Happy monday pípol....
Verð nú að viðurkenna það að ég er bara helvíti þreytt eftir þessa helgi þó svo að hvorki djamm né lærdómur voru innifalin í henni :/ Í staðinn var lagst í breytingar heima og þegar ég fer í ham þá er búið að vekja jarðýtuna sem blundar innra með mér. Þegar ég ætlaði að flytja skrifborðið(sem er by the way þungur viðarklumpur) lét ég þá staðreynd ekki stoppa mig að ég væri ein heima og aum. Ég byrjaði að reyna lyfta því ásamt öðru dóti, fólkið fyrir neðan hefur örugglega haldið að það væri heimilisofbeldi í gangi vegna dynka og hvella.....En þetta hafðist og ég tek örugglega 30 kg í bekkpressu eftir þetta.
Mér finnst extrímlí gaman að bjóða fólki í mat og elda og baka og sonna.....ég gleymi hinsvegar alltaf að þetta tekur aðeins meiri tíma en ég áætla mér. Iðulega er ég eins og jarðsprengja til fara með matseðilinn framan á mér og kófsveitt þegar fólkið dinglar dyrabjöllunni og oftast hugsa ég eða öskra upphátt " fokk, shit eru þau komin"! Frá þessu var engin undantekning þegar að ég fékk 12 stykki frænkur heim til mín í gær og tók á móti þeim útlítandi eins og lúnitikk. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé að ég set svo mikla passíjon í matargerðina og það skilar sér beint í bragðið ........ já nei þetta hefur ekkert með það að gera að ég sé seinatýpan!!! * hóst*
æj best að fara hlusta á kennarann...
síjú
Lilja la chef....
<< Home