What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

föstudagur, júlí 30, 2004

GLEÐILEGA VERSLUNARMANNAHELGI:)
 
Jæja þá er það bara að skella sér norður í hitabeltisloftslag og tjalda... með pensilín og góðan mat og áfengi í hófi:)
Fariði nú varlega öll sömul
smútsí smúts:*

þriðjudagur, júlí 27, 2004

hálsBÓLGA!
 
Já þetta var dýrt grín hjá mér í gær að ég yrði með vatnsbrúsa í hendi um verslunarmannahelgina.....þar sem staðreyndin er sú að þannig verður það:( Fór upp á heilsugæslu í morgun þar sem ég gat varla kingt morgunmatnum, hálsinn var svo bólginn! Doktorinn sagði að ég væri sko með mega strepftococca....og var sett á pensilín *snökt*!!! Þetta er ekki vinsælt fyrir verslunarmannahelgina!usss....

samúðarskeyti afþökkuð...
takk fyrir

mánudagur, júlí 26, 2004

Bloggverkfall og fasteignir....
 
Jæja maður er alveg að skíta á sig að skrifa...suss...Það er bara svo mikið búið að vera gera, sósíal-lífið alveg að fara með mann...haha

Nei, það sem tekur mestan frítíma minn núna og reyndar vinnutíma líka;) eru fasteignir! Er í beinusambandi við mbl.is/fasteignir 24/7! Það er svipað og að opna jólapakka þegar ný fasteign er skráð á sölu, haha já svona getur maður verið klikkaður. En þegar maður er búin að sía allt sem er á markaðnum er gaman að sjá þegar eitthvað nýtt er sett á sölu. Kvensurnar í vinnunni eru orðnar heilaþvegnar með mér í þessu, og ættu nú að fá fálkaorðuna fyrir hjálpsemi því þær eru öflugar í því að kalla á mig ef þær sjá e-d sem þeim lýst vel á, koma með hús og hýbýli í vinnuna og þylja reglur íbúðarlánasjóðs utan að! Ekki má gleyma Maju sem er náttlega superman/woman í fasteignaleitinni ...ég er ekki frá því að við tvær ættum að skella okkur í þennan bransa;)

En nóg um það....í bili;) Versló á næsta leiti og allt óákveðið hvar maður endar. Hættum við Vestmannaeyjar, ég man nánast einungis  eftir fluginu heim í fyrra þar sem ég og klósettið í flugvélinni urðum aðeins of  "close" hmmm...vibba þunn og ...pjúk, held ég þurfi ekki að segja meir! Þess vegna verð ég bara með vatnsbrúsa með klökum og sálmabók í hinni hendinni í ár....*hóst*

Minns er með hálsbólgu dauðans! Ekki beinlínis spennandi að fara til læknis og komast kannski að því að maður sé með strepftókokka (hvurnig í fjand....er þetta skrifað) rétt fyrir verslunarmannahelgina! Það yrði ekki vinsælt:(
jæja, ætla hita te fyrir hálsbólgínu:)

föstudagur, júlí 16, 2004

Weekend;)

Jæja þá er helgin bara skollin á ...i love it:*
Það er bara önnur útilega...so long
P.S. NÝJAR MYNDIR:)

þriðjudagur, júlí 13, 2004

*atttjssssú*

Þetta heyrist á fimm mínútna fresti hér á bæ....heilsan ekki alveg upp á það besta! Er með bullandi kvef og er að tjúllast úr ofnæmi. Ekki skrýtið þar sem frjókornin mældust mest bara frá upphafi mannkyns í seinustu viku...Þar af leiðandi er ég með rautt nef einsog Rúdolf og augun eins og lekandi krani....kellurnar í vinnunni halda örugglega að ég sé eitthvað keis því það er bara eins og maður sé grenjandi allan daginn!
Heilsunni fór að hraka eftir helgina....merki um það að ég sé orðin of gömul fyrir tveggja daga djamm:/

