What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

föstudagur, febrúar 29, 2008

Mánaðar anniversary!

Jæja í dag er kominn mánuður síðan ég steig upp í vélina og hugsaði með mér "hvað í fjandanum er ég að gera....!?" En þessi mánuður er búin að fljúga áfram og ég geri ráð fyrir því að ég verði komin heim áður en ég veit af! En fyrst að tíminn flýgur .....then I must be havin fun ;)

Skólinn kemur sífellt á óvart.....jáhhhh og það er vægast sagt til orða tekið.....ég ákvað að kíkja í "cafeteríuna" eða matsalinn í skólanum um daginn, labbaði inn og þekkti náttlega engann...mjög töff ehhh....anyways þá sest ég á borð frekar innarlega og fer eitthvað að lesa blaðið meðan ég borða......allt í einu tek ég eftir því að það er einhver kliður í kringum mig og fliss....ég lít upp og sé að strákarnir á borðinu fyrir framan mig eru á fullu að taka myndir af mér með símanum sínum...og ég bara "sælir" með fullan munn að borða......á þessum tímapunkti var ég mjög pirruð að kunna ekki að segja á spænsku" eruði þroskaheftir?".....og þeir voru ekkert að hætta....einn stillti sér upp við hliðin á mér og vinir hans tóku myndir.....þar sem tussulega augnráðið mitt virkaði ekki ákvað ég að fara!

Ég keypti mér kort í ræktina í vikunni....loksins drattaðist ég eftir mánaðar hvíld :) Það er bara fyndið að fara í ræktina hérna, við keyptum nú í ágætis rækt en my gosh....á veggjunum eru "reebok" auglýsingar sem eru af konum með permanet, túperingu, silfur leggings og sundbol yfir....tækin sum hver hef ég bara ekki séð á minni ræktar-ævi.....þau eru örugglega frá 1950 svo er sérstaklega skemmtilegt að sjá miðaldra menn í hjólabuxum og þröngum hlýrabol og í gönguskóm ..... ég skellti mér í lyftingarsalinn um daginn og ég veit ekki hvort það sé bannað fyrir konur að lyfta hérna á Spáni en það var allavega horft á mig eins og ég væri trukkalessa úr norðrinu....

Jæja ekki meir í bili... það var verið að bjóða okkur í sumarbústað á norður Spáni um helgina.....en þar sem ég á að vera gera ritgerð...þá á enn eftir að ákveða hvort af brottför verði :o)

Buen fin de semana a todos! - góða helgi :)