fimmtudagur, júní 12, 2008
Spænsk prófa-vertíð, oldie og klakinn framundan...
Sælinú
Það er frekar súr stemming hér á bæ.....það er prófatörn í gangi og þar sem að íbúðin okkar er á við einn fermeter má heyra andardráttinn hennar Rannveigar í eyranu mínu við lestrarborðið okkar...sem nota bene er einnig borðstofuborðið okkar, -matarborðið okkar og - stofuborðið okkar....talandi um góða nýtingu...
Ég held ég geti sagt að ég sé komin með svartabeltið í þýðingum, var í prófi í alþjóðlegum lausafjárkauparétti í dag og var þýðandi eins og "lúnitikk" spænsku- ensku- og að lokum yfir á íslensku....komin með blöðrur á puttana ég er búin að fletta svo miklu upp.....annars vil ég enn og aftur senda slumm koss til google-translator.....langar helst að senda þeim blóm, þeim sem eru þarna bak við tölvuna að þýða fyrir mig....
Helst í fréttum er að ég átti afmæli á laugardaginn...takk fyrir afmæliskveðjurnar allir saman....og þið megið skammast ykkar þeir sem gleymdu! En þetta var frekar skrítinn afmælisdagur og ekkert rosalega "afmælislegur"..... Hann hófst þannig að ég vaknaði (frekar þunn þar sem við fórum út kvöldinu áður því það var seinasta kvöldið hennar Þóreyjar) svo fórum við með Þórey upp á lestarstöð og kvöddum hana....það var frekar sad og ég og Rannveig stóðum tvær eftir...þunnar og vonlausar....en til að gera gott úr deginum ákváðum við að njóta góða veðursins og fara í sundlaug sem átti að vera í Casa de Campo, gott og vel við tókum lest þangað sem var dágóður spölur, þegar við komum þangað var auðvitað engin sundlaug þar heldur var hún annarsstaðar. Þegar við komum úr lestinni var einnig búið að draga fyrir og hlussu ský beint fyrir ofan hausinn á okkur. Við ákváðum að planta okkur bara í garðinn sem er í Casa de Campo ...fyrst við vorum komnar alla þessa leið, í von um að skýið stóra myndi fara.....
just my sunny luck!Casa de Campo er mjög stór garður sem er í raun "villtur" ...sem sagt gróðurinn og allt það....anyways...þá röltum við eitthvað áleiðis til að finna okkur einhvern stað til að setjast á....þegar við erum á röltinu sé ég mann ....og hann sér mig......og hann girðir niður um sig......og ég sé það.....og hann sér að ég sé það....og hann byrjar að RÚNKA sér......og veifar okkur áleiðinni! WTF.....þetta var aldeils suprise birthday-present ...svona líka í beinni.....við tókum stóra U-beygju þar sem hann hafði augljóslega sært blygðunarkennd okkar og afmælisdaginn minn....
Suprise! rúnkari framundan.....Restin af deginum fólst í því að reyna elta sólina...sem vildi ekki sjá mig...og svo í rólegheit þar sem próf voru næst á dagskrá.....þannig að mig sárlega vantar afmælisknús þegar ég kem heim :( Vinsamlegast takið númer og standið í biðröð fyrir utan Bakkaflöt 4
orðin gömul tjelling í Madrid...Nú er dvölin bara að enda hérna í Madrid....snökt snökt....ég trúi ekki hvað þetta er búið að vera fljótt að líða og endalaust skemmtilegt....okei ég er ekki að fara taka Titanic-drama á þetta en það verður samt leiðinlegt að fara, ég ætla fara á smá óákveðið ferða-flakk í næstu viku og kem svo heim þann 20. júní
Í ljósi þess að ég er atvinnulaus, peningalaus, karlmannslaus, bíllaus og íbúðarlaus þá auglýsi ég hér með eftir stuðningsfulltrúa....en ég bugast ekki því ég er með gleði í hjarta...... er það ekki það sem skiptir máli.....kannski ekki í verðbólgu dauðans á Íslandi....eeeeeeeeeeehhhhh
Jæja aftur í ljótu bækurnar....
muchos knúsos!!
