir höfðu þó löggilta afsökun og ég býst við nýjum Bens á planinu í fyrramálið;)En fékk þó besta glaðninginn um kvöldið þar sem mér var boðið út að borða og trítað mig eins og prinsessu:)

Jæja gamla kellingin (21 árs!) hefur ekki meir að segja í bili
so long kids....