What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, febrúar 24, 2008


La vida en Madrid



Smá update af mér...


Skólinn byrjaði í seinustu viku, mánudagurinn hófst á því að ég mætti í tímana sem ég var skráð í en enginn kennari kom.....í neina tíma! Þriðjudagurinn var aðeins betri þar sem að ég mætti í tíma með hjartað í buxunum yfir því að vera fara í alþjóðlegan lausafjárkauparétt á spænsku.....fyrir utan stofuna hitti ég franska stelpu sem heitir Isabel og er skipti-lúði eins og ég í lagadeildinni. (það eru mjög fáir skiptinemar í lagadeildinni því allir kúrsarnir eru kenndir á spænsku en alveg gomma af skiptinemum í viðskiptafræði og verkfræði því þar er kennt á ensku). Eftir 15 mín af fyrsta tímanum mínum var ég farin að heyra bara "pííííííp" og sá bara varirnar á kennaranum hreyfast....datt samt aftur inn af og til ;) Næsti tími á eftir var frekar súr.....kennarinn byrjaði á því að segja okkur að við ættum að halda "presentation" þann 11. mars e-d um Evrópusambandið...ég var ekki alveg að ná því hvað ég átti að fjalla um þannig að ég ákvað að tala við hana eftir tíma.....hún var ekki mikið að nenna sinna mér og labbaði bara út úr stofunni og benti á eitthvað blað.....þannig að ég spurði hana hvort hún talaði ensku bara til að útskýra þetta með fyrirlesturinn...."já ég tala ensku en ég ætla ekki að tala ensku við þig....þú ert hérna til að tala spænsku" var hennar svar.........ehhhh næs attitude honey! finnst afar líklegt að ég droppi þeim kúrs! Svo er ég búin að finna tvö fög sem eru í Business administration and management á 4. ári sem eru kennd á ensku og er að vonast til að fá að taka þau....

Á fimmtudaginn var "welcome party" fyrir skiptinemana...við létum okkur ekki vanta, buðum Finnsku vinum okkar í smá fyrirpartý á undan og smelltum okkur svo niðureftir, eins og sést á myndinni erum við hress á leið í metró ....villtumst aðeins en komumst loks á leiðarenda eftir að ég tók 140x140 cm kort af Madrid upp og arkaði áfram á háhæluðu skónum eins og sönn túrista"pæja"......

Á föstudaginn var svo dinglað dyrabjöllunni hjá okkur um morguninn, það telst til tíðinda á þessum bæ þar sem við erum ekki búnar að dreifa adressunni okkar ....ennþá....Störðum allar á hvor aðra á naríunum....."hver er að koma"? Þá var það langþráði netgaurinn.....við hleyptum honum inn og leyfðum honum að dúllast í þessu í TVO TÍMA! boraði og ég veit ekki hvað og hvað....svo var hann geðveikt stoltur og sagðist vera búinn.....og hélt á einni snúru.......ég bara uuuuu hvað er málið með snúruna......jú þetta var netsnúran.....Þá hafði hann verið að bardúsa í tvo tíma við að setja eina snúru fyrir netið ......pípol það er árið 2008....hver pantar netið heim til sín og biður um eina netsnúru.....þannig að við skiptumst á núna þangað til næsti netdúdd kemur sem er guð má vita hvenær....



Á föstudaginn var okkur boðið á óvænt djamm, Hemmi sem er vinur stelpnanna og var skiptinemi á Íslandi í fyrra vildi ólmur fá okkur á djammið með vinum sínum.....það kom svo á daginn að vinir hans var heilt fótboltalið....hresst! Við fórum á rosa flottan stað, Kapitol sem er stærsti skemmtistaður Madridar....ekki gott að týnast þar því það eru ekki nema sjö hæðir til að fara á milli. Við vorum með frátekið "tjald" á einni hæðinni þar sem við náðum að dilla rassinum við eðal R&B....me gusta ;)

Verð náttlega að tilkynna það að klósettið okkar stíflaðist um daginn.....shit er rétta orðið í þessu tilviki.......við horfðum bara á hvor aðra og vissum ekkert hvað við áttum að gera......áttum ekki drullusokk og það var ekki til í supermarkaðnum...í örvæntingu sinni kom Þórey með þá tillögu að banka upp á hjá Eyrnatæki og hjólastól og spyrja þau hvort við gætum fengið lánað drullusokk hjá þeim......til allrar hamingju sturtaðist niður á meðan ég var í íslensk-spænsku orðabókinni að fletta upp orðinu "drullusokkur"......thank god


ekki meiri drullufréttir héðan

knúsí kisses