Lils
miðvikudagur, maí 21, 2008
Muchas Cosas....
Jæææææææææææja
Nóg búið að vera á dagskrá hérna undanfarið og stemmingin í Colegiata 11 er bara nokkuð góð, nema hvað að það var að renna upp fyrir mér að ég á bara um það bil nokkrar vikur eftir hérna!! Prófin eru að skella á ....og jáhhh ég finn bara kúkalykt þegar ég hugsa um það.....
Það sem er helst í fréttum er það að við Rannsa skelltum okkur á Real Madrid v. Barcelona hér um daginn ...ehhh kannski ekki daginn meira svona fyrir mánuði...og plöntuðum okkur innan trilljón geðbilaðra fótbóltabullna....sem voru í þokkabót allar spænskar, karlkyns, háværir og fullir.....við pössuðum okkur að vera mjög dannaðar og peppa ekki okkar lið (Barcelona) áfram...allavega ekki upphátt...langar að lifa lengur skiljiði...en þegar staðan var 4-0 fyrir Real...og við í þeirra heimaborg, var orðið erfitt að gera annað en að svíkja lit. Real vann 4-1 og allt varð vitlaust...
Síðan að mamma og pabbi fóru (sem var nota bene 5. maí) er búið að RIGNA OG RIGNA....og bara kuldi! Og svo þegar við stelpurnar ætlum að taka til í okkar brúnku-málum og ákveðum að skella okkur með Erasmus í eyjaleiðingur til Ibiza og Fornmentera þá upplifðum við köldustu daga á Ibiza sem sögur fara af.......með sprenghlaðnar töskur af bikiníum, hlýrabolum og kjólum ....urðum við að klæða okkur í nokkur lög af þessum pjötlum til að halda hita á okkur! En viti menn við lágum nú ekki í volæði yfir þessu (jú reyndar...drukkum bara í staðinn) og overall skemmtum við okkur vel ....eins og myndirnar gefa til kynna.....
Gott "tanningsession" eftir djamm....þórey dauð og ég sé ekki fyrir sólinni....
Um leið og ég kom heim frá Ibiza hélt gleðin áfram.....Laufey kom í heimsókn og það var mjööög skemmtilegt "reunion". Ég tók Sky í mini-tour um borgina, smá sjopping, tjútt og reyndi að koma henni í kynni við spænska karlpeninginn.....ljósa faxið hennar gerði það reyndar að verkum að Ísland þarf varla neina kynningu framar í þessari borg.....eitthvað heillaði hún eldri mennina og áður en ég vissi af var komið "afa-fiesta" í kringum okkur...Sky gafst svo upp á athyglinni og tók tryllinginn á þetta og við létum okkur hverfa....muha
Á leiðinni heim af djamminu þá tókumst við á við 500.23214.123123 tröppurnar sem liggja upp að íbúðinni minni (bara svona skjóta því inn þá er lyftan búin að vera tilbúin síðan í mars...það þarf bara einn gaur hjá einhverju eftirliti til að skrifa undir að hún sé reddý og þá er málið dautt.......EN þetta er Spánn...það má búsast við því á næstu ljósöld) anyways...þetta var frekar "challenging" að koma sér upp tröppurnar og við þurftum að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni til að anda, hlæja, drepast, teygja á, og taka myndir....gleðin leynir sér ekki.....
En nú er öll gleði búin í bili og prófin að fara skella á.....ég var að fá að vita það í gær að ég tek þrjú próf....ég er sem sagt í einu fagi sem er samkeppnisréttur innan Evrópusambandsins og hef mætt í allan vetur (más o menos ...heh) og sitið og látið ljós mitt skína...sem sagt steinhaldið kjafti og brosað fallega með björtum áhugasömum augum....því ég hef ekkert annað til málana að leggja.....very sad....
