What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, mars 29, 2005

Allt búið....fríið, nammið, páskaeggið, djammið...you name it!

Lovely páskar búnir, margt og mikið sniðugt var brallað; út að borða, afmæli hjá Laufey tískutúttu, upp í sumarbústað til m&p, páskaegg, matarboð og náttlega borða borða and so on....

Hrikalega erfitt að vakna í morgun og fara hreyfa rassinn (sem er by the way tvöfaldur eftir þetta ÁT-FYLLERÍ)en honum leið svo sem mjög vel eftir að hafa komið sér loksins af stað.
Búhú...ég sem ætlaði mér að vera algjör prófessor í fríinu og lesa lesa og troða sem mestu inn í minnið....við skulum bara segja að áætlunin mín stóðst ekki alveg..:/ Og í dag er nákvæmlega 2 vikur í lokapróf...ég fæ magasár við tilhugsunina!!!
Horfði í gær á nýja þáttinn "Það var lagið" á stöð 2, nú er ég frekar söngelsk manneskja en ég var bara ekki að finna mig í þessu, var ekkert að missa mig í að syngja með heima í stofu eins og í auglýsingunni....allt of happy fyrir mig hehehe
Þá er það bara að demba sér í lestur....en fyrst ætla ég aðeins að kíkja á Jay Leno, maður er með forgangsröðunina á hreinu;)

þriðjudagur, mars 22, 2005



Jæja loksins hefur maður smá tíma aflögu til að blogga, enda komin í páskafrí nanínaní....;)
Helgin var ágæt, á föstudaginn kíkti Hanna til mín og við slefuðum yfir Will Smith í The Hitch....hélt á tímabili að Hanna myndi ráðast á tölvuna mína og byrja slumma hana....hún borðaði ekki einu sinni nammið , einbeitingin var svo mikil;)

Á laugardaginn fór ég að kenna niðrí Baðhúsi, mjöög skemmtilegur tími, kvennsurnar sem voru mættar voru í þrusu stuði og tóku vel á því:)
Um kvöldið var ég frekar einhverf að steikja mér hamborgara þegar Æðsta tútta hringir í mig og býður mér í heimsókn til Konna frænda hennar, þannig að ég skellti mér í glamúr-gallann og kíkti til þeirra, Hanna var með ágætis forskot, var ca. 10 glösum á undan mér allt kvöldið enda leyfði ég henni að eiga titilinn:)
Jæja svo eru bara páskarnir að koma...ummmmmm páskaegg, lambalæri, kalkúnn nammi namm, fullt á dagskrá: upp í bústað, stelpudjamm, matarboð og síðast en alls ekki síst lesa lesa...:( búhú...

sunnudagur, mars 13, 2005

MYNDIR
jæja var að setja inn myndir frá árshátíðinni á föstudeginum...í minningunni fannst mér ég vera takandi myndir allt kvöldið en þegar uppi var staðið voru þetta nú bara 12 myndir.....frekar slöpp frammistaða......enjoy:)

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ég verð víst að sætta mig við það að staðurinn sem ég bý er í uppbyggingu, á hverjum morgni lendi ég fyrir aftan HUGES trukk sem er með kerruna fulla af hnullunga steinum og keyrir á 15 km hraða (ekki beinlínis til að flýta fyrir mrs.seinu á morgnana;).....ég býð eftir því að ég verði flatkaka þegar einn steinana ákveður að smella sér af brettinu.....

