What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

föstudagur, febrúar 29, 2008

Mánaðar anniversary!

Jæja í dag er kominn mánuður síðan ég steig upp í vélina og hugsaði með mér "hvað í fjandanum er ég að gera....!?" En þessi mánuður er búin að fljúga áfram og ég geri ráð fyrir því að ég verði komin heim áður en ég veit af! En fyrst að tíminn flýgur .....then I must be havin fun ;)

Skólinn kemur sífellt á óvart.....jáhhhh og það er vægast sagt til orða tekið.....ég ákvað að kíkja í "cafeteríuna" eða matsalinn í skólanum um daginn, labbaði inn og þekkti náttlega engann...mjög töff ehhh....anyways þá sest ég á borð frekar innarlega og fer eitthvað að lesa blaðið meðan ég borða......allt í einu tek ég eftir því að það er einhver kliður í kringum mig og fliss....ég lít upp og sé að strákarnir á borðinu fyrir framan mig eru á fullu að taka myndir af mér með símanum sínum...og ég bara "sælir" með fullan munn að borða......á þessum tímapunkti var ég mjög pirruð að kunna ekki að segja á spænsku" eruði þroskaheftir?".....og þeir voru ekkert að hætta....einn stillti sér upp við hliðin á mér og vinir hans tóku myndir.....þar sem tussulega augnráðið mitt virkaði ekki ákvað ég að fara!

Ég keypti mér kort í ræktina í vikunni....loksins drattaðist ég eftir mánaðar hvíld :) Það er bara fyndið að fara í ræktina hérna, við keyptum nú í ágætis rækt en my gosh....á veggjunum eru "reebok" auglýsingar sem eru af konum með permanet, túperingu, silfur leggings og sundbol yfir....tækin sum hver hef ég bara ekki séð á minni ræktar-ævi.....þau eru örugglega frá 1950 svo er sérstaklega skemmtilegt að sjá miðaldra menn í hjólabuxum og þröngum hlýrabol og í gönguskóm ..... ég skellti mér í lyftingarsalinn um daginn og ég veit ekki hvort það sé bannað fyrir konur að lyfta hérna á Spáni en það var allavega horft á mig eins og ég væri trukkalessa úr norðrinu....

Jæja ekki meir í bili... það var verið að bjóða okkur í sumarbústað á norður Spáni um helgina.....en þar sem ég á að vera gera ritgerð...þá á enn eftir að ákveða hvort af brottför verði :o)

Buen fin de semana a todos! - góða helgi :)

sunnudagur, febrúar 24, 2008


La vida en Madrid



Smá update af mér...


Skólinn byrjaði í seinustu viku, mánudagurinn hófst á því að ég mætti í tímana sem ég var skráð í en enginn kennari kom.....í neina tíma! Þriðjudagurinn var aðeins betri þar sem að ég mætti í tíma með hjartað í buxunum yfir því að vera fara í alþjóðlegan lausafjárkauparétt á spænsku.....fyrir utan stofuna hitti ég franska stelpu sem heitir Isabel og er skipti-lúði eins og ég í lagadeildinni. (það eru mjög fáir skiptinemar í lagadeildinni því allir kúrsarnir eru kenndir á spænsku en alveg gomma af skiptinemum í viðskiptafræði og verkfræði því þar er kennt á ensku). Eftir 15 mín af fyrsta tímanum mínum var ég farin að heyra bara "pííííííp" og sá bara varirnar á kennaranum hreyfast....datt samt aftur inn af og til ;) Næsti tími á eftir var frekar súr.....kennarinn byrjaði á því að segja okkur að við ættum að halda "presentation" þann 11. mars e-d um Evrópusambandið...ég var ekki alveg að ná því hvað ég átti að fjalla um þannig að ég ákvað að tala við hana eftir tíma.....hún var ekki mikið að nenna sinna mér og labbaði bara út úr stofunni og benti á eitthvað blað.....þannig að ég spurði hana hvort hún talaði ensku bara til að útskýra þetta með fyrirlesturinn...."já ég tala ensku en ég ætla ekki að tala ensku við þig....þú ert hérna til að tala spænsku" var hennar svar.........ehhhh næs attitude honey! finnst afar líklegt að ég droppi þeim kúrs! Svo er ég búin að finna tvö fög sem eru í Business administration and management á 4. ári sem eru kennd á ensku og er að vonast til að fá að taka þau....