Anyways...þá mætti ég í tíma seinasta mánudag og þá voru ALLIR mættir sem gerist mjög sjaldan ...og ALLIR með þykkar möppur með möööööörgum blaðsíðum....og í ljósi þess að fólk mætir vanalega bara með blað og blýant (nopes...enginn með lapparann með sér...mjög tæknivætt lið) þá fékk ég kaldan svita þar sem ég áttaði mig á því að þetta var greinilega eitthvað mikilfenglegt skilaverkefni sem ég hafði ekki gert!
En ég var víst ekki ein með kúkinn upp á bak því Isabelle (franska skiptinema-vinkona mín) hafði ekki náð þessu með þetta skilaverkefni og var eitt spurningamerki í framan. Því fórum við eins og kúkalabbar eftir tíma og töluðum við kennarann og spurðum hvenær í ósköpunum hann hefði sett þetta fyrir og um hvað í þetta væri....hann sagðist "oft" hafa talað um þetta í tíma.....sem sýnir bara hversu góð í spænsku ég er !!!! En hann féllst á það að gefa okkur viku til að skila þessu lokaverkefni.....Ég og Isabelle sökktum okkur þar af leiðandi í heimildavinnu og orðabækur og guð má vita hvað.....ég vil hér með þakka google-translator fyrir frábært framlag...án þeirra væri ég ekkert! anyways við fengum 7 fyrir ritgerðina á SPÆNSKU sem fjallaði um hvaða breytingar reglugerð 1/2003 hafði í för með sér og þar af leiðandi þarf ég ekki að fara í lokaprófið..........muy bien!!! Isabelle var svo ánægð með árangurinn að hún heitir isabelle 7 á msn núna.....töff
Jæja ég á að vera læra.....vamos vamos.....
ég verð sem sagt komin heim á klakann fyrr en síðar ;) býst við góðum móttökum á Leifsstöð
knúsos í bili
fimmtudagur, maí 08, 2008
QUE CALOR!
já já ég er alveg að kúka á mig hérna í bloggfærslunum.....það er bara búið að vera soldið mikið að gera og bara of gaman til þess að sitja inni við tölvuna að blogga....
Það er soldið síðan ég hef látið vita af mér þannig að ég ætla reyna rifja upp það helsta sem hefur verið á dagskrá hérna í Madrid....
Ég ætla byrja á því leiðinlegasta....sjúkrasögunni....ég og mallakúturinn minn erum ekki vinir... ég veiktist um daginn (eða það er nú komið soldið síðan ....þar sem ég hef ekki verið sú besta að skrifa hérna inn...) og var bara með gubbuna alla nóttina og í krampaköstum ...og endaði á að fá "my famous" bráðaofnæmi....sem enginn getur útskýrt af hverju ég fæ, né hvaða fæða það er sem veldur því!.....anyways...þá var ég ein heima um morguninn þegar ég byrjaði að fá útbrotin og sem betur fer var ég með sprautu á mér.....EN ég var ekki alveg í gírnum að fara sprauta mig ein þar sem að síðasta skipti sem ég sprautaði mig ...tjahhhh fór ekki svo vel....snéri sprautunni öfugt og í staðinn fyrir að fara í lærið á mér fór hún í gegnum þumalputta.....nææææs!
Þannig að ég ákvað að hringja í stelpurnar og athuga hvort þær væru á leiðinni heim og gætu kannski smellt bara sprautunni í lærið fyrir mig (wishful thinking)....þar sem að ég var engan veginn að finna út hvernig hún átti að snúa þar sem að leiðbeiningarnar voru á dönsku (hvað er það? að hafa leiðbeiningar á formal dönsku á bráðaofnæmissprautu fyrir fólk sem getur drepist ef það fer að reyna kryfja dönskuna!!?)
