What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, ágúst 28, 2006

Smá update...

Hellú..im alive:)

Þetta er það helsta sem hefur drifið á daga mína...

  • *Tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, hljóp 10 km á ágætis tíma (verður reyndar bættur á næsta ári;) ...og þetta var bara mjög skemmtilegt...þökk sé Legis-píunum sem ég var að vinna með sem tosuðu mig með:)


  • *Fór að sofa kl. eitt á menningarnótt! (ég vil meina að það hafi verið maraþoninu að kenna..*hóst*)


  • *Var áreitt af einum af meðlimum "CHIPPENDALES" á Oliver, nokkrum mínútum síðar var allt hestastoðið mætt á borðið okkar og skildu ekkert í því af hverju við værum ekki að fara á "THE SHOW" eins og þeir orðuðu það pent...ætluðum aldrei að losna við þá fyrr en að Íris stóð upp og benti á kúluna sína....

ps. þessi með hvíta faxið kom fyrstur..verð að hrósa photosjopparanum á þessari auglýsingu, dúddinn er mun beyglaðari í framan....

  • *Er byrjuð í skólanum (en ekki í huganum né verkum)! Var kvödd með stæl í vinnunni, skvísurnar stungu upp á því að fara á hlaðborð á Nordica ...very very næs, mæli með því:)

  • *Gæsaði frænku mína um helgina með herlegheitum, ég skaffaði M&M búininginn fræga sem ég sló svo eftirminnilega í gegn á unglinganámskeiðinu þegar ég mætti ein í búning á öskudag og neyddist til að gera pallaæfingar í honum með 20 glottandi gelgjuaugu á mér...só not kúl jú know! umræddan búning má sjá hér....

  • * Fór að grenja yfir Nágrönnum í dag...i know..mjög leim EN ég er flughrædd og þetta var voða drama...úff crybaby!

Eins og þið sjáið .....ógó merkilegt alltaf að gerast hjá mér!

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Raindrops keep fallin......

Djísus bobbý hvað er eiginlega í gangi á skerinu, eða á maður ekki frekar bara að segja fljótinu...það er alltaf rigning hérna! hnusss.....maður verður bara fölur þegar maður mætir aftur í skólann og þegar maður mætir í skólann heldur maður áfram að fölna...og fölna ..og fölna...

Okei ætla nú ekki að fara hafa þetta þunglyndisblogg ..bara pínu pirr út af veðrinu...annars bara voða djollý :D Fór í sauma(túttu)klúbb í gær og það varð að fuglabjargi in no time, nú er ég ekki vön að blogga um túttu-tjatt en þetta fannst mér bara of-fyndið; þannig var mál með vexti að ein ónefnd tútta dreif sig samviskusamlega í tíma, fær sér sæti einhversstaðar í miðjunni, ræsir tölvuna og allt í góðu nema hvað þegar líður á tímann rekur hún sig óvart í diskadrifið og ýtir því bara aftur inn....EN um leið poppar upp á skjáinn hjúmongus túttur í orðsins fyllstu og eigandi þeirra að gera eitthvað vafasamt við einhvern typpaling......ónefnda túttan skellir skjánum á lapparanum niður í panik-atakki og sígur sem lengst niður í sætið.....(þeir sem hafa setið fyrir aftan hana í tímanum hafa örugglega sprell vaknað við sjóvið) Allavega þá fer hún að hneykslast yfir þessum vírusum sem væru alltaf að poppa upp í tíma og ótíma og svo núna væri sko kominn einhver klámvírus í tölvuna hennar....algjör viðbjóður! Lætur nú tékka á þessu vírus veseni fyrir sig .......nope fröken enginn vírus hér á ferð, fer svo heim miður sín eftir klámsýninguna sem hún hélt fyrir fullum bekk.......leggst upp í rúm og grætur á koddanum ..nei djók, fer heim og þá kemur bróðir hennar og spyr hvort hún hafi horft á myndina sem hann hafi lánað henni, hann hafi verið svo elskulegur að planta klámmynd í tölvuna.....í þeirri von að hún myndi halda smá sjóv fyrir bekkinn......túttan varð brjáluð en á sama tíma létt að vera ekki með "klámvírusinn"......

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Okei.. nú er ég enn ógift mær ...en eftir að hafa slysast...ég endurtek: slysast til að horfa á Brúðkaupsþáttinn Já áðan þá held ég að ég reyni að koma mér upp að altarinu sem fyrst.......Horfði á eitt par áðan sem var nýgift og Elín byrjar að spyrja dúddann : "hvernig er svo að vera orðin gift"? og hann svaraði: " þetta er bara ólýsanlegt!....(hik) ....þetta er bara svo frábært að það er ekki hægt að lýsa því....(hik)... baaarra alveg...frábært...". Á þessum tímapunkti áttaði ég mig á því að það er greinilega málið að vera giftur......greinilega life-changing.......en þá greip eiginkona hans frammí og dró aðeins úr þessu "oplevelse" og sagði að það hefði nú voða lítið breyst hversdagslega en dagurinn hefði verið frábær.....þá hætti ég við
(ég tek það fram að þetta var samt voða krúttaralegt brúðkaup þegar leið á þáttinn og hneykslissvipurinn breyttist í bros og brosið breyttist í hlátur og svo hláturinn aftur í grátur....nei vá mínus seinustu tvö)


Vá hvað það var yndislegt veður í dag...verst að ég fékk lítið að njóta þess :( er byrjuð að kenna aftur á milljón og viti menn það voru nokkrar mættar á hjólin klukkan 17.30 í 17 stiga hita til þess að sjá til þess að ég kæmist ekki í sund....búhú ég pískraði þeim bara út í staðinn ;)

Ein spurning stendur eftir ósvöruð.....hvað skal gera um versló...kom on pípol ...komment plís?!