Rúllupysla í neon-litum...
Mikið er þetta búin að vera fín vika....það ætti að vera skylda að hafa svona frídag einu sinni í viku;)
Kíkti út á miðvikudagskvöldið, maður varð náttlega að halda upp á að lýðveldið var 60 ára....með því að heimsækja það niðrí bæ:) Skelltum okkur út að borða á Apótekið, og það var bara býsna gott....allavega voru kokteilarnir þrusu góðir:) Eftir Apótekið og marga kokteila var kíkt á röltið og statusinn tekinn á nokkrum stöðum. Tókum svo leigubíl heim...og já ég get sagt ykkur það að ég hefði betur átt að vera með hjálm í þeirri ferð og jafnvel legghlífar líka! Lentum á einhverjum sækó bílstjóra sem snarhemlaði (ekki einu sinni á rauðu ljósi) og ég bombaði með hausinn í framsætið...sem sagt bílstjóri sem greinilega reynir að drepa kúnnana sína, ég gat ekki á mér setið og messaði aðeins yfir honum.....að við værum nú aðeins of ung til að fara yfir móðuna miklu! En vaknaði svo í þessari líka fínu veðurblíðu á 17.júní, skellti mér út á pall og BBQ-aði mig:)
Í dag var svo ekki alveg venjulegur vinnudagur hjá mér....ó nei í staðinn fyrir að vera bóka reikninga þá var ég að skokka með pizzu og kók í neón grænum leggings með svitabandi og tilheyrandi....útkoman varð sem sagt sjálflýsandi rúllupysla frá áttunda áratugnum......það skýrir sig sjálft eftir nokkrar vikur...þegar ég verð flutt af landi brott og búin að breita um nafn og kennitölu....
Jæja so long sugars....
<< Home