Stelpurnar voru á leiðinni heim úr skólanum og stuttu seinna....ég var alveg tilbúin með lærið og sprautuna....svo horfðu þær bara á mig eins og ég væri nutcase....og ég var búin að gleyma því að það líður yfir Þórey ef hún sér blóð! Áður en ég kafnaði lét ég verða af því og sprautaði mig í lærið....og þetta lagaðist strax.....þetta hefði örugglega verið gott atriði í bráðamótökunni ER..þetta var eins og sirkús hérna....en þetta hafðist ......svo var næsta mál á dagskrá að fara upp á spítala og fá aðra eins sprautu...og já ég ætla ekkert að fara frekar út í það en við skulum bara segja að það hafi reynt mikið á þolinmæði, leikræna hæfileika og orðabókina....og "nei doks espanjól þú mátt ekki taka mig í neinar rannsóknir gracias"
Ég get státað mig af því að vera komin með svarta beltið sem Madrid "guide". Búin að fá nokkrar heimsóknir undanfarið og þær hafa allar heppnast þvílíkt vel. Ragga kom þar seinustu helgi og það var algjör "görlí" helgi, við fórum að sjoppa...eða meira svona Ragga fór að sjoppa og ég var hvetjarinn ;) Svo var farið út að borða á mjög flottan stað sem heitir "the fish club" svona nýr og frekar trendy staður.....nema hvað það var voða flottir plasma skjáir út um allt með svona sjávarlífsmynbandi.....í myndbandinu voru lifrur að klekjast, rækjur að gera það osfrv. þetta olli því að Rannveigu var hálfflökurt allan tímann og reyndi að horfa sem mest niður á diskinn sinn......svo skelltum við okkur á Buddah-bar....sem er rosa flottur staður aðeins fyrir utan Madrid og það var búið að segja okkur að þetta væri "the place to be"..., við mættum á rauða dregilinn þar og pöntuðum borð en það rann upp fyrir okkur stuttu síðar að við vorum að lækka meðalaldurinn þarna inni um nokkuð mörg ár.....þetta voru bara karlar með gráa fiðringinn og með escort dömur ...takk fyrir góðan daginn....var að spá í að ná mér í einhver sambönd þarna inni þar sem ég er orðin þokkalega blönk hérna úti...en stelpurnar voru eitthvað að flýta sér út þannig að ég geymdi það....Því næst hoppuðum við upp í leigara og fórum á Pacha klúbbinn hérna og dönsuðum af okkur bossana ásamt hóp af 60 ára gömlum körlum....veit ekki hvort það hafi verið eitthvað "afa-þema" þessa helgi í Madrid....gamlir pungar út um allt!
Því næst komu mis padres...mamma og pabbi komu seinustu helgi og það var alveg lovely að fá þau! Þau fengu þvílíka sumarveðrið, það var sól og 26 stiga hiti allan tímann, við spókuðum okkur út um alla borg...greyið þau fóru frá mér með blöðrur og hælsæri dauðans....maður er orðinn svo mikill göngugarpur ....ég var reyndar ekki svo gróf að fara með þau í metró...þau hefðu eflaust fengið menningarsjokk og keypt handa mér vespu og bannað mér að ferðast með útigangsfólkinu...
Talandi um metró .....þá bætist enn í sögusafnið....þannig var það nú um daginn þá var TROÐIÐ í metró ....ekki í fyrsta skipit! ....og þá er ég að tala um andardráttur í eyrað frá næstu manneskju, hressileg svitalykt og kinnin klesst upp við rúðuna.....anyways...þá er ónefnd íslensk stúlka stödd í metróinu þegar hún finnur eitthvað vera harna við bossann hennar....og það fer bara stækkandi og harnandi...fer nettur hrollur um hana og hún vill helst ekki snúa sér við til að fá staðfestingu á því að þetta sé það sem henni grunaði....jú jú mikið rétt vinurinn var að nudda sér upp við hana og fá svona heldur betur mikið úr því..........stúlkunni fannst henni vera mjög svo misboðið ....talandi um að "feeling violated" .....metró gotta love it!
oks komið gott í bili ...orðið aðeins of langt...en ég er með sögur á lager fyrir ykkur.....
ps. vil nýta tækifærið og óska Æðstu túttu ( núna Æðstu mömmu) Hönnu og Antoni til hamingju með litlu prinsessuna...sem ég get ekki beðið eftir að knúsa!
beeeeeeesos
laugardagur, apríl 12, 2008
Buenos días....
