What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, júlí 13, 2004

*atttjssssú*

Þetta heyrist á fimm mínútna fresti hér á bæ....heilsan ekki alveg upp á það besta! Er með bullandi kvef og er að tjúllast úr ofnæmi. Ekki skrýtið þar sem frjókornin mældust mest bara frá upphafi mannkyns í seinustu viku...Þar af leiðandi er ég með rautt nef einsog Rúdolf og augun eins og lekandi krani....kellurnar í vinnunni halda örugglega að ég sé eitthvað keis því það er bara eins og maður sé grenjandi allan daginn!
Heilsunni fór að hraka eftir helgina....merki um það að ég sé orðin of gömul fyrir tveggja daga djamm:/

Kíktum í svínasúpu-partý á föstudag, skiptum svo um gír og skelltum okkur norður á landsmót á laugardaginn. Hitti loksins Æðstutúttu:) En hún var að vinna eins og brjálæðingur alla helgina þannig að þegar hún loksins kláraði vaktina sína þurfti hún varla meira en einn öl til að koma sér af stað. Og þá byrjuðu hamfarirnar....nei ótrúlegt en satt þá var túttan bara róleg, held að sveitasælan sé búin að gelda hana;)Skelltum okkur á Stuðmannaball og þar var allur bærinn mættur í reiðhöllina, eftir það héldum við aftur í downtown sauðárkrókur, og viti menn algjör snilld að bakaríið var opið 24/7! og þá er voðinn vís....enda lauk kvöldinu með því að ostakaka var keypt en þegar við ætluðum að fara gúffa henni í okkur var hún frosin....en ekkert sem örbylgjuofn getur ekki reddað;)
jæja farin að sneeza *astjú*