What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, janúar 31, 2005

Bling Bling í Byko

Gleðilegan mánudag, helgin tók sinn toll en samt sem áður mjög skemmtileg; idol, pitsa og spil á föstudag, túttudjamm á laugardag og þynnka dauðans á sunnudag:( Sem náði alveg fram til morguns þar sem ég vaknaði súper dúper mygluð til að fara kenna í fyrramálið.... Úff púff greyið fólkið að þurfa hlusta á myglufésið...en eftir nokkra stund var colgate-brosið komið;)

umm smá pæling...á laugardaginn skrapp ég í Byko...ekki mikið merkilegt en ég þurfti smá aðstoð þannig að ég spyr einn afgreiðslumanninn um hjálp og hann tékkar e-d á þessu og ég sé að hann er með massíva "bling bling" eyrnalokka í eyrunum ...ég bara já ok og pældi ekki meir í því, en svo spurði hann samstarfsfélaga sinn spurningu og hann kemur og er líka með nákvæmlega eins bling bling eyrnalokka. Fyrirframan mig stóðu tveir gaurar í Byko bolum með "bling bling" eyrnalokka eins og Beckham...er þetta eitthvað nýtt í Byko..?? bara pæling...

Tók myndir á laugardagskvöldinu sem koma inn innan skamms:)

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Andarsteik
sælt veri fólkið! djís hvað það er brrrrjálað að gera þessa dagana, svo ég afsaki nú hvað ég er búin að skrifa lítið, en að vera í skóla, kenna 5-6x í viku, flytja og taka að sér aukavinnu gefur bara lítinn tíma afgangs....vildi að það væri hægt að kaupa auka klukkustundir, en þá yrði ég að setja þær á raðgreiðslur;)

Í dag varð ég næstum raðmorðingi! djísús bobby, ég var að keyra á reykjarvíkurveginum on full swing á leiðinni heim úr skólanum (við skulum ekkert tala um hraðann, mar er náttlega á hraðskreyðum bíl;) en þá sé ég allt í einu heila fjölskyldu af gæsum/öndum... vera að trítla yfir veginn bara svona í rólegheitunum. Ég náttlega hemla af miklu afli en það var bíll fyrir aftan mig og hann hefði líklegast bombað aftan á mig ef ég hefði bremsað algjörlega niður...ég hugsaði með mér hvort er meiri fórn ég sem steik eða endur....erfið spurning, en mér sýndist famelían öll hafa sloppið þegar ég leit í bakspegilinn, mesta lagi einn gæsa-bróðirinn fótbrotinn.....nee ég held þau séu öll heil á húfi og örugglega að snæða kvöldverð núna út í móa...i hope:)

Já alltaf gaman af dýrasögum.....en anyway helgin að koma og svona...og maður er alveg í fíling að gera e-d....hvað segja stelpurnar mínar? er stemmari fyrir laugardagskvöldinu...að skála og maske spise sammen?;)
Góða Helgi my darlings

fimmtudagur, janúar 20, 2005

It hurts sooo bad

uhhhh hvað það er kalt þessa dagana...þessa dagana? eða bara 80% ársins er kalt! Eini kosturinn við það er að maður fær ekki sólarhrukkur eins og konan í extreme makeover í gær sjjjiturinn titturinn! Hún var illa farin, hefði getað verið við skýringarmynd í orðabók við orðið ljótleiki. Vorkenndi henni ekkert smá, en ekki eftir aðgerðina því þá var hún orðin þrusu pía. Ég er nú samt ekkert svakalega hlynnt þessum aðgerðum, nema eins og í þessu tilfelli var það möst, annað en hérna á klakanum þegar maður fer í sund eru önnur hver brjóst á floti.....

Aftur að kuldanum, þá væri nú ekki amalegt að fara drífa sig á bretti, sýna nokkur gömul tilþrif, mér skilst á systur minni að hún sé farin að svífa fram að hengjum, ég þarf greinilega að fara herða mig, en á meðan er ég orðin góð í öðrum hlutum t.d. að spara. Tók rúntinn í Kringluna áðan og ég sá nokkur skópör sem mig langar íííí!! En í staðin fór ég að kaupa parektolíu,parketsápu og lista fyrir sama pening, mér varð svo illt við tilhugsunina að ég gaf afgreiðslumanninum "killer" augnaráð þegar hann renndi kortinu mínu í gegn....og braut næstum pennan þegar ég skrifaði undir af mikilli ákefð...

