What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Gleði Gleði....

Sá tími ársins þegar maður er ljótur, myglaður, feitur, klæðist ljótum fötum, bólóttur og er eirðarlaus...er officially genginn í garð...jebbs góðir gestir við erum að tala um PRÓFTÍÐINA...þannig að búið ykkur undir grillaðar færslur hér á næstunni.....um allt og ekkert

Við skelltum okkur á Edduna á sunnudagskvöldið þar sem að Auddi var jú tilnefndur í tveim flokkum. Ég átti voða erfitt með að koma mér í "fína gírinn" og reyna að punta smettið því eins og ofangreint segir er prófaljótan gengin í garð. Þar að auki var ég í þrengsta kjól í heimi....innnsogið skiljiði.......mátti þakka fyrir að getað andað yfirhöfuð....

En svo þegar við komum sé ég að það er búið að setja lítinn (soldið aulalegan) rauðan dregil við innganginn sem nær aðeins fyrir utan hann. Þetta fannst mér alveg mega fyndið wannabe og hló og gerði grín að þessu meðan við fundum stæði (gat samt ekki hlegið mikið ...kjóllinn skiljiði ..). Þegar við stigum svo út úr bílnum og erum alveg að fara stíga á "rauðadregilinn" þá renn ég í hálkunni á pinnahælunum og dett kylliflöt, ligg á jörðinni eins og hert bjúga í þrönga kjólnum og sprikla til að reyna rétta mig við...rétt við innganginn er allt troðið af myndavélum og bein útsending....EKKI TÖFF! En jæja...lexían af þessari sögu er sem sagt : ekki að hlæja af rauða dreglinum sem hefði getað bjargað mér í hálkunni....