What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, mars 13, 2007


okei okei.....


Ég varð ekki eftir í rauða hverfinu í Amsterdam...hinsvegar var ég föst í rúminu nánast ALLA ferðina ...og nei ég var ekki að vinna mér inn vasapening ho ho ho heldur varð ég veik, fékk bullandi hita og beinverki....frábært að taka flug til Amsterdam til þess að liggja í hótelrúmmi allan tímann....náði hinsvegar að fara út að borða seinasta kvöldið og kíkja í rauða hverfið sem var mjög skemmtilegt...mjög hvetjandi starfsumhverfi..úfff...


Fjörið hélt áfram því vikuna eftir að ég kom heim þá fór mallakúturinn á hvolf sem endaði með ferð uppá slysó með bráðaofnæmi! Þannig að það er búið að vera fjör á þessum bæ.....;) Maður er samt alveg búin að tjasla sér saman og allt í gúddí :o)


og by the way...ólukkan hefur eitthvað verið að elta mig því á árshátíðinni var poka með kjólnum mínum stolið ásamt skóm...þannig ef þið sjáið einhvern í þessum þá megiði endilega yfirheyra viðkomandi (helst kýla hana í magann, brjóta hnéskelina og rífa hana úr honum) þar sem það komu mjöööög fáir svona kjólar í Karen Millen, og mér þótti svo vænt um þennan kjól ....hver gerir svona...?hverjum langar að klæðast stolnum kjól frá einhverjum öðrum :(



Nú er það helsta á dagskrá að leita sér að sömmerdjobbi....ég er ýkt góð skúringakona ..spread the word out....Nei annars er ég frekar hugmyndasnauð hvar maður á að pota umsókn inn....allar hugmyndir vel þegnar:) Langar samt helst að fara í sjálfboðastarf eða eitthvað hinumegin á hnöttinn...veit ekki hvaðan ég fæ öll þessi ferðafiðrildi í magann en það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt:)
chao for now...
Lilja