What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, júní 22, 2004

sunny sunny...

Maður hefur bara ekkert komist í skrif vegna veðurs...Þvílíka blíðan á klakanum:) Það ætti náttlega að banna það með lögum að fólk sé inni að bóka reikninga í sól! Þar af leiðandi er ég búin að vera grumpy á daginn, þangað til ég klára vinnuna og kemst út (verð alveg eins og belja sem losnar út á vorin;)já maður verður pínu "nuts" að vera í debet/kredit.....
Helgin var svít, ég mæli eindregið með Sjávarréttarkjallaranum, þessi staður er alveg rosalega góður. Getið spurt mig um alla forréttina, aðalréttina og eftirrétti þar sem ég fékk að smakka allt:) Það myndi kannski ekki koma mörgum á óvart ef ég segðist hafa pantað allt og étið það ein.....en við fengum svona brot af öllum réttum hússins sem var algjör snilld:)
Ég og Rakel fengum þá snilldarhugmynd að styrkja rassvöðvana og hjóla til Óskar (kíktum til hennar í heimsókn að kveðja þau fyrir interrail-ið). Ég fékk þetta fína hjól hjá mömmu, eitthvað mega-fjallahjól, trilljón gíra (vissi ekki að mamma mín væri atvinnu-hjólari/racer..held hún hafi aldrei prufað það) Mætti ég svo til Rakelar eins og ég væri að fara hjóla upp á Vatnajökul...kemur Rakel út og nær í hjól mömmu sinnar....það var sem sagt kvenmannshjól í fallegum litum og með blómakörfu (reyndar karfa til að geyma hundinn í) Og við lögðum af stað út á Álftanes eins og Schumaker og Pollýanna að fá sér hjólatúr saman....hot chicks....en það bib-aði enginn bíll á okkur:(....kannski er hjálmur málið.....???