What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, júlí 19, 2005

jæja loksins er sumarið að taka aðeins við sér!! Ég er að krossa fingurna að þetta haldist út laugardaginn......ekki mjög raunhæf von en......

Snoop-arinn var góður á sunnudaginn, ekkert sérstaklega elegant klæðnaður á honum (var í galla/samfesting sem var saumaður úr tóbaksklútum af afa hans...) Ég tók litlu systur (er þó mun stærri en ég) með mér. Hún er nú betur þekkt fyrir að vera "hardcore" rokkari en ég ákvað að gefa henni smá innsýn í gangsta rapp-heiminn ......Ég hélt að hneykslunar svipurinn á henni myndi afmynda andlitið á henni þegar tónleikarnir hófust á erótísku myndbandi snoops og tveggja meyja. " ER EITTHAVÐ AÐ" var það helsta sem ég heyrði.....Hún er með nokkra ára reynslu í tónleikum en þá má helst nefna Metallicu, Foo Fighters og þar frameftir götunum þannig að snoop var ekki að gera mikið fyrir hana....mér fannst hann þó góður enda mjög svört þegar það kemur að tónlistarsmekk;)

Annars er lítið að gerast, soldið busy vika, hittingur með gömlum verslópíum, túttunum og vonandi línuskautar í góða veðrinu og síðast en ekki síst klipping!!. En svo er maður farin að renna hýru auga til helgarinnar......;)Hvað skal gera? Any suggestions?....