Djís lúís...hvað það er langt síðan ég hef skrifað...þessi frammistaða er bara til skammar!
Anyways þá er nóg að gera hérna í Madrid, önnin er meir en hálfnuð og allt á fullu. Veðrið mætti alveg fara taka við sér....en við erum orðnar pínu "desperate" og farnar að smyrja á okkur brúnkukremi til að fá smá hressleika...veðrið er reyndar mjög "skitsó" hérna....einn daginn er 25 stiga hiti og sól...og maður bara grillast á leiðinni í skólann og hvað þá í sveitta metró-inu.....kemur í skólann eins og maður hafi verið að taka hressilegt maraþon...sveitt og fín, svo næsta dag er bara komið íslenskt skítaveður.....whats up with that?! mar spyr sig....En þetta er víst út af því að við erum það norðarlega á Spáni og ekki hægt að treysta á neitt sjortara veður hérna todos los días....
ummm talandi um metró....þetta er náttlega mjög hentugt og góður kostur fyrir allar samgöngur og maður kemst hvert sem er....en liðið þarna er alveg vafasamt á köflum....um daginn var ég í metró og það kemur kona og sest á móti mér....hún byrjar eitthvað að spjalla við mig (ég bara brosti...var ekki alveg að nenna einhverjum spænskum samræðum kl. 8 um morguninn...hugsaði með mér "svona kjelling sjusss it") nei nei þá byrjar mín bara að gráta....ehhh ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að vera....svo byrjar hún bara að GRENJA...(as in very loudly!) og horfir bara á mig og stoppar ekkert! Allir í kring horfðu á mig geðveikt hneykslaðir eins og ég væri besta vinkona hennar og sem tæki ekki einu sinni utan um vinkonu sína til að hugga hana....þegar ég var nú alveg komin með illt í hjartað og ætlaði bara að fara taka utan um greyið þá hringdi síminn hennar og hún hætti að grenja....fjúffff ....og ég var fljót út á næstu stöð......spurning um að taka vasaklútinn með næst...
Við stöllurnar kíktum út á lífið í gær.... "golden boy-ið" okkar Hemmi (sem var skiptinemi á Íslandi) tók okkur á fancy club.....massa flottur staður einhversstaðar út í rassgati...anyways....þá dönsuðum við af okkur bossana....svo er ég að taka mér smá danspásu (aðeins að "cool down") þá tek ég eftir því að það er maður og kona búin að vera mæla mig út í þó nokkurn tíma....og þvílíkt að hvíslast....ég pældi ekkert meir í því og slummaði gloss á mig...þá færa þau sig nær mér og eftir smá stund þá kemur maðurinn og kynnir sig og konuna sína....svo biðst hann afsökunar á þvi hvað þau eru búin að vera horfa á mig, en konunni hans langaði í mig og hann vildi bera það undir mig hvort ég vildi koma heim með þeim........í THREESOME .....muhahhahhahahhahahahhhahha ........ég bara "uuuuu takk fyrir boðið.......... EN ég er bara góð sko" ehhhhh "en gangi ykkur vel samt"
Madrid ....full of suprises ;) hohoho
laugardagur, mars 29, 2008
Jæja þá er ég komin aftur til Madridar:)
Við stoppuðum 4 daga í Alicante og ætluðum svoleiðis aldeilis að "tan-a" okkur ....mættum á ströndina og rifum okkur úr fötunum eins og sannir Íslendingar ...lögðumst niður og svo eftir smá stund vorum við farnar að hjúfra okkur í fósturstellinguna og eftir aðra smá stund vorum við farnar að setja peysu yfir axlirnar og bæta fötum á ....og svo gáfumst við upp......það var frekar chilly á köflum....
