What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ég verð víst að sætta mig við það að staðurinn sem ég bý er í uppbyggingu, á hverjum morgni lendi ég fyrir aftan HUGES trukk sem er með kerruna fulla af hnullunga steinum og keyrir á 15 km hraða (ekki beinlínis til að flýta fyrir mrs.seinu á morgnana;).....ég býð eftir því að ég verði flatkaka þegar einn steinana ákveður að smella sér af brettinu.....

Í gær var ég með unglinganámskeiðstímann minn kæra en einhver mistök urðu því salurinn hafði verið bókaður tvisvar, sem sagt fyrir minn tíma og tíma sem heitir Fit-ball. Við vorum nú fljótar að leysa úr því og ég skellti mér ásamt unglömbunum í Fit-ball.......þetta var mjög skondið...æfingar á uppblásnum bolta (eins og sumir áttu þegar þeir voru litlir, hoppuðu og skoppuðu á þeim og héldu í handföng...) allavega....þá settumst við á boltana og þetta voru ca. 30 mínútur að "hömpast" á bolta og þið getið rétt ýmindað ykkur hvernig stelpurnar voru í framan, eldrauðar og flissandi. Jámm sem sagt þá mæli ég með þessum tímum ef þið hafið gaman af því að " ride a ball" hehehehe jú og góðar magaæfingar í endann;)

Svo er bara árshátíð á morgun, vúhú....en ekki svo mikið vúhú að finna kjól.....endilega ef þið viljið dressa mig upp þá bara bjalla elskurnar;)