Skemmtileg helgi að baki....
Fyrir utan það að vera einhverf og fara í miðannarpróf í skattarétti þá ákvað talvan mín að vera svo elskuleg að KRASSA á laugardeginum svona rétt fyrir próf. Brunaði með hana upp á bráðamóttöku (bara einn staður opinn á laugardögum fyrir veikar tölvur) og þar var hún tekinn í börur og beint inná bráðadeildina. Áhyggjusöm fór ég aftur heim og beið frétta af líðan hennar, seinna um daginn var mér sagt að litlir möguleikar væru um bata....harðidiskurinn ónýtur..... ég reyndi að kyngja kökknum í hálsnum og spurði hvort öll gögn væru farin yfir móðuna miklu........en þeir eru að vinna í því í þessum skrifuðu orðum...kross my fingers:o)
Lenti í mjög svo skemmtilegu atviki um daginn.....ég held ég geti fullyrt að þetta flokkast undir neyðarlegri atvik sem ég hef lent í.....
Fór að kenna og var soldið á hraðferð ( kemur á óvart!) kem askvaðandi inn í tímann og byrja að setja allt upp í snarhasti, opna íþróttatöskuna og grúska í henni eftir geisladiskum, hendi honum inn í græjurnar og róta svo í töskunni ( er með soldið mikið af dóti..jú know görlí stöff og auka sett af hreinum fötum til skiptanna eftir tímann) jámm allavega fer aftur í töskuna og róta eftir mæk og mittistöskunni kippi því upp ....en það var ekki það eina sem kom upp með í leiðinni....um leið og mækinn kom upp ...flugu með eitt par af g- streng naríum beint á mitt gólfið fyrir framan fullan tíma......." he he haha úps..." ( roðn ) henti mér á þær eins og ég ætti lífið að leysa og kippti þeim ofursnöggt og henti ofan í tösku......
Vanalega bendi ég fólki á það í tímunum mínum að passa sig að hjóla ekki með höfuðið hangandi..... i broke the rule that day.......
<< Home