Í gær var ég með unglinganámskeiðstímann minn kæra en einhver mistök urðu því salurinn hafði verið bókaður tvisvar, sem sagt fyrir minn tíma og tíma sem heitir Fit-ball. Við vorum nú fljótar að leysa úr því og ég skellti mér ásamt unglömbunum í Fit-ball.......þetta var mjög skondið...æfingar á uppblásnum bolta (eins og sumir áttu þegar þeir voru litlir, hoppuðu og skoppuðu á þeim og héldu í handföng...) allavega....þá settumst við á boltana og þetta voru ca. 30 mínútur að "hömpast" á bolta og þið getið rétt ýmindað ykkur hvernig stelpurnar voru í framan, eldrauðar og flissandi. Jámm sem sagt þá mæli ég með þessum tímum ef þið hafið gaman af því að " ride a ball" hehehehe jú og góðar magaæfingar í endann;)

Svo er bara árshátíð á morgun, vúhú....en ekki svo mikið vúhú að finna kjól.....endilega ef þið viljið dressa mig upp þá bara bjalla elskurnar;)

mánudagur, mars 07, 2005

Það er bara næææstum komið sumar.....tók eftir því þegar ég var að kenna í morgun að það er bara bjart úti þegar tíminn byrjar....sem er verra fyrir fólkið að sjá mitt undurfagura myglufés í dagsbirtunni...enda eru þau farin að planta sér helvíti aftarlega;)

Talandi um sumar, þá ákváðum við skötuhjú að skella okkur í sund á sunnudaginn, fyrst maður var ferskur, engin þynnka, gott veður og svona. Til liðs við okkur fengum við Hafdísi Önju litlu lánaða með okkur í sundferðina. Allir voru að dást að sæta barninu og maður varð voða stoltur að eiga hana .......í þykjustunni hehehehehe (sorry maja;)
Svo þegar við fórum uppúr og nýkomnar úr sturtunni og ég fer að opna skápinn hleypur smá raketta í rassinn á Hafdísi og mín byrjar að hlaupa í burtu, ég náttlega á eftir og leiðin lá út úr kvennaklefanum og út á gang! .....leið ekkert afskaplega vel þegar ég stóð út á gangi í Laugardalslauginni með handklæðið eitt utan um mig og Hafdís Anja berössuð á ganginum kallandi "hvar er dauddi"? En það var ágætt að við skemmtum nokkrum köllum þarna á ganginum....hahahaha
Eftir sundferðina var það ís og þegar við skiluðum barninu var ...já hhmmmm, við skulum segja að hún hafi ekki verið alveg jafn vel greidd og snyrtileg og þegar við fengum hana í hendurnar.......híhí:)

Jæja svo er það bara árshátíð á föstudaginn, túttuklúbbur á morgun hos mig...allt að gerast, tútturnar verða alveg dauðuppgefnar eftir þessa viku;)

miðvikudagur, mars 02, 2005

The hostess
sælinú....
loksins gefst mér smá tími til að skrifa (enda í skólanum, í tíma;)
Seinasta helgi var róleg en samt ekki róleg....ég var "guest-hostess" alla helgina...þurftir að panta tíma ef þú ætlaðir að koma í heimsókn;) Auðvitað var ég atvinnumennskan og metnaðurinn uppmáluð og hrærði í köku, þeytti rjóma, setti fram ostabakka, vínber og að lokum fékk ein bakarís-kaka að fljóta með ...bara svona sem neyðarúrræði, þegar ég var komin með blöðrur á hendurnar vegna of-bökunar.....;)

Ég er komin með kenningu af hverju karlarnir eru með þessar bjórbumbur alltaf....það er út af því að heimilisstörfin eru brjáluð brennsla! Getur alveg bara skellt þér í joggarann og íþróttatopp og ryksugað eins og mófó og ég "garentía" það að svitabandið kæmi sér vel;) Skúringar eru ennfremur mjög góðar fyrir mitti, leggja áherslu á að spenna magavöðvana og snúa vel upp á líkamann, að þurrka af styrkir upphandleggsvöðvana...svona gæti ég haldið áfram. Sem sagt al-þrif taka vel á og tóna líkamann;) jæja nú er íþróttahorni Lilju hér með formlega lokið
aaa...eitt í viðbót, nú eruð þið að hugsa...."en konurnar eru oft chubby" .........svarið er bara út af því að við bökum kökur;);)......kannski er ég bara að tala fyrir sjálfan mig;)
bye for now cupcakes....