Á fimmtudaginn var "welcome party" fyrir skiptinemana...við létum okkur ekki vanta, buðum Finnsku vinum okkar í smá fyrirpartý á undan og smelltum okkur svo niðureftir, eins og sést á myndinni erum við hress á leið í metró ....villtumst aðeins en komumst loks á leiðarenda eftir að ég tók 140x140 cm kort af Madrid upp og arkaði áfram á háhæluðu skónum eins og sönn túrista"pæja"......

Á föstudaginn var svo dinglað dyrabjöllunni hjá okkur um morguninn, það telst til tíðinda á þessum bæ þar sem við erum ekki búnar að dreifa adressunni okkar ....ennþá....Störðum allar á hvor aðra á naríunum....."hver er að koma"? Þá var það langþráði netgaurinn.....við hleyptum honum inn og leyfðum honum að dúllast í þessu í TVO TÍMA! boraði og ég veit ekki hvað og hvað....svo var hann geðveikt stoltur og sagðist vera búinn.....og hélt á einni snúru.......ég bara uuuuu hvað er málið með snúruna......jú þetta var netsnúran.....Þá hafði hann verið að bardúsa í tvo tíma við að setja eina snúru fyrir netið ......pípol það er árið 2008....hver pantar netið heim til sín og biður um eina netsnúru.....þannig að við skiptumst á núna þangað til næsti netdúdd kemur sem er guð má vita hvenær....



Á föstudaginn var okkur boðið á óvænt djamm, Hemmi sem er vinur stelpnanna og var skiptinemi á Íslandi í fyrra vildi ólmur fá okkur á djammið með vinum sínum.....það kom svo á daginn að vinir hans var heilt fótboltalið....hresst! Við fórum á rosa flottan stað, Kapitol sem er stærsti skemmtistaður Madridar....ekki gott að týnast þar því það eru ekki nema sjö hæðir til að fara á milli. Við vorum með frátekið "tjald" á einni hæðinni þar sem við náðum að dilla rassinum við eðal R&B....me gusta ;)

Verð náttlega að tilkynna það að klósettið okkar stíflaðist um daginn.....shit er rétta orðið í þessu tilviki.......við horfðum bara á hvor aðra og vissum ekkert hvað við áttum að gera......áttum ekki drullusokk og það var ekki til í supermarkaðnum...í örvæntingu sinni kom Þórey með þá tillögu að banka upp á hjá Eyrnatæki og hjólastól og spyrja þau hvort við gætum fengið lánað drullusokk hjá þeim......til allrar hamingju sturtaðist niður á meðan ég var í íslensk-spænsku orðabókinni að fletta upp orðinu "drullusokkur"......thank god


ekki meiri drullufréttir héðan

knúsí kisses


mánudagur, febrúar 18, 2008

Lúdinn frá Íslandi

Jaeja smá frétta-update frá mér....

Thad er búid ad vera nóg ad gera hérna í Madrid hjá mér, kláradi spaenskunámskeidid á fimmtudaginn í seinustu viku og á fostudaginn var kynningardagur fyrir skiptinemana vid háskólann. Maetti audvitad thangad superhress ad vanda, thar blasti vid mér 130 skiptinemar allsstadar úr heiminum (flestir samt frá sudur ameríku og frakklandi, thýskalandi og ítalíu) Vorum fljótar ad spotta út hina albínóana frá Finnlandi og Svíthjód ;) Kynningin var fín, thar var farid yfir campusinn okkar sem er by the way huges...ca. 16 stykki af Háskólanum í Rvk!

