whats cookin for the weekend?
Jesssss helgin að ganga í garð! Stefnan er tekin norður í bústað, grill og pott ..úlalla:)
En ég bara spyr ...HVAR ER SÓLIN?? Það kom einn sólardagur í gær og ég brunaði heim á slaginu 16:01 heim til M&P beint á pallinn, reif mig nánast úr fötunum á leiðinni í Garðabæinn...já já mín mætt á pallinn hálfber....komin ÞOKA!! Maður fer nú bara að vera í fölari kantinum! hnussss...
Talandi um að eltast við hluti....huhemm, ég kíkti til Hönnu á miðvikudagskvöldið á nýju flottu íbúðina hennar;) og þegar við vorum að tjatta rifjaðist upp ansi skemmtilegur húmor hennar Hönnu......Uppáhaldið hennar Hönnu var og er enn að finna ljótasta eða skrýtnasta gaurinn inn á skemmtistöðum borgarinnar og hvísla í eyra þeirra " sérðu ljóshærðu stelpuna þarna á dansgólfinu (bendir sem sagt á mig!) ...."hún var að tala um það hvað hún væri til í þig og þú sért massívt heitur, hún er bara soldið feimin ...tékkaðu á henni". Svo er ég að hrista rassinn á dansgólfinu þegar subbulegasti gaurinn á svæðinu (klikkar ekki) mætir til mín og er alveg GAME! og skilur ekkert í því hversu erfið ég er!! Ég er fljót að líta til Hönnu þar að segja ef hún er ekki búin að láta sig hverfa, en þá er hún grenjandi úr hlátri..oftast búin að pissa á sig. Eitt skipti sendi hún tvíbura á mig sem voru ca. 2 metrar á hæð og eins og górillur í framan....ég var sem sagt með strolluna á eftir mér allt kvöldið....ofsa fyndið.
En nú held ég að hún geri þetta ekki aftur...at least I hope. Því Hún var svona voða fyndin um daginn og pikkaði gaur upp á vegó og sendi hann á mig. Gaurinn kom til mín og sagði" vantaði þig eld eeesskan"? Ég alltaf jafn blonde : "uuuuu nei ég reyki ekki". gaurinn: jú víst vinkona þín sagði mér það og hún sagði líka að þú værir til í mig! ég: uuuu sko nei....Í því sé ég hversu reiður gaurinn verður, sé æðarnar á hausnum þenjast útog hann fer nánast að froðufella. Ég var skít hrædd við kauða og hélt hann ætlaði að hjóla í mig á staðnum! Hanna hafði náttlega valið gaur sem var útspítt-aðastur á svæðinu.....þetta var í fyrsta skipti sem hún hló ekki af brandaranum sínum..........og lofaði að gera ekki svona aftur....sjáum til með það;)
Sögustund Lilju búin
Góóóða helgi;)
<< Home