Ég ákvað svo á seinustu stundu að skella mér heim í páskasteikina til múttu, stelpurnar voru báðar að fara og flestir krakkarnir í skólanum fóru heim til sín yfir páskana eða fóru að ferðast. Ég ákvað að vera ekkert að segja neinum frá komunni heldur mætti bara suprise beint í 25 ára afmæli hjá Laufey og gaf henni mig í afmælisgjöf :o)
Gerði voða lítið annað heima en að borða góðan mat og slappa af.....mútta sá til þess að ég færi alls ekki svöng aftur út! Svo voru komin tvö ný kríli, hjá Andreu og Mæju. Ég fór og sá litla snúllan hennar Andreu og já bara eitt orð yfir það...múúúúúússsí múúú! Mjög svekkt því ég náði ekki á litlu prinsessuna hennar Mæju EN þegar ég kem heim í sumar þá fer ég í svona "baby-sightseeing" þar sem það verða komin 4 ný börn! :)Við flugum svo heim á þriðjudeginum og vorum lentar í Alicante um 22 leytið....lestin heim til Madrid átti ekki að fara fyrr en 7 um morguninn þannig að ég fékk þá frábæru hugmynd að leigja okkur bara bíl og bruna bara strax yfir til Madridar.....Þórey fór bara að hlæja en eftir að við ræddum um það hvort væri betra að sofa í íbúðinni okkar þessa nóttina eða á sveittu hosteli þá var bílaleigubíllinn málið. Fórum á Avis og tókum eitt stykki af einhverri dós....tókum okkur einnig GPS tæki til að við myndum nú ekki keyra óvart til Portúgal.....Ætluðum að leggja af stað en sáum að GPS tækið var að verða batteríslaust þannig að við snérum við og skiluðum því og fengum nýtt, en viti menn það hlóð sig heldur ekki þannig að þetta var bílinn! Snérum aftur við og skiluðum bílnum og fengum nýjan. Jæja loksins brunuðum við af stað til Madridar, vorum komnar rúmlega fjögur um nóttina. Þegar við komum svo fyrir utan íbúðina okkar (sem er by the way mjög down town) þá sjáum við laust stæði beint fyrir utan íbúðina okkar....nææææs, við förum og borgum í einhvern stöðumælakassa til kl. 11 morguninn eftir.
Svo vöknum við super bjútífúl eftir 4 tíma svefn morguninn eftir og vorum komnar út ca. um 12 leytið. Ég opna útidyrahurðina og sé engan rauðan dósabíl! Það var búið að taka hann .....var ekki alveg viss hvort ég ætti að hlæja eða gráta og var heldur ekki viss hvort honum hefði verið stolið eða hann dreginn í burtu og var heldur ekki viss hvert í anskotanum ég ætti að hringja til að vita hvað varð um bílinn! Endaði á því að hringja í Avis og þeir gáfu mér númerið hjá yfirvöldum sem draga bíla.......Hringdi þangað og þar var hann og við máttum koma og ná í hann og borga brúsann! Ég var SO NOT HAPPY með ástandið. Náðum í bílinn og ég reyndi að brosa mjög fallega til náungans á skrifstofunni og sagði að það hefði ekki verið neitt skylti sem gaf til kynna að ekki mætti leggja ....hann sagði að við hefðum lagt í affermingarstæði....viltu fá bílinn eða ekki? brosið dugði skammt og það breyttist í "urrrr-svip" hjá mér á no time. Náðum í dósina og skiluðum henni ASAP!
Stemming að koma heim!
saludos frá Madrid
laugardagur, mars 15, 2008
Stríð, Barcelona, Alicante...Ísland?
Okei biðst innilegrar afsökunar á hvað ég er búin að vera löt að skrifa eitthvað hérna...en það er bara búið að vera ansi mikið að gera undanfarið.....