Ég er búin ad komast ad tví hvers vegna fólki finnst skiptinemar oft á tídum vera lúdar. Sumir tharna voru maettir med bakpokana sína smellta utan um mittid, strekt á bondunum, med vatnsfloskur á hlidunum, og eflaust "first aid" sjúkrakassa ofan í honum.....eins og vid vaerum á leidinni í gongu í Píreneafjollunum en ekki gongutúr á jafnsléttu í kringum skólann....

Thad er einhver slappleiki á okkar bae Colegiata númer 11 er med hor í nos og hósta, Thórey og Rannveig eru med heitt enni en ég hef sloppid vid thad ....so far! By the way thá var ég búin ad segja frá thví ad vid búum á 5. haed í fjolbýlishúsi og lyftan er bilud......thad eru ca. 500 stigar upp í íbúdina mína (thad verdur ekki keypt kort í raektina hehe) hverjum haldidi ad ég maeti um daginn í stigathrepi nr. 322........Eyrnataeki og gomlu!!! Ég náttlega spurdi hvort ég gaeti hjálpad theim eitthvad? "no no no" sogdu thau.... en svo einhvernveginn endandi ég á milli theirra...var komin heim 5 klukkutímum sídar......ein trappa hvíla.....tvaer....hvíla ..... ég var med neydarlínuna á "speed-dial" ef thad thyrfti ad ná í kistuna....

Í dag var fyrsti skóladagurinn, thetta er búid ad vera ekkert smá mikid vesen, í fyrsta lagi var ég ekki einu sinni skrád í skólann thegar ég kom hingad .....kemur á óvart! Thannig ad althjódafulltrúinn hérna hafdi engar upplýsingar um mig né nein gogn...thannig ad ég thurfti ad fara aftur í thad ad finna til oll gognin sem ég var búin ad velja og finna rétt númer og skemmtilegheit! Naest var thad ad finna studatoflurnar og hvert ég á ad maeta og velja sig í einhverjar grúppur...djís aetla ekki ad fara nánar út í thetta EN fyrsti skóladagurinn í dag hófst á samkeppnisrétti innan Evrópusambandsins....á spaensku! ég hélt ég aetladi ad kúka í mig á leidinni í skólann af stressi! Píndi mig inní stofuna og settist aftast....og hugsadi "plís enginn spyrja mig neitt ..por favor" ! thad voru bara 3 maettir...svo týndust nokkrir fleiri inn. Svo bidu vid og bidum....og aldrei kom neinn kennari..thangad til allir fóru......ehhhhh naes byrjun á fyrsta skóladeginum.....sjáum til hvernig naesta session verdur! Versta er thetta ljósa hár....thad vita allir ad ég er útlendingur og ég er oftast spurd hvadan ég er....... thannig ad thad er spurning um ad vera kannski hettumáfur (med slaedu) svona fyrstu tímana svo ég thurfi ekki ad tala.....segi bara allahh.....
okeiiii haett ad bulla

smúts til ykkar;)

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Buenos días

Nú er ég komin med heimili.....mikill léttir...var farin ad spegúlera hvad ég gaeti lagt fyrir mig sem betlari eda gotulistamadur til ad hala inn pening fyrir ljóta hostelinu.....madur tharf víst ekki ad hafa mikid talent....einn dúddi hérna plantar sér á hverjum degi á torgid med hundana sína og klaedir thá upp í búninga....einn er hjúkka, hinn labradorinn er logga med byssu osfrv...... var ad spá í ad hringja á "the animal watch"....

