What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

jaahá!

Jæja prófamyglan stendur sem hæst þessa dagana, en eins og ég sagði frá kíkti ég á Stellu sys keppa í Ford síðastliðinn laugardag. Hún var algjört bjútí og ekkert smá tignarleg þarna á sviðinu í pinnahælum með sína 30000 metra leggi (I know ...ég er líka velta þessu fyrir mér.....hvað klikkaði við sköpun mína veit ég ekki) En hún komst ekki áfram :( wierd...en ég er nú eiginlega hálffegin því þegar ég fór að lesa samninginn sem vinningshafinn þarf að skrifa undir kemur þar fram í einum af skilmálunum að vinningsstúlkan megi ekki þyngjast um 2,5 kíló NÆSTU ÞRJÚ ÁRIN! Okei wwwwó hóld the phone...maður þyngist nú bara um þetta við það að éta puruna á aðfangadagskvöld...! ekki sniðugt það...þar sem að flestar þessara stelpna eiga ennþá eftir að taka út einhvern þroska....

En yfir í annað....hversu sorleg er ég orðin þegar það er orðið tilhlökkunarefni að fara versla í matinn í Bónus! Jebb prófin eru að gera mig að krípí manneskju! Allavega þá skellti ég mér í rosa stuði í Bónus áðan og þar sem að jólafílingurinn er að fara með mig var ég rosa glöð að sjá að það er allt að fyllast af klementínum í verslununum....ég skellti nokkrum í poka...Þegar ég kem á kassann er greinilega nýr starfsmaður á kassanum ( mjög ung stelpa). Hún "dúddar" allt dótið í gegn sem ég er að kaupa en svo kemur að klementínunum og hún hikar aðeins og kallar svo hátt og skýrt : " Soffía geeeeturu aðeins komið" ( Soffía starfsmaður í Bónus kemur..)
stelpan segir :"ég finn engan merkimiða fyrir þessar klametíur"??
Soffía starfsmaður í Bónus...verður geðveikt vandræðaleg..:"ehhhemm jú sérðu hérna er takkinn fyrir KLEMENTÍNURNAR, sko stendu klementínur"
stelpan: óóó okei díses ég hélt að klametíur væru ekki seldar í lausu, bara þaddddna í boxunum....
Ég stóð þarna og beit í tunguna á mér svo ég myndi ekki frussa yfir mig úr hlátri......langaði að spyrja hana hvort hún hefði ekki tekið kynfræðslu 101......og hvort það væri nú sniðugt yfir höfuð að vera selja kynsjúkdóma........


jæja áram með smjörið
kv. Lilja klementína ;)

laugardagur, nóvember 25, 2006


ÁFRAM STELLA!!!


Mí baby sister er að keppa í Ford á eftir , er að fara spóka sig um á sviðinu með sína löngu leggi, vá hvað ég verð klappstýran á kantinum ! ;)

take it away sister ;)

Lilja stoltastórasystir

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Gleði Gleði....

Sá tími ársins þegar maður er ljótur, myglaður, feitur, klæðist ljótum fötum, bólóttur og er eirðarlaus...er officially genginn í garð...jebbs góðir gestir við erum að tala um PRÓFTÍÐINA...þannig að búið ykkur undir grillaðar færslur hér á næstunni.....um allt og ekkert

Við skelltum okkur á Edduna á sunnudagskvöldið þar sem að Auddi var jú tilnefndur í tveim flokkum. Ég átti voða erfitt með að koma mér í "fína gírinn" og reyna að punta smettið því eins og ofangreint segir er prófaljótan gengin í garð. Þar að auki var ég í þrengsta kjól í heimi....innnsogið skiljiði.......mátti þakka fyrir að getað andað yfirhöfuð....

En svo þegar við komum sé ég að það er búið að setja lítinn (soldið aulalegan) rauðan dregil við innganginn sem nær aðeins fyrir utan hann. Þetta fannst mér alveg mega fyndið wannabe og hló og gerði grín að þessu meðan við fundum stæði (gat samt ekki hlegið mikið ...kjóllinn skiljiði ..). Þegar við stigum svo út úr bílnum og erum alveg að fara stíga á "rauðadregilinn" þá renn ég í hálkunni á pinnahælunum og dett kylliflöt, ligg á jörðinni eins og hert bjúga í þrönga kjólnum og sprikla til að reyna rétta mig við...rétt við innganginn er allt troðið af myndavélum og bein útsending....EKKI TÖFF! En jæja...lexían af þessari sögu er sem sagt : ekki að hlæja af rauða dreglinum sem hefði getað bjargað mér í hálkunni....

mánudagur, nóvember 13, 2006

Hola!

Jæja komin heim frá Espania ( reyndar vika síðan) en kom heim beint í kreisíness í verkefnavinnu og sonna skemmtilegheit. Ferðin var frábær og svei mér þá ég held ég hafi bara lært nokkuð margar fótboltareglur eftir Barcelona - Chelsea leikinn...sem var bæ ðe vei frábær þar sem að okkar maður skoraði og allt trylltist!! :) Svo var bara keppst við að hafa það gott, út að borða, skoða, spila og....smá sjopping. Ég er bara ennþá ástfangnari af þessari borg eftir þessa ferð....átti fyrir góðar minningar þaðan þegar ég og Æðsta Tútta enduðum Salamanca-dvölina okkar þarna fyrir tveimur árum. Ég væri sko alveg til í að fara í skóla þarna og búa í nokkur ár...og það er náttlega alltaf gaman að æfa sig að habla espanjól :)

Talandi um það...ég ákvað að hringja í hana Mariu ( "Burgos- mömmu mína") og skila einni léttri kveðju á hana og heyra í henni hljóðið, þar sem hún var nú voða ljúf við mig þegar ég bjó hjá þeim. Ég tók upp tólið og hringdi og það var svarað á hinni línunni "Hola" ....og ég náttlega engin reynslubolti í því að hringja í spænska heimasíma....og til að tryggja að ég væri að hringja rétt spurði ég hver þetta væri? Var ekki lengi að fatta að þetta væri hún þegar hún svaraði höstugt á móti " bíddu hver ert þú ..og í hvern ætlaðiru að hringja og..." þá greip ég fram í fyrir henni og kynnti mig.....váá ég hélt að tólið ætlaði inn í eyrað á mér þegar hún fattaði hver þetta væri. Voða óp og fagnaðarlæti í henni glimruðu í gegnum síman og ég hugsaði með mér að ég hlyti að hafa verið mega skemmtileg þarna úti hjá þeim...múha:) Hún spjallaði þvílíkt mikið og lá við að hún froðufelldi yfir í mitt tól af æsingi, þegar ég ætlaði svo að fara enda samtalið hrópar hún í símtólið " Gel er kominn heim"!!! svo heyrast bara skruðningar og ég ..uhhh halló einhver á línunni? þá barst mér kunnuleg rödd á hinni línunni og haldiði að minn maður Gel hafi ekki verið mættur með tólið við eyrað (tólið eflaust blautt af geli eftir samtalið). Skemmtilegt "flashback" sem ég fékk við þetta símtal og minnti mig á hversu oft ég var að springa úr hlátri þarna úti....good times:)

Yfir í annað ....og öllu leiðinlegra ...á næsta leiti eru próf með öllum meðfylgjandi aukaverkunum....
stay tuned...