What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, júlí 03, 2005

Nei helgi ekki fara! ekki vera búin strax.....

ohh helgarnar eru svo fljótar að líða:( En þessi var afar róleg og þægileg...hefði reyndar viljað kíkja út á land en það bíður betri tíma...

Það sem er helst í fréttum er að London ferðin var mjög skemmtileg, við lentum á föstudegi og ég var mjög þakklát að lenda á lífi.......Þar sem flugvélin varð fyrir eldingu á leiðinni!!! Ég nýbúin að glápa á heila seríu af Lost þar sem flestir drápust í flugvélinni.....og ég verð að viðurkenna að ég skeit á mig af hræðslu þegar eldingunni laust. Stella var steinsofandi en reis upp og gargaði þegar hún skall á. Ég leit til hliðar á kallana sem voru í kringum fimmtugt og þeir voru fölir eins og lík í framan og augun galopin....voru örugglega að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að missa bara matsjó cool-ið og öskra. Sem betur fer róaðist flugið þegar við komumst í gegnum þrumurnar.
Ekki afrekaði ég nú ekki að versla eins og oft áður þar sem útsölurnar voru að byrja sama dag og við lentum og allt var craaaaazy á Oxford. Annars tókum við bara túrista-pakkann á þetta....
Hér eru nokkrar myndir: http://liljag.myphotoalbum.com/view_album.php?set_albumName=album02

Á fimmtudaginn var kíkt á Duran í gamni....þeir voru barasta ágætir.....veit ekki hvort ég geti dæmt um það hvort þeir séu búnir að missa "toutch-ið" þar sem ég var bara í vöggunni þegar þeir voru heitir og upp á sitt besta;)

Í lokin þá henti ég inn nokkrum myndum frá
Las Vegas:)