Kíktum í svínasúpu-partý á föstudag, skiptum svo um gír og skelltum okkur norður á landsmót á laugardaginn. Hitti loksins Æðstutúttu:) En hún var að vinna eins og brjálæðingur alla helgina þannig að þegar hún loksins kláraði vaktina sína þurfti hún varla meira en einn öl til að koma sér af stað. Og þá byrjuðu hamfarirnar....nei ótrúlegt en satt þá var túttan bara róleg, held að sveitasælan sé búin að gelda hana;)Skelltum okkur á Stuðmannaball og þar var allur bærinn mættur í reiðhöllina, eftir það héldum við aftur í downtown sauðárkrókur, og viti menn algjör snilld að bakaríið var opið 24/7! og þá er voðinn vís....enda lauk kvöldinu með því að ostakaka var keypt en þegar við ætluðum að fara gúffa henni í okkur var hún frosin....en ekkert sem örbylgjuofn getur ekki reddað;)
jæja farin að sneeza *astjú*

föstudagur, júlí 09, 2004

fúfff......
Fyrirgefðu elsku blogg að ég er búin að vanrækja þig:( En þessi vika var mjög fljót að líða, tíminn bara flýgur, brjáluð vika og brjálað að gera í vinnunni!! Sem sagt allt kreisý:)
Fór á forsýninguna á Hárinu á miðvikudaginn og ekki hægt að segja annað en þetta er stórglæsileg sýning, allavega fyrir svona söngfugla eins og mig;) Alveg geggjuð söngatriði þar á ferð, Sverrir Bergmann mjög góður, Selma söng eins og engill og allur söngur til fyrirmyndar:) Sem sagt flott sýning.
Í gær átti dúddinn minn afmæli og skelltum við okkur út að borða og átum á okkur gat:)
Í kvöld ætlum við svo að halda áfram að þenja mallann og fara í grill til Sveppa og Írisar og beint þaðan í Svínasúpu-lokapartý. Stíft prógramm því við verðum að vakna super fersk á laugardaginn og bruna á krókinn þar sem ég fæ loksins að hitta ÆÐSTUTÚTTU.....muniði?? þessi háværa og brjálaða sem ég var einu sinni alltaf að skrifa um...;) þá voru nú sögurnar meira krassandi...hehe
Við erum búnar að ákveða að skella okkur á Stuðmannaball.....þetta er sko allt under control;)
Sjáum til eftir helgi hvort ég geti ekki þulið upp eitthvað krassandi eftir að hafa verið eina helgi hjá Æðstutúttu;) Aldrei lognmolla þar á bæ:)
Góða helgi ...smútsí smúts*

mánudagur, júlí 05, 2004

jæja þá er það bara gleðilegur mánudagur...ooo maður er alltaf svo ferskur á mánudögum;)Getur stundum verið askoti erfitt að reyna móta bros á mánudagsmorgni þegar maður er að mæta í vinnuna.....
Útilegan gekk áfallalaust fyrir sig eða reyndar kom upp eitt moment þar sem Auddi hélt að hann hefði týnt einni botsja-kúlunni sinni og þá hélt ég að hann myndi pakka saman og bruna í bæinn, en honum til mikillar gleði þá fannst hún undir bíl;) Er alveg komin með það á hreint að þessi leikur er skapaður fyrir karlmenn...þar sem þeir geta setið á rassinum, drukkið bjór og þurfa ekki að hreyfa sig! hmmmm:)
Það voru allar aðalmanneskjurnar mættar á svæðið Haddý, Dæja, Maja & Gunni og litla sæta snúllan þeirra, Binni og Tobba og svo 200 fleiri ættingjar....gleymdi að minnast á það að þetta var ættarmót;)
Tók einhverjar myndir og set þær inn í vikunni...

fimmtudagur, júlí 01, 2004

HJÁLP!!

Jæja nú er fresturinn minn nr. 200 til þess að ákveða mig hvorn skólann að renna út á morgun......og hvað haldiði ...ungfrú óákveðin er náttlega ekki búin að ákveða sig!!Grrr ég myndi sparka í rassinn á sjálfrimér ef ég gæti það:( Guð hefur ekkert látið í sér heyra....held ég þurfi að ganga í krossinn til að heyra betur í honum....;)

Fyrir utan skóla-dramað er það helst að frétta að það er ÚTILEGA um helgina....djí hvað ég hlakka til að komast út úr bænum:) Bara skella sér í gallann og vera sveitó....anda að sér náttúruilminum......og vakna svo um nóttina í gróðurofnæmis-kasti, en það er bara aukaatriði;) Fór í dag og keypti glæsilegan lazy-boy útileigustól með haldi fyrir bjórinn og alles...maður verður ekki fullbúnari en það:)

jæja best að fara reyna taka ákvörðun svona til tilbreytingar....úffff
ungfrú óákveðin biður að heilsa að sinni