Anyways ef ég rifja upp hvað hefur verið að gerast undanfarið þá má nú segja frá því að það voru kosningar hérna á Spáni um daginn....það er allt búið að vera vitlaust fram að því, endalausar mótmælagöngur og skilti hér og þar...þegar ég labbaði í sakleysi mínu heim um daginn þá sé ég að það eru komnir 5 löggubílar, lögreglumenn við öll horn með riffla og skjöld og þyrlur sveimandi yfir svæðið.....ég var að spá í hvort ég hefði misst af einhverju og það væri að koma stríð...allavega þá dreif ég mig inn í íbúð og kveikti á tv til að vita hvað væri í gangi, en sá ekkert....tveim tímum síðar fer ég út og þegar ég opna útidyrahurðina þá er heill hópur af lögreglumönnum að koma hlaupandi niður götuna mína, skjótandi úr byssum, fullt af táragasi og öskur....svo lít ég niður eftir götunni þá er heill her af öskrandi klikkhausum að koma á móti lögreglunni, kastandi drasli og búnir að kveikja í tveimur fánum, búið að kveikja í hraðbankanum og rústa honum.........á þessum tímapunkti var ég orðin nokkuð viss um að þriðja heimstyrjöldin væri hafin........við fengum síðar þær upplýsingar að þetta hafi verið fasistahópur að mótmæla vegna komandi kosninga.....þannig að það er ekki hægt að segja að gatan okkar sé ekki spennandi!
Sömu helgi fórum við að djamma (maður lætur ekki táragas og eldbál stoppa sig hah!) Fórum á stóran skemmtistað niðrí bæ og gott og vel mikið dansað og gaman....svo kom einhver gaur til mín frá Kólembíu og ætlaði eitthvað að vera super næs......ég setti truntu-feisið upp og svaraði honum "sorry dont speak spanish...dont understand u"...og svo "no sorry me and my girlfriends are just here for the weekend, we go back to Iceland tomorrow".. Okei gott og vel hann gafst upp og fór....á mánudaginn mæti ég svo í alþjóðlegan lausafjárkauparétt sem er á spænsku notabene, kem náttlega 5 mín of seint og þegar ég labba inn í tímann sé ég ekki smettið á Kólembíska gaurnum...."ó nó....fokk me" hugsaði ég....hann starði alveg á mig (örugglega mikið að velta því fyrir sér af hverju ég væri ekki farin aftur til íslands og af hverju í fjandanum ég væri í spænskum kúrs ef ég talaði ekki spænsku) ....ég settist aftast og sökk mjög neðarlega í sætið og leið...tjahh já eins og kúk.......
Seinustu helgi fórum við til Barcelona, þetta var erasmus ferð ...ss. allir skiptinemarnir fóru saman. Það sem er gott við að vera erasmus skiptinemi er að það er reynt að hafa allt voða ódýrt og ýmis góð kjör fyrir okkur.....en fyrr má nú rota en dauðrota ....við tókum rútu til Barcelona...sem tók "aðeins" 8 tíma og vorum á hosteli sem var eitt herbergi fyrir 8 manns....rúsínan í pylsuendanum var svo að það voru tvö klósett og tvær sturtur fyrir 30 manns á einni hæð.......not nice! Ég hitti Röggu skvísu og fór með henni í löns og að sjoppa ....hún var svo búin að panta fyrir okkur á geggjuðum stöðum, á fimmtudagskvöldið fórum við á Buddah stað.... svo var tekinn smá dans og Ragga kynnti mig fyrir Ronaldinhio og ég fékk tvo kossa á sitthvora kinnina frá kappanum...en þar sem ég er ekki þekkt fyrir að vera mikil fótboltamanneskja þá vissi ég þó að þetta var gaurinn með stóra brosið;) Fór svo á hostelið í "kosý fangelsisbeddann" ásamt 8 öðrum sveittum manneskjum.....Ragga bauð mér tempúr rúm og sérhæð....en ég sagðist bara ætla vera á hostelinu þar sem stelpurnar og krakkarnir voru jú þar.....en eftir nóttina og sturtuna (með öllum hárunum...íiíííjúú og biðröðum á klóstið) þakkaði ég gott boð og svaf þar næstu tvær nætur.....Við skemmtum okkur konunglega og fórum á fancy pancy staði og dönsuðum af okkur rassana og inn á milli hvíldum við þá í vip´s stúkum....görls næt át for sure;o)
