What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, ágúst 28, 2006

Smá update...

Hellú..im alive:)

Þetta er það helsta sem hefur drifið á daga mína...

  • *Tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, hljóp 10 km á ágætis tíma (verður reyndar bættur á næsta ári;) ...og þetta var bara mjög skemmtilegt...þökk sé Legis-píunum sem ég var að vinna með sem tosuðu mig með:)


  • *Fór að sofa kl. eitt á menningarnótt! (ég vil meina að það hafi verið maraþoninu að kenna..*hóst*)


  • *Var áreitt af einum af meðlimum "CHIPPENDALES" á Oliver, nokkrum mínútum síðar var allt hestastoðið mætt á borðið okkar og skildu ekkert í því af hverju við værum ekki að fara á "THE SHOW" eins og þeir orðuðu það pent...ætluðum aldrei að losna við þá fyrr en að Íris stóð upp og benti á kúluna sína....

ps. þessi með hvíta faxið kom fyrstur..verð að hrósa photosjopparanum á þessari auglýsingu, dúddinn er mun beyglaðari í framan....

  • *Er byrjuð í skólanum (en ekki í huganum né verkum)! Var kvödd með stæl í vinnunni, skvísurnar stungu upp á því að fara á hlaðborð á Nordica ...very very næs, mæli með því:)

  • *Gæsaði frænku mína um helgina með herlegheitum, ég skaffaði M&M búininginn fræga sem ég sló svo eftirminnilega í gegn á unglinganámskeiðinu þegar ég mætti ein í búning á öskudag og neyddist til að gera pallaæfingar í honum með 20 glottandi gelgjuaugu á mér...só not kúl jú know! umræddan búning má sjá hér....

  • * Fór að grenja yfir Nágrönnum í dag...i know..mjög leim EN ég er flughrædd og þetta var voða drama...úff crybaby!

Eins og þið sjáið .....ógó merkilegt alltaf að gerast hjá mér!