What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, janúar 17, 2005

ummm skemmtileg helgi að baki, má til að segja aðeins frá henni:) Ætla samt fyrst að byrja á því sorglega, kvaddi Helenu á föstudaginn og svo aftur á laugardaginn, en hún er að fara hjúkkast í danaveldi:(

En svo var það matarklúbburinn góði á laugardagskvöldið og það var ekkert smávegis! Í þetta skipti voru það atvinnumennsku-kokkarnir Íris og Sveppi sem fullnægðu bragðlaukunum. Vá... maður er bara komin með magasár yfir næsta skipti....ég er nebbla næst í röðinni, er að spá í að fara horfa á jóa fel og fara glósa eitthvað um kryddjurtir and so on. Svo var náttlega skellt sér í bæjartjútt þar sem við hittum enn fleira fjörugt fólk:)

Hélt ég myndi svo deyja á sunnudeginum úr þynnku, var vakin ræs and sjæn, klukkan 11 eftir 3 tíma svefn og tjáð það að nú skyldi ég dúða mig upp frá toppi til táar því ég væri að fara upp á heiði á snjósleða....uuu ég var nú ekki alveg á því, var varla vöknuð og hvað þá ökuhæf. Þynnkan magnaðist á leiðinni eftir því sem við keyrðum lengra og ég var með pokann tilbúinn í kjöltunni ef allt færi á annan endann. En viti menn um leið og ég var komin upp á fjall og þeystist um á þessum líka mega sleða þá var ég ferskari en ferskleikinn sjálfur. Ég og sleðinn vorum alveg að bonda og frekar svekkt yfir að hann sé ekki bara inní blískúr núna:(
Hópurinn endaði svo kvöldið á Argentínu...uuu er til betri uppskrift af þynnkudegi?