Karókí, brownies og þynnka....
Jæja þá er þessi helgi afstaðin....
Á föstudaginn var þetta heljarinnar vinnu-djamm, ég skellti mér náttlega með kellunum í bókhaldinu, og ég var skráð í alskyns skrípó...keppti í súmó-glímu þar sem við fengum galla sem við klæddum okkur í og svo var barist! Svo var karókí-keppni á milli deilda og ég var send fyrir hönd bókhalds-pæjanna...án samþykkis frá mér! En það þýddi víst lítið að mótmæla og áður en ég vissi af var ég gólandi upp á sviði! En erfiðið borgaði sig því haldiði að mín hafi ekki bara haldið heiðri bókhalds-pæjanna uppi og sigrað og fékk fyrir vikið gas-grill í verðlaun....ekki slæmt það:)
Á laugardaginn var svo smá afmælis-get-together hjá mér,túttuvinafélagið kom og makar fylgdu með....held að það hafi verið ástæðan fyrir því að þær voru allar voða penar og engin glös brotnuðu....eða það að ég hafði allt of mikinn mat og of lítið pláss var í mallanum fyrir vín...ég er með eitthvað klikk í kerfinu hjá mér og ég elda alltaf eins og ég eigi von á 200 manns í staðinn fyrir 20! Hafði þvílíkar áhyggjur að ég hafði ekki nóg í gær...svo endaði ég með að klára alla brownie kökuna þegar ég kom heim í nótt....sem er reyndar besta meðal við þynnku;)
jæja besta að fara hrinja í dominos.........
<< Home