What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

laugardagur, mars 17, 2007

I feel like dancin.....


Vúúha.... loksins fær stelpan að taka út dansskónna í kvöld, við löffapíurnar ætlum að gera okkur glaðan dag og elda saman og sötra "smá" ;)


Í tilefni af því var bakin mama falið að sjá um matinn, send í búðina að kaupa inn og auðvitað varð svínabúðin fyrir valinu. "Bónus is the place to be " ef þig langar að lyfta þér aðeins upp....ég lendi iðulega í frekar steiktum atvikum þar á bæ. Nú seinast þegar ég skellti mér í Mr. Pig þá kom ég á kassann og lítill fermingarstelpa "dúddaði" dótið í gegn þegar hún var svo búin að öllu tjáði hún mér að herlegheitin kostuðu 9005 kr. ollrætí ég lét hana hafa pening og sagði svo að ég ætti 5 kr. því ég nennti ekki að fá klinkið tilbaka........þá kom aðeins á ungstirnið...."jáhh uhh okei....horfði á peninginn og horfði svo á mig soldið "confused" og spurði " skrifar maður níuþúsund og fimm krónur ekki : níu - núll - núll og svo fimm í tölum?" humm jú mikið rétt svaraði ég (stjarneðlisfræðingurinn sjálfur).


Æjjhhh soldið sætt..en samt

já þetta getur verið soldið flókið....