fúfff......
Fyrirgefðu elsku blogg að ég er búin að vanrækja þig:( En þessi vika var mjög fljót að líða, tíminn bara flýgur, brjáluð vika og brjálað að gera í vinnunni!! Sem sagt allt kreisý:)
Fór á forsýninguna á Hárinu á miðvikudaginn og ekki hægt að segja annað en þetta er stórglæsileg sýning, allavega fyrir svona söngfugla eins og mig;) Alveg geggjuð söngatriði þar á ferð, Sverrir Bergmann mjög góður, Selma söng eins og engill og allur söngur til fyrirmyndar:) Sem sagt flott sýning.
Í gær átti dúddinn minn afmæli og skelltum við okkur út að borða og átum á okkur gat:)
Í kvöld ætlum við svo að halda áfram að þenja mallann og fara í grill til Sveppa og Írisar og beint þaðan í Svínasúpu-lokapartý. Stíft prógramm því við verðum að vakna super fersk á laugardaginn og bruna á krókinn þar sem ég fæ loksins að hitta ÆÐSTUTÚTTU.....muniði?? þessi háværa og brjálaða sem ég var einu sinni alltaf að skrifa um...;) þá voru nú sögurnar meira krassandi...hehe
Við erum búnar að ákveða að skella okkur á Stuðmannaball.....þetta er sko allt under control;)
Sjáum til eftir helgi hvort ég geti ekki þulið upp eitthvað krassandi eftir að hafa verið eina helgi hjá Æðstutúttu;) Aldrei lognmolla þar á bæ:)
Góða helgi ...smútsí smúts*
<< Home