The hostess
sælinú....
loksins gefst mér smá tími til að skrifa (enda í skólanum, í tíma;)
Seinasta helgi var róleg en samt ekki róleg....ég var "guest-hostess" alla helgina...þurftir að panta tíma ef þú ætlaðir að koma í heimsókn;) Auðvitað var ég atvinnumennskan og metnaðurinn uppmáluð og hrærði í köku, þeytti rjóma, setti fram ostabakka, vínber og að lokum fékk ein bakarís-kaka að fljóta með ...bara svona sem neyðarúrræði, þegar ég var komin með blöðrur á hendurnar vegna of-bökunar.....;)
Ég er komin með kenningu af hverju karlarnir eru með þessar bjórbumbur alltaf....það er út af því að heimilisstörfin eru brjáluð brennsla! Getur alveg bara skellt þér í joggarann og íþróttatopp og ryksugað eins og mófó og ég "garentía" það að svitabandið kæmi sér vel;) Skúringar eru ennfremur mjög góðar fyrir mitti, leggja áherslu á að spenna magavöðvana og snúa vel upp á líkamann, að þurrka af styrkir upphandleggsvöðvana...svona gæti ég haldið áfram. Sem sagt al-þrif taka vel á og tóna líkamann;) jæja nú er íþróttahorni Lilju hér með formlega lokið
aaa...eitt í viðbót, nú eruð þið að hugsa...."en konurnar eru oft chubby" .........svarið er bara út af því að við bökum kökur;);)......kannski er ég bara að tala fyrir sjálfan mig;)
bye for now cupcakes....
<< Home