What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Raindrops keep fallin......

Djísus bobbý hvað er eiginlega í gangi á skerinu, eða á maður ekki frekar bara að segja fljótinu...það er alltaf rigning hérna! hnusss.....maður verður bara fölur þegar maður mætir aftur í skólann og þegar maður mætir í skólann heldur maður áfram að fölna...og fölna ..og fölna...

Okei ætla nú ekki að fara hafa þetta þunglyndisblogg ..bara pínu pirr út af veðrinu...annars bara voða djollý :D Fór í sauma(túttu)klúbb í gær og það varð að fuglabjargi in no time, nú er ég ekki vön að blogga um túttu-tjatt en þetta fannst mér bara of-fyndið; þannig var mál með vexti að ein ónefnd tútta dreif sig samviskusamlega í tíma, fær sér sæti einhversstaðar í miðjunni, ræsir tölvuna og allt í góðu nema hvað þegar líður á tímann rekur hún sig óvart í diskadrifið og ýtir því bara aftur inn....EN um leið poppar upp á skjáinn hjúmongus túttur í orðsins fyllstu og eigandi þeirra að gera eitthvað vafasamt við einhvern typpaling......ónefnda túttan skellir skjánum á lapparanum niður í panik-atakki og sígur sem lengst niður í sætið.....(þeir sem hafa setið fyrir aftan hana í tímanum hafa örugglega sprell vaknað við sjóvið) Allavega þá fer hún að hneykslast yfir þessum vírusum sem væru alltaf að poppa upp í tíma og ótíma og svo núna væri sko kominn einhver klámvírus í tölvuna hennar....algjör viðbjóður! Lætur nú tékka á þessu vírus veseni fyrir sig .......nope fröken enginn vírus hér á ferð, fer svo heim miður sín eftir klámsýninguna sem hún hélt fyrir fullum bekk.......leggst upp í rúm og grætur á koddanum ..nei djók, fer heim og þá kemur bróðir hennar og spyr hvort hún hafi horft á myndina sem hann hafi lánað henni, hann hafi verið svo elskulegur að planta klámmynd í tölvuna.....í þeirri von að hún myndi halda smá sjóv fyrir bekkinn......túttan varð brjáluð en á sama tíma létt að vera ekki með "klámvírusinn"......