"smá sokkabuxnagrín í gangi"
Núna er ég byrjuð í páskafríi í skólanum sem eru tvær vikur....og ég er stödd í Alicante um þessar mundir....Þórey og Rannveig eru báðar að fara heim til Íslands yfir páskana þannig að það gerir mig eina eftir......flestir krakkarnir í skólanum fara heim til sín yfir páskana eða eru að fara að ferðast.....mamma sagði mér að gjöru svo vel að koma mér heim í páskasteikina til sín....en ég var nú ekki alveg á því þar sem ég hef ekki verið að kljást við neina heimþrá hérna....en mér sýnist líta út fyrir það að ég kíki heim í nokkra daga ....þar sem að sumir skitu á sig sem ætluðu að koma heimsækja mig um páskana en pöntuðu sér aldrei far....hummm nefni engin nöfn.....EN það gæti bara vel verið að ég sjái ykkur um páskana:o)
smútsí
Lilja
föstudagur, febrúar 29, 2008
Mánaðar anniversary!
Jæja í dag er kominn mánuður síðan ég steig upp í vélina og hugsaði með mér "hvað í fjandanum er ég að gera....!?" En þessi mánuður er búin að fljúga áfram og ég geri ráð fyrir því að ég verði komin heim áður en ég veit af! En fyrst að tíminn flýgur .....then I must be havin fun ;)
Skólinn kemur sífellt á óvart.....jáhhhh og það er vægast sagt til orða tekið.....ég ákvað að kíkja í "cafeteríuna" eða matsalinn í skólanum um daginn, labbaði inn og þekkti náttlega engann...mjög töff ehhh....anyways þá sest ég á borð frekar innarlega og fer eitthvað að lesa blaðið meðan ég borða......allt í einu tek ég eftir því að það er einhver kliður í kringum mig og fliss....ég lít upp og sé að strákarnir á borðinu fyrir framan mig eru á fullu að taka myndir af mér með símanum sínum...og ég bara "sælir" með fullan munn að borða......á þessum tímapunkti var ég mjög pirruð að kunna ekki að segja á spænsku" eruði þroskaheftir?".....og þeir voru ekkert að hætta....einn stillti sér upp við hliðin á mér og vinir hans tóku myndir.....þar sem tussulega augnráðið mitt virkaði ekki ákvað ég að fara!
Ég keypti mér kort í ræktina í vikunni....loksins drattaðist ég eftir mánaðar hvíld :) Það er bara fyndið að fara í ræktina hérna, við keyptum nú í ágætis rækt en my gosh....á veggjunum eru "reebok" auglýsingar sem eru af konum með permanet, túperingu, silfur leggings og sundbol yfir....tækin sum hver hef ég bara ekki séð á minni ræktar-ævi.....þau eru örugglega frá 1950 svo er sérstaklega skemmtilegt að sjá miðaldra menn í hjólabuxum og þröngum hlýrabol og í gönguskóm ..... ég skellti mér í lyftingarsalinn um daginn og ég veit ekki hvort það sé bannað fyrir konur að lyfta hérna á Spáni en það var allavega horft á mig eins og ég væri trukkalessa úr norðrinu....
Jæja ekki meir í bili... það var verið að bjóða okkur í sumarbústað á norður Spáni um helgina.....en þar sem ég á að vera gera ritgerð...þá á enn eftir að ákveða hvort af brottför verði :o)
Buen fin de semana a todos! - góða helgi :)