Jæja ég hef ákveðið að endurlífga bloggið mitt vegna fjölda áskorana...það er búið að vera gífurlegur þrýstingur á mig að fara gera eitthvað í þessum málum, þó aðallega frá einni manneskju (Hönnu)en ég held að hún vilji aðallega bara halda áfram að lesa um sjálfasig hérna....því jú, sögurnar voru nú mestmegnis um æðstu-túttuna:)
Það sem er náttlega efst í fréttum er 21 árs afmælið mitt (sem var í gær) og fyrir þá sem skitu á sig og gleymdu því, þá tek ég enn við gjöfum og allar peningaupphæðir vel þegnar, þannig að þið gætuð rétt sluppið fyrir horn.
Það er alveg glatað að eiga afmæli á mánudegi....þar sem að mánudagar búa yfir 100 ókostum, allir grumpy, fyrsti dagurinn í vinnunni og öll vikan framundan..sumir ennþá þunnir (koma kannski ekki margir til greina í minni vinnu en ég...)og svo mætti lengi telja áfram.
Afmælisdagurinn var því eins og hver annar dagur, og gekk hann mjög normal fyrir sig...fékk glás af afmælis-sms-um, aðeins færri hringingar og enga gjöf! En aðstandendur mínir höfðu þó löggilta afsökun og ég býst við nýjum Bens á planinu í fyrramálið;)En fékk þó besta glaðninginn um kvöldið þar sem mér var boðið út að borða og trítað mig eins og prinsessu:)
Jæja gamla kellingin (21 árs!) hefur ekki meir að segja í bili
so long kids....
<< Home