Fengum íbúdina afhenta á laugardaginn, thad er eldra fólk sem á hana, kallinn heitir Cesar og vid skulum orda thad thannig ad hann vill hafa allt á hreinu....thad tók hann ekki nema 2 klukkustundir ad útskýra hvernig allt fúnkerar í íbúdinni.....og nota bene...... íbúdin er hvorki meira né minna en 69 fm.....! Ég var ad farast úr naeringaskorti og hann hélt áfram ad tala og tala svo thegar hann var nýfarinn dingladi bjallan og vid horfdum allar á hvor adra eitt spurningamerki........thá var rodin komin ad nýju nágronnunum. Thad er sem sagt par sem er samanlagt 200 ára, konan nádi mér upp á mjadmir og madurinn heyrdi ekkert thó ég oskradi:
"HOLA ME LLAMO LILJA"
eyrnataeki: " hola GILA..."
ég: no es LILJA
eyrnataeki: "NINA! bueno"
thá ákvad ég bara ad brosa.....en tha hófst fjorid og thau vildu sýna okkur alla íbúdina sína, med myndum af ollum barnabornunum sínum og svei mér thá ...thá endadi ég á tví ad sjá hvernig eyrnataeki flokkar skrúfurnar sínar í "vinnuherberginu sínu" og hvernig sú gamla badar sig á rafmagnsstól í sturtunni.....too much information!

Eftir ad vera naegilega informerud til ad geta skrifad aevisogu nýju nágrannanna thá komum vid okkur fyrir í íbúdinni og kíktum adeins út á lífid. Vid ákvádum ad hitta nokkra skiptinema og thau voru stodd á bar í Chueca hverfinu...sem er "gayish" hverfi. Tókum metró thangad og vid fengum naestum blodrur á hendurnar vid héldum svo fast í veskin..frekar sveitt lid thar á ferd....! Sáum spaenskar trukkalessur og fleira athyglisvert á thessu fyrsta djammi okkar

Í gaer drulludumst vid loksins í supermarkad og keyptum inn.....vid búum á 5 haed og thad er engin lyfta eins og er.....hún á ad koma eftir nokkra daga...sem er orugglega naestu jól á spaenskum maelikvarda! Thad var ekkert grín ad koma draslinu tharna upp.....aetla taka svitabandid med mér naest

Annars klára ég spaenskunámid núna á fimmtudaginn og skólinn hefst á mánudaginn.....tilhugsunin vid ad lesa logfraedi á spaensku er ekkert rosalega thaegileg....sérstaklega í ljósi thess ad ég er búin ad skoda skólann og sé ad tímarnir hérna eru mjog "interactive" ...faerra fólk og meira spjall......sem thýdir ad ég verd kúkurinn í bekknum sem brosir bara......thad er eins gott ad thad verdi COLGATE-BROS.....

Ekki meir í bili....gaurinn vid hlidin á mér er ad hlusta á spaenskar ástarjátningar,....bíd eftir tví ad hann fari ad grenja....
anyways....smúts til ykkar
Lils

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Spaenska númerid mitt chicos.......

0034 662 243 130

Smúts
Lilja

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Hola Hola....jibby cola

Stelpan er hresssssssss í dag.....var ad koma af "fundi" med íbúdareiganda sem var ad samthykkja ad leigja okkur íbúdina sína! Hún er á besta stad sem vid gátum hugsad okkur....madur er innan vid 5 mín ad labba ad Plaza Mayor (fyrir thá sem thekkja til) og innan vid 10 mín nidrí midbae (Puerta del Sol)

Thetta er búid ad vera heljarinnar thraut ad finna íbúd hérna....thad vill bokstaflega enginn leigja íbúdirnar sínar skemur en eitt ár og hvad thá útlendingum! Ég er búin ad hringja trilljón símtol og reyni alltaf ad vera gedveikt vaemin og gód (sem ég náttlega er) í símann. Eitthvad er vaemna roddin min ekki ad virka thví ég fékk hundrad: no no no..... Skodudum thessa íbúd í gaer og leist svona líka vel á hana .....kannski ekki erfitt ad toppa thad sem vid hofdum skodad tví íbúdin sem vid skodudum á undan var med kirkjugard af skordýrum í eldhúsinu og eitt rúmmid var inn í fataskápnum....pant ekki!!!

