What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

laugardagur, mars 15, 2008


Stríð, Barcelona, Alicante...Ísland?

Okei biðst innilegrar afsökunar á hvað ég er búin að vera löt að skrifa eitthvað hérna...en það er bara búið að vera ansi mikið að gera undanfarið.....

Anyways ef ég rifja upp hvað hefur verið að gerast undanfarið þá má nú segja frá því að það voru kosningar hérna á Spáni um daginn....það er allt búið að vera vitlaust fram að því, endalausar mótmælagöngur og skilti hér og þar...þegar ég labbaði í sakleysi mínu heim um daginn þá sé ég að það eru komnir 5 löggubílar, lögreglumenn við öll horn með riffla og skjöld og þyrlur sveimandi yfir svæðið.....ég var að spá í hvort ég hefði misst af einhverju og það væri að koma stríð...allavega þá dreif ég mig inn í íbúð og kveikti á tv til að vita hvað væri í gangi, en sá ekkert....tveim tímum síðar fer ég út og þegar ég opna útidyrahurðina þá er heill hópur af lögreglumönnum að koma hlaupandi niður götuna mína, skjótandi úr byssum, fullt af táragasi og öskur....svo lít ég niður eftir götunni þá er heill her af öskrandi klikkhausum að koma á móti lögreglunni, kastandi drasli og búnir að kveikja í tveimur fánum, búið að kveikja í hraðbankanum og rústa honum.........á þessum tímapunkti var ég orðin nokkuð viss um að þriðja heimstyrjöldin væri hafin........við fengum síðar þær upplýsingar að þetta hafi verið fasistahópur að mótmæla vegna komandi kosninga.....þannig að það er ekki hægt að segja að gatan okkar sé ekki spennandi!

Sömu helgi fórum við að djamma (maður lætur ekki táragas og eldbál stoppa sig hah!) Fórum á stóran skemmtistað niðrí bæ og gott og vel mikið dansað og gaman....svo kom einhver gaur til mín frá Kólembíu og ætlaði eitthvað að vera super næs......ég setti truntu-feisið upp og svaraði honum "sorry dont speak spanish...dont understand u"...og svo "no sorry me and my girlfriends are just here for the weekend, we go back to Iceland tomorrow".. Okei gott og vel hann gafst upp og fór....á mánudaginn mæti ég svo í alþjóðlegan lausafjárkauparétt sem er á spænsku notabene, kem náttlega 5 mín of seint og þegar ég labba inn í tímann sé ég ekki smettið á Kólembíska gaurnum...."ó nó....fokk me" hugsaði ég....hann starði alveg á mig (örugglega mikið að velta því fyrir sér af hverju ég væri ekki farin aftur til íslands og af hverju í fjandanum ég væri í spænskum kúrs ef ég talaði ekki spænsku) ....ég settist aftast og sökk mjög neðarlega í sætið og leið...tjahh já eins og kúk.......

Seinustu helgi fórum við til Barcelona, þetta var erasmus ferð ...ss. allir skiptinemarnir fóru saman. Það sem er gott við að vera erasmus skiptinemi er að það er reynt að hafa allt voða ódýrt og ýmis góð kjör fyrir okkur.....en fyrr má nú rota en dauðrota ....við tókum rútu til Barcelona...sem tók "aðeins" 8 tíma og vorum á hosteli sem var eitt herbergi fyrir 8 manns....rúsínan í pylsuendanum var svo að það voru tvö klósett og tvær sturtur fyrir 30 manns á einni hæð.......not nice! Ég hitti Röggu skvísu og fór með henni í löns og að sjoppa ....hún var svo búin að panta fyrir okkur á geggjuðum stöðum, á fimmtudagskvöldið fórum við á Buddah stað.... svo var tekinn smá dans og Ragga kynnti mig fyrir Ronaldinhio og ég fékk tvo kossa á sitthvora kinnina frá kappanum...en þar sem ég er ekki þekkt fyrir að vera mikil fótboltamanneskja þá vissi ég þó að þetta var gaurinn með stóra brosið;) Fór svo á hostelið í "kosý fangelsisbeddann" ásamt 8 öðrum sveittum manneskjum.....Ragga bauð mér tempúr rúm og sérhæð....en ég sagðist bara ætla vera á hostelinu þar sem stelpurnar og krakkarnir voru jú þar.....en eftir nóttina og sturtuna (með öllum hárunum...íiíííjúú og biðröðum á klóstið) þakkaði ég gott boð og svaf þar næstu tvær nætur.....Við skemmtum okkur konunglega og fórum á fancy pancy staði og dönsuðum af okkur rassana og inn á milli hvíldum við þá í vip´s stúkum....görls næt át for sure;o)




"smá sokkabuxnagrín í gangi"

Núna er ég byrjuð í páskafríi í skólanum sem eru tvær vikur....og ég er stödd í Alicante um þessar mundir....Þórey og Rannveig eru báðar að fara heim til Íslands yfir páskana þannig að það gerir mig eina eftir......flestir krakkarnir í skólanum fara heim til sín yfir páskana eða eru að fara að ferðast.....mamma sagði mér að gjöru svo vel að koma mér heim í páskasteikina til sín....en ég var nú ekki alveg á því þar sem ég hef ekki verið að kljást við neina heimþrá hérna....en mér sýnist líta út fyrir það að ég kíki heim í nokkra daga ....þar sem að sumir skitu á sig sem ætluðu að koma heimsækja mig um páskana en pöntuðu sér aldrei far....hummm nefni engin nöfn.....EN það gæti bara vel verið að ég sjái ykkur um páskana:o)


smútsí

Lilja