What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Estoy en Madrid....

Jæææææææja ...kominn tími á að láta vita að ég sé á lífi....
Ferðalagið hófst eldsnemma á miðvikudagsmorgun, byrjaði á því að þurfa borga yfirvigt á leiðinni ÚT! sjæææææse minns verður í kúknum á leiðinni heim .....þess vegna lýsi ég hér með eftir sjálfboðaliðum til að ferja dót yfir til Íslands....í staðinn fáiði special leiðsögn um Madrid, fría gistingu og fullt af gleðistundum með mér ....sounds goooood right? :D

Anyways....þá gekk ferðalagið bara ágætlega fyrir utan seinkun...en við lifðum það af .....vorum lentar í Madrid kl. tíu um kvöldið með svörtustu bauga sem sögur fara af! Og þá fórum við í slotið okkar......NOT! hostelið sem við erum á er......tjahhhhhhh ég ætla allavega ekkert að spyrja síðan hvenær teppin eru.....og hvað þá sjónvarpið (sem er nota bene minna en fermingarsjónvarpið mitt back in the days..) við rotuðumst um leið og við vorum lagstar á þessa líka lúxus bedda...

Vaknaði vel tjónuð daginn eftir og þá hófst ballið; kaupa metro kort, kaupa spænskt númer og svo ákváðum við að taka eina "prufu-keyrslu" á að rata í skólann þar sem við áttum að mæta þangað næsta dag á eftir um morguninn. Það tók okkur ekki nema 3 tíma að komast í skólann...með smá slaufum hahahaha....

Annan daginn gekk nú mun meira "smoothly" fyrir sig heldur en fyrri daginn að rata upp í háskóla. Byrjaði í spænskunáminu og lýst vel á .....ég fór í "fyrir lengra komna" hópinn með þjóðverjum og finnum og stelpurnar eru í hinum hópnum með kínverjum og tyrkjum ....hressandi:) Mættum í skólann og tjahhhh..... já það var nokkuð ljóst að við vorum SKIPTINEMAR.....einu albínóarnir á svæðinu, rötuðum ekkert og með kort....not töff!

Annars erum við bara á fullu að leita að íbúð núna....veit ekki hversu langt það líður áður en eitthvað fer að klekjast út þarna í herberginu okkar....neeehh djók en væri alveg til í að fá íbúð sem fyrst... A.S.A.P.!

Við förum á hverjum degi og kaupum leigublaðið hérna í Madrid og mér var fengið það skemmtilega verkefni að hringja í þau númer sem okkur lýst vel á......fyrsta símtalið var í gær, var næstum því búin að fá mér skot áður en ég tók tólið upp, var alveg klár á því að ég myndi babla einhvern kúk...... þannig að ég var búin að punkta e-d niður hvað ég ætlaði að segja svo hringdi ég .....og konan sagði ekkert allan tímann ...svo þegar ég var búin að láta romsuna ganga þá sagði hún mér að íbúðin væri farin.......greyið konan hafði varla sleppt orðunum þegar ég öskraði "hún skildi mig" ....

Fleiri hasarsögur hef ég ekki að segja í bili.....en ég vona að þær verða nú aðeins meira djúsí þegar fer að líða á.......núna þarf ég að fara househunting....
Takk fyrir kveðjurnar honey buns.....rosa gaman að fá skemmtileg komment:)
smúts
Lilja