What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, mars 07, 2005

Það er bara næææstum komið sumar.....tók eftir því þegar ég var að kenna í morgun að það er bara bjart úti þegar tíminn byrjar....sem er verra fyrir fólkið að sjá mitt undurfagura myglufés í dagsbirtunni...enda eru þau farin að planta sér helvíti aftarlega;)

Talandi um sumar, þá ákváðum við skötuhjú að skella okkur í sund á sunnudaginn, fyrst maður var ferskur, engin þynnka, gott veður og svona. Til liðs við okkur fengum við Hafdísi Önju litlu lánaða með okkur í sundferðina. Allir voru að dást að sæta barninu og maður varð voða stoltur að eiga hana .......í þykjustunni hehehehehe (sorry maja;)
Svo þegar við fórum uppúr og nýkomnar úr sturtunni og ég fer að opna skápinn hleypur smá raketta í rassinn á Hafdísi og mín byrjar að hlaupa í burtu, ég náttlega á eftir og leiðin lá út úr kvennaklefanum og út á gang! .....leið ekkert afskaplega vel þegar ég stóð út á gangi í Laugardalslauginni með handklæðið eitt utan um mig og Hafdís Anja berössuð á ganginum kallandi "hvar er dauddi"? En það var ágætt að við skemmtum nokkrum köllum þarna á ganginum....hahahaha
Eftir sundferðina var það ís og þegar við skiluðum barninu var ...já hhmmmm, við skulum segja að hún hafi ekki verið alveg jafn vel greidd og snyrtileg og þegar við fengum hana í hendurnar.......híhí:)

Jæja svo er það bara árshátíð á föstudaginn, túttuklúbbur á morgun hos mig...allt að gerast, tútturnar verða alveg dauðuppgefnar eftir þessa viku;)