What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

föstudagur, júlí 29, 2005

VERSLÓ AÐ GANGA Í GARÐ;)
Loksins er helgin að fara ganga í garð og stefnan er tekin Norður, þannig að ef þið sjáið einhvern sem líkist ljóshærðum Rúdolf (the rednose) endilega heilsið upp á mig;) Verð þessi með rauða nefið hnerrandi en í þrusustuði:) Vibba veður hér í borginni og vonandi keyrum við í blíðuna....
En fyrst og fremst vonast ég eftir að komast út úr bænum! Þessir trukkafélagar eru eitthvað að plana að stífla allt....hvernig væri að beina aðgerðunum að innkeyrslum ráðherrana í staðin fyrir saklausu ferðafólki með splunkuný stígvél úr Hagkaup og frjókornaofnæmi;)
Góða helgi allir saman og fariði varlega í umferðinni og drykkju:o*
Lilja frjókorn

mánudagur, júlí 25, 2005

FRJÓKORN: MY WORST ENEMY!!!


Jæja held að ég sé með frjókornaofnæmi tólfta stigi! Sjææææææææse ef þið rekist á mig þessa dagana þá tek ég það fram að maðurinn minn er ekki að berja mig þó svo ég sé með rauð, sokkin og þrútin augu, tárin leka niður kinnarnar og ekki er nefrennslið minna! Ég svaf ekki alla helgina út af þessu fokking frjódrasli.....og ég er nánast komin með magasár yfir því hvernig í ósköpunum ég eigi að lifa verslunarmannahelgina af án þess að kafna:( En dreif mig til doktorsins í morgun og vonandi virkar draslið sem ég þurfti að kaupa mér fyrir 5000 kall!:(


Heyrðu ég settist niður í gær og kveikti á TV-inu og þar rakst ég á þátt sem heitir The Biggest Loser..... þarna er samankomið fólk sem er feitt og keppist við að missa sem flest kíló til að vinna money. Þau þurftu að hjóla á spinninghjóli í 4 tíma og sá sem hjólaði hraðast=lengst vann þrautina, kræst hvað ég vorkenndi þeim og hámark kaldhæðninnar þegar maður sjálfur liggur í sófanum að éta gúmmí og maltersers að horfa á feita fólkið púla!


Næsta mál á dagskrá er verslunarmannahelgin og hvert skal halda? Þannig að ef þú lest þessa færslu er þér skylt að kvitta fyrir þig og segja hvert þú ætlar....
Ég held ég leyfi veðrinu að ákveða það, er rosa happy svo lengi sem maður sleppur við rigninguna og rokið og jú verður að hafa skemmtilega fólkið með;) Kannski norður.....er ekki alltaf blíða þar?

þriðjudagur, júlí 19, 2005

jæja loksins er sumarið að taka aðeins við sér!! Ég er að krossa fingurna að þetta haldist út laugardaginn......ekki mjög raunhæf von en......

Snoop-arinn var góður á sunnudaginn, ekkert sérstaklega elegant klæðnaður á honum (var í galla/samfesting sem var saumaður úr tóbaksklútum af afa hans...) Ég tók litlu systur (er þó mun stærri en ég) með mér. Hún er nú betur þekkt fyrir að vera "hardcore" rokkari en ég ákvað að gefa henni smá innsýn í gangsta rapp-heiminn ......Ég hélt að hneykslunar svipurinn á henni myndi afmynda andlitið á henni þegar tónleikarnir hófust á erótísku myndbandi snoops og tveggja meyja. " ER EITTHAVÐ AÐ" var það helsta sem ég heyrði.....Hún er með nokkra ára reynslu í tónleikum en þá má helst nefna Metallicu, Foo Fighters og þar frameftir götunum þannig að snoop var ekki að gera mikið fyrir hana....mér fannst hann þó góður enda mjög svört þegar það kemur að tónlistarsmekk;)

Annars er lítið að gerast, soldið busy vika, hittingur með gömlum verslópíum, túttunum og vonandi línuskautar í góða veðrinu og síðast en ekki síst klipping!!. En svo er maður farin að renna hýru auga til helgarinnar......;)Hvað skal gera? Any suggestions?....

föstudagur, júlí 15, 2005

whats cookin for the weekend?

Jesssss helgin að ganga í garð! Stefnan er tekin norður í bústað, grill og pott ..úlalla:)

En ég bara spyr ...HVAR ER SÓLIN?? Það kom einn sólardagur í gær og ég brunaði heim á slaginu 16:01 heim til M&P beint á pallinn, reif mig nánast úr fötunum á leiðinni í Garðabæinn...já já mín mætt á pallinn hálfber....komin ÞOKA!! Maður fer nú bara að vera í fölari kantinum! hnussss...

