What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, mars 29, 2007

Helsta í fréttum.....



Það er að koma helgi og ég er rétt svo að ná mér eftir seinustu. Kíkti á Gus Gus tónleikana á Nasa með Laufey sky og það var mjög gaman. Reyndar undir lokin var þetta orðinn voða "gjörningur" upp á sviði og 98% af liðinu þarna inni var artí lið (svona sem fer upp á Kárahnjúka að mótmæla og saumar peysurnar sínar sjálf) og þar af leiðandi leið mér eins og ég væri pínu frík...ég er náttlega svo extra-ordinary person ;) Svo tók sunnudagsþynnkan við ....ég er klárlega ekki jafn ung og þróttmikil og ég var á árum áður...þá vaknaði maður eftir tjútt bara "looking bjúúúútíful"núna er maður bara eins og lestarslys! En það besta sem ég veit í þynnku er að fara í sund....ahhhh bara liggja í vatni, veit ekki hvað þetta er en ég hef kenningu um að líkamanum finnist hann vera ofþorna eftir svona áfengistörn, þar sem búsið eyðir svo mikið af vítamínum í líkamanum......



Ok nóg um Einstein kenningarnar mínar. Nú er bara smátterí eftir af skólanum, útskrift í júní og ég er ennþá djobb-hunting ...það vill mig enginn! story of my life....haha depressing gella ;) Ef allt fer á versta veg þá er náttlega alltaf Bónus hérna fyrir neðan mig, farin að kannast ágætlega við mig þar....



Á mánudaginn er Risaspinning í Sporthúsinu, klukkutími, byrjar klukkan 18, verður rosa stuð....STELPUR MÆTA! gott að hrista rassinn aðeins fyrir páskaeggið;) Við verðum þrjár með tímann, happadrætti og alles :o)Talandi um ræktina....hvað gerir maður þegar það kemur heilt fótboltalið inn í teygjusalinn þegar maður er á fullu að gera rassaæfingar ( á fjórum fótum eins og belja) og einn segir " svona æfingar finnst mér svo skemmtilegt að horfa á" ....uhhh hægir aðeins á æfingunni á meðan þú pælir hvort þú eigir alveg að hætta og hlaupa út grenjandi með geðveikan fitumóral eða halda áfram að spenna bossann alla leið, og taka Ágústu Johnson á þetta..............ég sagði bara við viðkomandi að hann ætti að fara íhuga sjálfur svona æfingar, ekki veitti af ......

Ég á góðum degi......

laugardagur, mars 17, 2007

I feel like dancin.....


Vúúha.... loksins fær stelpan að taka út dansskónna í kvöld, við löffapíurnar ætlum að gera okkur glaðan dag og elda saman og sötra "smá" ;)


Í tilefni af því var bakin mama falið að sjá um matinn, send í búðina að kaupa inn og auðvitað varð svínabúðin fyrir valinu. "Bónus is the place to be " ef þig langar að lyfta þér aðeins upp....ég lendi iðulega í frekar steiktum atvikum þar á bæ. Nú seinast þegar ég skellti mér í Mr. Pig þá kom ég á kassann og lítill fermingarstelpa "dúddaði" dótið í gegn þegar hún var svo búin að öllu tjáði hún mér að herlegheitin kostuðu 9005 kr. ollrætí ég lét hana hafa pening og sagði svo að ég ætti 5 kr. því ég nennti ekki að fá klinkið tilbaka........þá kom aðeins á ungstirnið...."jáhh uhh okei....horfði á peninginn og horfði svo á mig soldið "confused" og spurði " skrifar maður níuþúsund og fimm krónur ekki : níu - núll - núll og svo fimm í tölum?" humm jú mikið rétt svaraði ég (stjarneðlisfræðingurinn sjálfur).


Æjjhhh soldið sætt..en samt

já þetta getur verið soldið flókið....

þriðjudagur, mars 13, 2007


okei okei.....


Ég varð ekki eftir í rauða hverfinu í Amsterdam...hinsvegar var ég föst í rúminu nánast ALLA ferðina ...og nei ég var ekki að vinna mér inn vasapening ho ho ho heldur varð ég veik, fékk bullandi hita og beinverki....frábært að taka flug til Amsterdam til þess að liggja í hótelrúmmi allan tímann....náði hinsvegar að fara út að borða seinasta kvöldið og kíkja í rauða hverfið sem var mjög skemmtilegt...mjög hvetjandi starfsumhverfi..úfff...


Fjörið hélt áfram því vikuna eftir að ég kom heim þá fór mallakúturinn á hvolf sem endaði með ferð uppá slysó með bráðaofnæmi! Þannig að það er búið að vera fjör á þessum bæ.....;) Maður er samt alveg búin að tjasla sér saman og allt í gúddí :o)


og by the way...ólukkan hefur eitthvað verið að elta mig því á árshátíðinni var poka með kjólnum mínum stolið ásamt skóm...þannig ef þið sjáið einhvern í þessum þá megiði endilega yfirheyra viðkomandi (helst kýla hana í magann, brjóta hnéskelina og rífa hana úr honum) þar sem það komu mjöööög fáir svona kjólar í Karen Millen, og mér þótti svo vænt um þennan kjól ....hver gerir svona...?hverjum langar að klæðast stolnum kjól frá einhverjum öðrum :(



Nú er það helsta á dagskrá að leita sér að sömmerdjobbi....ég er ýkt góð skúringakona ..spread the word out....Nei annars er ég frekar hugmyndasnauð hvar maður á að pota umsókn inn....allar hugmyndir vel þegnar:) Langar samt helst að fara í sjálfboðastarf eða eitthvað hinumegin á hnöttinn...veit ekki hvaðan ég fæ öll þessi ferðafiðrildi í magann en það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt:)
chao for now...
Lilja