Andarsteik
sælt veri fólkið! djís hvað það er brrrrjálað að gera þessa dagana, svo ég afsaki nú hvað ég er búin að skrifa lítið, en að vera í skóla, kenna 5-6x í viku, flytja og taka að sér aukavinnu gefur bara lítinn tíma afgangs....vildi að það væri hægt að kaupa auka klukkustundir, en þá yrði ég að setja þær á raðgreiðslur;)
Í dag varð ég næstum raðmorðingi! djísús bobby, ég var að keyra á reykjarvíkurveginum on full swing á leiðinni heim úr skólanum (við skulum ekkert tala um hraðann, mar er náttlega á hraðskreyðum bíl;) en þá sé ég allt í einu heila fjölskyldu af gæsum/öndum... vera að trítla yfir veginn bara svona í rólegheitunum. Ég náttlega hemla af miklu afli en það var bíll fyrir aftan mig og hann hefði líklegast bombað aftan á mig ef ég hefði bremsað algjörlega niður...ég hugsaði með mér hvort er meiri fórn ég sem steik eða endur....erfið spurning, en mér sýndist famelían öll hafa sloppið þegar ég leit í bakspegilinn, mesta lagi einn gæsa-bróðirinn fótbrotinn.....nee ég held þau séu öll heil á húfi og örugglega að snæða kvöldverð núna út í móa...i hope:)
Já alltaf gaman af dýrasögum.....en anyway helgin að koma og svona...og maður er alveg í fíling að gera e-d....hvað segja stelpurnar mínar? er stemmari fyrir laugardagskvöldinu...að skála og maske spise sammen?;)
Góða Helgi my darlings
<< Home