Talandi um að eltast við hluti....huhemm, ég kíkti til Hönnu á miðvikudagskvöldið á nýju flottu íbúðina hennar;) og þegar við vorum að tjatta rifjaðist upp ansi skemmtilegur húmor hennar Hönnu......Uppáhaldið hennar Hönnu var og er enn að finna ljótasta eða skrýtnasta gaurinn inn á skemmtistöðum borgarinnar og hvísla í eyra þeirra " sérðu ljóshærðu stelpuna þarna á dansgólfinu (bendir sem sagt á mig!) ...."hún var að tala um það hvað hún væri til í þig og þú sért massívt heitur, hún er bara soldið feimin ...tékkaðu á henni". Svo er ég að hrista rassinn á dansgólfinu þegar subbulegasti gaurinn á svæðinu (klikkar ekki) mætir til mín og er alveg GAME! og skilur ekkert í því hversu erfið ég er!! Ég er fljót að líta til Hönnu þar að segja ef hún er ekki búin að láta sig hverfa, en þá er hún grenjandi úr hlátri..oftast búin að pissa á sig. Eitt skipti sendi hún tvíbura á mig sem voru ca. 2 metrar á hæð og eins og górillur í framan....ég var sem sagt með strolluna á eftir mér allt kvöldið....ofsa fyndið.

En nú held ég að hún geri þetta ekki aftur...at least I hope. Því Hún var svona voða fyndin um daginn og pikkaði gaur upp á vegó og sendi hann á mig. Gaurinn kom til mín og sagði" vantaði þig eld eeesskan"? Ég alltaf jafn blonde : "uuuuu nei ég reyki ekki". gaurinn: jú víst vinkona þín sagði mér það og hún sagði líka að þú værir til í mig! ég: uuuu sko nei....Í því sé ég hversu reiður gaurinn verður, sé æðarnar á hausnum þenjast útog hann fer nánast að froðufella. Ég var skít hrædd við kauða og hélt hann ætlaði að hjóla í mig á staðnum! Hanna hafði náttlega valið gaur sem var útspítt-aðastur á svæðinu.....þetta var í fyrsta skipti sem hún hló ekki af brandaranum sínum..........og lofaði að gera ekki svona aftur....sjáum til með það;)

Sögustund Lilju búin
Góóóða helgi;)

mánudagur, júlí 11, 2005

ohh hvað ég er fersk eftir helgina;) Verð samt að viðurkenna að ég er bara frekar spræk eftir mega djamm á föstudaginn, afrekaði meir að segja að kíkja á vegamót áðan...... á mánudegi, nokkuð gott:)
Það var rosa stuð á föstudagin og allt heppnaðist þvílíkt vel:) Ég sá það að ég var komin úr æfingu! Maður verður að halda sér við;)

En ég er nánast komin með hnút í magann því mér finnst sumarið bara vera búið, frekar drungalegt úti, mar fær enga sól, engin útilega so far, ekkert stelpudjamm og ekki bætti það að ég fékk STUNDATÖFLUNA mína senda um daginn..þá varð mér næstum óglatt......
Nú er það bara að bretta upp ermarnar og fara framkvæma;)

föstudagur, júlí 08, 2005

ITS RAINING MAD!!!

Hvurslags sumar er þetta eiginlega?! Bara eins og það sé að koma haust hérna fyrir utan fallega Húsasmiðjugluggan á skrifstofunni. Á meðan þau fyrir norðan steikja sig í sól og hita:( grát grát.....

En það þýðir ekkert að láta rigninguna stoppa sig að fara út í kvöld;) Vera bara í vatnshelda sundbolnum innanundir;) Svipað og Hildur og Geiri létu ekki einhverjar sprengjur í London stoppa sig í að fara....bara bíta á jaxlinn.....kannski ekki svipað dæmi en þó...

Ég held ég hafi lítið annað að bæta við þessar veðurathugasemdir mínar...hafiði það bara sem best um helgina:*

sunnudagur, júlí 03, 2005

Nei helgi ekki fara! ekki vera búin strax.....

ohh helgarnar eru svo fljótar að líða:( En þessi var afar róleg og þægileg...hefði reyndar viljað kíkja út á land en það bíður betri tíma...

Það sem er helst í fréttum er að London ferðin var mjög skemmtileg, við lentum á föstudegi og ég var mjög þakklát að lenda á lífi.......Þar sem flugvélin varð fyrir eldingu á leiðinni!!! Ég nýbúin að glápa á heila seríu af Lost þar sem flestir drápust í flugvélinni.....og ég verð að viðurkenna að ég skeit á mig af hræðslu þegar eldingunni laust. Stella var steinsofandi en reis upp og gargaði þegar hún skall á. Ég leit til hliðar á kallana sem voru í kringum fimmtugt og þeir voru fölir eins og lík í framan og augun galopin....voru örugglega að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að missa bara matsjó cool-ið og öskra. Sem betur fer róaðist flugið þegar við komumst í gegnum þrumurnar.
Ekki afrekaði ég nú ekki að versla eins og oft áður þar sem útsölurnar voru að byrja sama dag og við lentum og allt var craaaaazy á Oxford. Annars tókum við bara túrista-pakkann á þetta....
Hér eru nokkrar myndir: http://liljag.myphotoalbum.com/view_album.php?set_albumName=album02

Á fimmtudaginn var kíkt á Duran í gamni....þeir voru barasta ágætir.....veit ekki hvort ég geti dæmt um það hvort þeir séu búnir að missa "toutch-ið" þar sem ég var bara í vöggunni þegar þeir voru heitir og upp á sitt besta;)

Í lokin þá henti ég inn nokkrum myndum frá
Las Vegas:)