What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

föstudagur, janúar 07, 2005

Vöknuð til lífsins....

Mín mætt aftur í bloggið...aldrei jafn fersk:) Byrja á því að óska öllum Gleðilegs nýs árs....og afsakið hér um bil mánaðar bloggfrí...það má nú taka sér smá jóla-blogg-frí:)
Maður er komin heim frá Ameríkunni "broker than ever" en samt tveimur pelsum ríkari, er maður þá ekki í þokkalegum málum?;)
Bara næs að skreppa út svona um hávetur en hefði kannski verið betra að fá að nota bikiníið og sólarolíuna meira....meira? eða bara eitthvað yfirhöfuð!! Ekki góð tölfræði að fá tvo sólardaga af sautján...hmmm en maður deyr nú ekki ráðalaus, þar kemur til sögunnar hin stórkostlega afþreying....að versla;) Og ekki er nú skortur af búðum eða vöruúrvali þarna í usa! Endalaust af öllu þarna, tók mig hálftíma að velja mér einn ís í supermarkaðinum...við erum að tala um að ísrekkinn var heill gangur..þetta er náttlega bara til þess að fólk missi sig!.. sem og bandaríkja-rassar gera....

Talandi um rassa, shit hvað minns er aumur eftir daginn....dont get me wrong.... ;)! Er á kennaranámskeiði þessa helgi að taka Combat....vá hvað það tekur á! Eftir þessi átök er ég fær í Írak! ....just send me in Mr.Bus, ég yrði víst fljótt drepin, þýðir lítið að kýla og sparka út í loftið á móti rifflum:( já, næst á dagskrá er riffla-námskeið.....ég er ekki frá því að ég hafi smitast af amerískum her-auglýsigum hahahahaha......

Jæja ég er svo lúin að ég ætla fara hvíla mig fyrir átök morgundagsins...
P.S NÝJAR MYNDIR frá florida og túttnadjammi á nýárs:)