Spænsk prófa-vertíð, oldie og klakinn framundan...
Sælinú
Það er frekar súr stemming hér á bæ.....það er prófatörn í gangi og þar sem að íbúðin okkar er á við einn fermeter má heyra andardráttinn hennar Rannveigar í eyranu mínu við lestrarborðið okkar...sem nota bene er einnig borðstofuborðið okkar, -matarborðið okkar og - stofuborðið okkar....talandi um góða nýtingu...
Ég held ég geti sagt að ég sé komin með svartabeltið í þýðingum, var í prófi í alþjóðlegum lausafjárkauparétti í dag og var þýðandi eins og "lúnitikk" spænsku- ensku- og að lokum yfir á íslensku....komin með blöðrur á puttana ég er búin að fletta svo miklu upp.....annars vil ég enn og aftur senda slumm koss til google-translator.....langar helst að senda þeim blóm, þeim sem eru þarna bak við tölvuna að þýða fyrir mig....
Helst í fréttum er að ég átti afmæli á laugardaginn...takk fyrir afmæliskveðjurnar allir saman....og þið megið skammast ykkar þeir sem gleymdu! En þetta var frekar skrítinn afmælisdagur og ekkert rosalega "afmælislegur"..... Hann hófst þannig að ég vaknaði (frekar þunn þar sem við fórum út kvöldinu áður því það var seinasta kvöldið hennar Þóreyjar) svo fórum við með Þórey upp á lestarstöð og kvöddum hana....það var frekar sad og ég og Rannveig stóðum tvær eftir...þunnar og vonlausar....en til að gera gott úr deginum ákváðum við að njóta góða veðursins og fara í sundlaug sem átti að vera í Casa de Campo, gott og vel við tókum lest þangað sem var dágóður spölur, þegar við komum þangað var auðvitað engin sundlaug þar heldur var hún annarsstaðar. Þegar við komum úr lestinni var einnig búið að draga fyrir og hlussu ský beint fyrir ofan hausinn á okkur. Við ákváðum að planta okkur bara í garðinn sem er í Casa de Campo ...fyrst við vorum komnar alla þessa leið, í von um að skýið stóra myndi fara.....
just my sunny luck!Casa de Campo er mjög stór garður sem er í raun "villtur" ...sem sagt gróðurinn og allt það....anyways...þá röltum við eitthvað áleiðis til að finna okkur einhvern stað til að setjast á....þegar við erum á röltinu sé ég mann ....og hann sér mig......og hann girðir niður um sig......og ég sé það.....og hann sér að ég sé það....og hann byrjar að RÚNKA sér......og veifar okkur áleiðinni! WTF.....þetta var aldeils suprise birthday-present ...svona líka í beinni.....við tókum stóra U-beygju þar sem hann hafði augljóslega sært blygðunarkennd okkar og afmælisdaginn minn....
Suprise! rúnkari framundan.....Restin af deginum fólst í því að reyna elta sólina...sem vildi ekki sjá mig...og svo í rólegheit þar sem próf voru næst á dagskrá.....þannig að mig sárlega vantar afmælisknús þegar ég kem heim :( Vinsamlegast takið númer og standið í biðröð fyrir utan Bakkaflöt 4
orðin gömul tjelling í Madrid...Nú er dvölin bara að enda hérna í Madrid....snökt snökt....ég trúi ekki hvað þetta er búið að vera fljótt að líða og endalaust skemmtilegt....okei ég er ekki að fara taka Titanic-drama á þetta en það verður samt leiðinlegt að fara, ég ætla fara á smá óákveðið ferða-flakk í næstu viku og kem svo heim þann 20. júní
Í ljósi þess að ég er atvinnulaus, peningalaus, karlmannslaus, bíllaus og íbúðarlaus þá auglýsi ég hér með eftir stuðningsfulltrúa....en ég bugast ekki því ég er með gleði í hjarta...... er það ekki það sem skiptir máli.....kannski ekki í verðbólgu dauðans á Íslandi....eeeeeeeeeeehhhhh
Jæja aftur í ljótu bækurnar....
muchos knúsos!!
Lils
<< Home