What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, október 30, 2006

Long time no blogg.....

Ég er alveg glötuð í blogginu undanfarið, spurning hvort maður ætti að fara leggja niður laupana á þessum skrifum.....humm hér kemur allavega ein mega færsla...

Það sem hefur verið helst á döfinni er skóli ..enn ekki hvað? ! Fór út að borða á Silfur seinustu helgi og það var dííílisíjous....mæli með :o) svo var tekin sveifla á Sálarballi...vá það var ár og öld síðan ég fór á svoleiðis...líklega þegar ég var 17 ára of drukkin í tæger buxum og stuttum magabol...haha good times.....allavega var mjög mikið stuð á okkur þar :) Svo kláraði ég kennsluna mína á átaksnámskeiðinu í seinustu viku og var svoooo ánægð með kvennsurnar mínar, skilaði þeim öllum nokkuð mörgum kílóum léttari :) Svo er bara komið frost ...og ég eins og tjikken á svelli að keyra....leiðinlegasta sem ég veit er þegar það er hálka ...( jú know míns er alltaf á hraðferð..þarf á mótstöðunni að halda til að geta brunað!)

en jæja ég kveð ykkur að sinni því ég þarf að skella mér til Barcelona, er víst að fara horfa á einhverja dúdda sparka bolta á stórum leikvangi....

sjást ;o)
knús
Lilja

mánudagur, október 16, 2006

Happy monday pípol....

Verð nú að viðurkenna það að ég er bara helvíti þreytt eftir þessa helgi þó svo að hvorki djamm né lærdómur voru innifalin í henni :/ Í staðinn var lagst í breytingar heima og þegar ég fer í ham þá er búið að vekja jarðýtuna sem blundar innra með mér. Þegar ég ætlaði að flytja skrifborðið(sem er by the way þungur viðarklumpur) lét ég þá staðreynd ekki stoppa mig að ég væri ein heima og aum. Ég byrjaði að reyna lyfta því ásamt öðru dóti, fólkið fyrir neðan hefur örugglega haldið að það væri heimilisofbeldi í gangi vegna dynka og hvella.....En þetta hafðist og ég tek örugglega 30 kg í bekkpressu eftir þetta.

Mér finnst extrímlí gaman að bjóða fólki í mat og elda og baka og sonna.....ég gleymi hinsvegar alltaf að þetta tekur aðeins meiri tíma en ég áætla mér. Iðulega er ég eins og jarðsprengja til fara með matseðilinn framan á mér og kófsveitt þegar fólkið dinglar dyrabjöllunni og oftast hugsa ég eða öskra upphátt " fokk, shit eru þau komin"! Frá þessu var engin undantekning þegar að ég fékk 12 stykki frænkur heim til mín í gær og tók á móti þeim útlítandi eins og lúnitikk. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé að ég set svo mikla passíjon í matargerðina og það skilar sér beint í bragðið ........ já nei þetta hefur ekkert með það að gera að ég sé seinatýpan!!! * hóst*

æj best að fara hlusta á kennarann...
síjú
Lilja la chef....

mánudagur, október 09, 2006

wishful thinking...

Okei hugsa ekki flestir oft að grasið sé grænna hinu megin og maður vildi að maður væri svona eða svona....................................................
en EKKI SVONA:



Ætli það séu margir lýtalæknar sem fá þessa mynd útklippta og setta á skrifborðið sitt frá íslenskum stúlkukindum á leið í sílíkon ..... " ég vil svona brjóst" ......svipað og með Jen Aniston hair-dúið ........

þriðjudagur, október 03, 2006

Skemmtileg helgi að baki....

Fyrir utan það að vera einhverf og fara í miðannarpróf í skattarétti þá ákvað talvan mín að vera svo elskuleg að KRASSA á laugardeginum svona rétt fyrir próf. Brunaði með hana upp á bráðamóttöku (bara einn staður opinn á laugardögum fyrir veikar tölvur) og þar var hún tekinn í börur og beint inná bráðadeildina. Áhyggjusöm fór ég aftur heim og beið frétta af líðan hennar, seinna um daginn var mér sagt að litlir möguleikar væru um bata....harðidiskurinn ónýtur..... ég reyndi að kyngja kökknum í hálsnum og spurði hvort öll gögn væru farin yfir móðuna miklu........en þeir eru að vinna í því í þessum skrifuðu orðum...kross my fingers:o)

Lenti í mjög svo skemmtilegu atviki um daginn.....ég held ég geti fullyrt að þetta flokkast undir neyðarlegri atvik sem ég hef lent í.....
Fór að kenna og var soldið á hraðferð ( kemur á óvart!) kem askvaðandi inn í tímann og byrja að setja allt upp í snarhasti, opna íþróttatöskuna og grúska í henni eftir geisladiskum, hendi honum inn í græjurnar og róta svo í töskunni ( er með soldið mikið af dóti..jú know görlí stöff og auka sett af hreinum fötum til skiptanna eftir tímann) jámm allavega fer aftur í töskuna og róta eftir mæk og mittistöskunni kippi því upp ....en það var ekki það eina sem kom upp með í leiðinni....um leið og mækinn kom upp ...flugu með eitt par af g- streng naríum beint á mitt gólfið fyrir framan fullan tíma......." he he haha úps..." ( roðn ) henti mér á þær eins og ég ætti lífið að leysa og kippti þeim ofursnöggt og henti ofan í tösku......
Vanalega bendi ég fólki á það í tímunum mínum að passa sig að hjóla ekki með höfuðið hangandi..... i broke the rule that day.......