Skrifa meira naest! fáum vonandi internetid í naestu viku í íbúdina.....en annars er allt very slow hérna á Spáni....mañana, mañana ...

p.s. allir velkomir í heimsókn.....thad er eitt hjónarúm...sem thýdir ad vidkomandi tharf ad kúra upp í hjá mér.....thad eitt og sér er ástaeda til ad koma ;)

besos
Lilja

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Estoy en Madrid....

Jæææææææja ...kominn tími á að láta vita að ég sé á lífi....
Ferðalagið hófst eldsnemma á miðvikudagsmorgun, byrjaði á því að þurfa borga yfirvigt á leiðinni ÚT! sjæææææse minns verður í kúknum á leiðinni heim .....þess vegna lýsi ég hér með eftir sjálfboðaliðum til að ferja dót yfir til Íslands....í staðinn fáiði special leiðsögn um Madrid, fría gistingu og fullt af gleðistundum með mér ....sounds goooood right? :D

Anyways....þá gekk ferðalagið bara ágætlega fyrir utan seinkun...en við lifðum það af .....vorum lentar í Madrid kl. tíu um kvöldið með svörtustu bauga sem sögur fara af! Og þá fórum við í slotið okkar......NOT! hostelið sem við erum á er......tjahhhhhhh ég ætla allavega ekkert að spyrja síðan hvenær teppin eru.....og hvað þá sjónvarpið (sem er nota bene minna en fermingarsjónvarpið mitt back in the days..) við rotuðumst um leið og við vorum lagstar á þessa líka lúxus bedda...

Vaknaði vel tjónuð daginn eftir og þá hófst ballið; kaupa metro kort, kaupa spænskt númer og svo ákváðum við að taka eina "prufu-keyrslu" á að rata í skólann þar sem við áttum að mæta þangað næsta dag á eftir um morguninn. Það tók okkur ekki nema 3 tíma að komast í skólann...með smá slaufum hahahaha....

Annan daginn gekk nú mun meira "smoothly" fyrir sig heldur en fyrri daginn að rata upp í háskóla. Byrjaði í spænskunáminu og lýst vel á .....ég fór í "fyrir lengra komna" hópinn með þjóðverjum og finnum og stelpurnar eru í hinum hópnum með kínverjum og tyrkjum ....hressandi:) Mættum í skólann og tjahhhh..... já það var nokkuð ljóst að við vorum SKIPTINEMAR.....einu albínóarnir á svæðinu, rötuðum ekkert og með kort....not töff!

Annars erum við bara á fullu að leita að íbúð núna....veit ekki hversu langt það líður áður en eitthvað fer að klekjast út þarna í herberginu okkar....neeehh djók en væri alveg til í að fá íbúð sem fyrst... A.S.A.P.!

Við förum á hverjum degi og kaupum leigublaðið hérna í Madrid og mér var fengið það skemmtilega verkefni að hringja í þau númer sem okkur lýst vel á......fyrsta símtalið var í gær, var næstum því búin að fá mér skot áður en ég tók tólið upp, var alveg klár á því að ég myndi babla einhvern kúk...... þannig að ég var búin að punkta e-d niður hvað ég ætlaði að segja svo hringdi ég .....og konan sagði ekkert allan tímann ...svo þegar ég var búin að láta romsuna ganga þá sagði hún mér að íbúðin væri farin.......greyið konan hafði varla sleppt orðunum þegar ég öskraði "hún skildi mig" ....

Fleiri hasarsögur hef ég ekki að segja í bili.....en ég vona að þær verða nú aðeins meira djúsí þegar fer að líða á.......núna þarf ég að fara househunting....
Takk fyrir kveðjurnar honey buns.....rosa gaman að fá skemmtileg komment:)
smúts
Lilja