mánudagur, janúar 17, 2005

ummm skemmtileg helgi að baki, má til að segja aðeins frá henni:) Ætla samt fyrst að byrja á því sorglega, kvaddi Helenu á föstudaginn og svo aftur á laugardaginn, en hún er að fara hjúkkast í danaveldi:(

En svo var það matarklúbburinn góði á laugardagskvöldið og það var ekkert smávegis! Í þetta skipti voru það atvinnumennsku-kokkarnir Íris og Sveppi sem fullnægðu bragðlaukunum. Vá... maður er bara komin með magasár yfir næsta skipti....ég er nebbla næst í röðinni, er að spá í að fara horfa á jóa fel og fara glósa eitthvað um kryddjurtir and so on. Svo var náttlega skellt sér í bæjartjútt þar sem við hittum enn fleira fjörugt fólk:)

Hélt ég myndi svo deyja á sunnudeginum úr þynnku, var vakin ræs and sjæn, klukkan 11 eftir 3 tíma svefn og tjáð það að nú skyldi ég dúða mig upp frá toppi til táar því ég væri að fara upp á heiði á snjósleða....uuu ég var nú ekki alveg á því, var varla vöknuð og hvað þá ökuhæf. Þynnkan magnaðist á leiðinni eftir því sem við keyrðum lengra og ég var með pokann tilbúinn í kjöltunni ef allt færi á annan endann. En viti menn um leið og ég var komin upp á fjall og þeystist um á þessum líka mega sleða þá var ég ferskari en ferskleikinn sjálfur. Ég og sleðinn vorum alveg að bonda og frekar svekkt yfir að hann sé ekki bara inní blískúr núna:(
Hópurinn endaði svo kvöldið á Argentínu...uuu er til betri uppskrift af þynnkudegi?

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Bubbi byggir

uhhh hvað það er erfitt að vakna í svona kulda,ógeðslega þreytt og mygluð....og þurfa fara hjóla í þokkabót, ég vorkenni mér svo mikið að það liggur við að mig vanti plástur! En svo er maður frekar ferskur eftir á, þegar augnpokarnir eru farnir að hjaðna og skilur ekkert í því hvaðan bágtið kom:)

Hafiði horft á Bubbi byggir? Ég var að fatta að ég er alveg eins og gaurinn! Nema ég er Bubb-ína og á ekki gröfu (reyndar er bílinn minn álíka flottur og grafa), ég er bara orðin svo askoti fróð um gólfefni t.d. parket getur verið planka, gegnheilt, hart, mjúkt, olíuborið, lakkað, með kvistum, án kvista, smellu and so on....í svona íbúðarstússi lærir maður mikið, sérstaklega allskyns "byggingarorð" sem ég kannaðist ekki við áður eru núna orðin eins og móðurmálið mitt...

föstudagur, janúar 07, 2005

Vöknuð til lífsins....

Mín mætt aftur í bloggið...aldrei jafn fersk:) Byrja á því að óska öllum Gleðilegs nýs árs....og afsakið hér um bil mánaðar bloggfrí...það má nú taka sér smá jóla-blogg-frí:)
Maður er komin heim frá Ameríkunni "broker than ever" en samt tveimur pelsum ríkari, er maður þá ekki í þokkalegum málum?;)
Bara næs að skreppa út svona um hávetur en hefði kannski verið betra að fá að nota bikiníið og sólarolíuna meira....meira? eða bara eitthvað yfirhöfuð!! Ekki góð tölfræði að fá tvo sólardaga af sautján...hmmm en maður deyr nú ekki ráðalaus, þar kemur til sögunnar hin stórkostlega afþreying....að versla;) Og ekki er nú skortur af búðum eða vöruúrvali þarna í usa! Endalaust af öllu þarna, tók mig hálftíma að velja mér einn ís í supermarkaðinum...við erum að tala um að ísrekkinn var heill gangur..þetta er náttlega bara til þess að fólk missi sig!.. sem og bandaríkja-rassar gera....

Talandi um rassa, shit hvað minns er aumur eftir daginn....dont get me wrong.... ;)! Er á kennaranámskeiði þessa helgi að taka Combat....vá hvað það tekur á! Eftir þessi átök er ég fær í Írak! ....just send me in Mr.Bus, ég yrði víst fljótt drepin, þýðir lítið að kýla og sparka út í loftið á móti rifflum:( já, næst á dagskrá er riffla-námskeið.....ég er ekki frá því að ég hafi smitast af amerískum her-auglýsigum hahahahaha......

Jæja ég er svo lúin að ég ætla fara hvíla mig fyrir átök morgundagsins...
P.S NÝJAR MYNDIR frá florida og túttnadjammi á nýárs:)