What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, nóvember 13, 2006

Hola!

Jæja komin heim frá Espania ( reyndar vika síðan) en kom heim beint í kreisíness í verkefnavinnu og sonna skemmtilegheit. Ferðin var frábær og svei mér þá ég held ég hafi bara lært nokkuð margar fótboltareglur eftir Barcelona - Chelsea leikinn...sem var bæ ðe vei frábær þar sem að okkar maður skoraði og allt trylltist!! :) Svo var bara keppst við að hafa það gott, út að borða, skoða, spila og....smá sjopping. Ég er bara ennþá ástfangnari af þessari borg eftir þessa ferð....átti fyrir góðar minningar þaðan þegar ég og Æðsta Tútta enduðum Salamanca-dvölina okkar þarna fyrir tveimur árum. Ég væri sko alveg til í að fara í skóla þarna og búa í nokkur ár...og það er náttlega alltaf gaman að æfa sig að habla espanjól :)

Talandi um það...ég ákvað að hringja í hana Mariu ( "Burgos- mömmu mína") og skila einni léttri kveðju á hana og heyra í henni hljóðið, þar sem hún var nú voða ljúf við mig þegar ég bjó hjá þeim. Ég tók upp tólið og hringdi og það var svarað á hinni línunni "Hola" ....og ég náttlega engin reynslubolti í því að hringja í spænska heimasíma....og til að tryggja að ég væri að hringja rétt spurði ég hver þetta væri? Var ekki lengi að fatta að þetta væri hún þegar hún svaraði höstugt á móti " bíddu hver ert þú ..og í hvern ætlaðiru að hringja og..." þá greip ég fram í fyrir henni og kynnti mig.....váá ég hélt að tólið ætlaði inn í eyrað á mér þegar hún fattaði hver þetta væri. Voða óp og fagnaðarlæti í henni glimruðu í gegnum síman og ég hugsaði með mér að ég hlyti að hafa verið mega skemmtileg þarna úti hjá þeim...múha:) Hún spjallaði þvílíkt mikið og lá við að hún froðufelldi yfir í mitt tól af æsingi, þegar ég ætlaði svo að fara enda samtalið hrópar hún í símtólið " Gel er kominn heim"!!! svo heyrast bara skruðningar og ég ..uhhh halló einhver á línunni? þá barst mér kunnuleg rödd á hinni línunni og haldiði að minn maður Gel hafi ekki verið mættur með tólið við eyrað (tólið eflaust blautt af geli eftir samtalið). Skemmtilegt "flashback" sem ég fékk við þetta símtal og minnti mig á hversu oft ég var að springa úr hlátri þarna úti....good times:)

Yfir í annað ....og öllu leiðinlegra ...á næsta leiti eru próf með öllum meðfylgjandi aukaverkunum....
stay tuned...