What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

föstudagur, mars 31, 2006

Nágranni minn er búin að spila Titanic lagið með Celine Dion núna örugglega fimm sinnum í röð.....og syngja geðveikt hátt með....

ég ákvað að "join-a" hann í loka versinu...
......................"and my heart will go ooooooon and onnnn" ....



jáhá ! og prófin eru rétt að byrja......

fimmtudagur, mars 30, 2006

Ég var að fatta það í gær að ég á rosalega erfitt með að borða eitthvað gott og lesa samtímis með einbeitingu....góða bragðið yfirgnæfir einbeitinguna.....þetta má vel vera ástæðan fyrir því hvers vegna ég er svona treg þegar ég er að lesa.....

Fyrir utan þessa uppgötvun mína þá er einnig önnur spennandi uppgötvun sem átti sér stað í gær. Ef þið eruð að fara í Bónus að versla og sjáið rútu fyrir utan......þá myndi ég taka góða 180°gráðu handbremsubeygju. Ég hinsvegar pældi ekkert í rútunni og labbaði inn í Bónus með tilhlökkun (matur er jú toppur dagsins í prófalestri) þar blasti við mér mikið af gömlu fólki, rútan var ss. fyrir ellilífeyrisþegana sem koma og versla einu sinni í viku. Mér fannst ótrúlega krúttlegt að horfa á gömlu konurnar vera bera saman rifsberja og bláberja sulturnar og skiptast á reynslusögum hvor væri betri með vöfflunum.....Þeir sem eru pró í bónus vita að þar eru allir að flýta sér og maður getur lent í mjög harkalegum kerru-árekstrum, þess vegna vandaði ég kerru-aksturinn extremly vel innan um gamla fólkið og brosti fallega. EN þegar ég kom að kassanum var brosið farið að fölna og ekkert svo krúttlegt lengur, beið á meðan Guðjón missti allt klinkið sitt á gólfið ...(margar einakrónur þar á ferð), Sigþrúður vildi skipta nýmjólkinni yfir í léttmjólk út af dagsetningunni og svo var einn sem beið við hliðin á mér sem horfði ofan í körfuna mína (eflaust á lestrarfæðið) og sagði "mátt þú við þessu? "ho ho ho þið ungu stelpurnar eruð alltaf í megrun" ........

...look out for those busses

þriðjudagur, mars 28, 2006

You Should Get a MFA (Masters of Fine Arts)

You're a blooming artistic talent, even if you aren't quite convinced.
You'd make an incredible artist, photographer, or film maker.


og ég er í lögfræði......

sunnudagur, mars 26, 2006


okei okei...ég veit alveg að ég er ekki beinlínis að fara fá "vef-verðlaun ársins" fyrir framúrskarandi árangur í bloggi EN þar sem að prófin eru á næsta leyti þá megiði fullvissa ykkur um að hér verður mun oftar skrifað heldur en undir venjulegum kringumstæðum;)

Ég fékk nýjan síma í vikunni..loksins, Nokia N-70:) Nema hvað ...þetta er ekki bara símatól þetta er frekar eins og faxtæki. Ég er eiginlega hálf hrædd við hann...held að maður þurfi að vera með einhverja síma-gráðu til að getað notað hann og alla hans fídusa;) Það er víst hægt að plögga honum í prentara og prenta myndirnar strax út.....þannig að stelpur..ég myndi fara passa mig, nú mæti ég bara með hann og prentara á djammið og skandalarnir verða prentaðir út í beinni...hahaha;)
hér er tólið...
Annars er ég bara að reyna undirbúa mig andlega í prófalesturinn.....sem sagt NO LIFE framundan eða þangað til 21. apríl......nú verða jogginbuxurnar rifnar út úr skápnum í tonnatali og þær fá að njóta sín.. ásamt geðveikri flíspeysu að ofan....lookin good;)

föstudagur, mars 17, 2006

okei það er algjör viðbjóður að vera með gubbupest....geðveikt flökurt, illt í mallanum og gubb. En það er ENNÞÁ MEIRI viðjbjóður að hjóla, hrópa OG brosa með gubbupest!!! Ég vaknaði í morgun mjööög flökurt, ég hugsaði með mér að þetta myndi bara líða hjá og by the way átti ég að fara kenna 6.30! Svo versnaði þetta bara og versnaði, ég sver það ég þurfti að hafa mig alla við að þrauka tímann, hjólaði eins og rækja og brosti eins feikað og ég mögulega gat....held að þetta hafi verið svona mitt á milli þess að vera gretta/bros/viðbjóðssvipur. Greyið konurnar þær fá eflaust martröð í nótt.....tja eða bara gubbupest hehe

Ég er samt byrjuð að borða hnetusmjörs-M&M núna þannig að ég er öll að koma til:D

fimmtudagur, mars 09, 2006

NÖRD.IS

Ég fór í Smáralind áðan og var að spássera um og kíkja eftir pilsi....ekkert merkilegt með það nema ég finn eitt sætt sem ég ákveð að máta. Ég var í nýju töffara stígvélunum mínum sem ég keypti út í Brussel. Allavega...þegar ég er að renna niður rennilásnum þá festist hann í leðrinu, ég rembist og rembist við að ná honum niður en hann er pikkfastur, en mig langaði svoooo að máta pilsið að ég loksins gat tosað mig úr stígvélinu........ég var svo "bright" að hugsa ekki svo langt að ég þyrfti náttlega að komast aftur í stígvélið. En þar sem að rennilásinn var pikkfastur þá gat ég ekki troðið mér ofan í aftur.......uhhh pilsið passaði og var voða sætt og ég vildi kaupa það. Ég neyddist því til þess að labba fram, með einn fótinn í stígvéli og hinn á sokkalistunum. Leið eins og fávita! Svo átti ég eftir að fara upp rúllustigann Í EINUM SKÓ og labba alla leið að bílnum Á SOKKALISTANUM. Sjæse hvað þetta var hallærislegt.....allir gláptu á mig með annað stígvélið í hendinni og á sokkunum í rúllustiganum.....

ekki töff...

sunnudagur, mars 05, 2006

Oft og mörgum sinnum í gegnum árin hefur verið sagt við mig að ég og systir mín séum rosalega líkar....á yngri árum fannst mér það nú ekkert rosalega kúl að vera líkt við orminn og þaggaði niður í þeim staðhæfingum......en í dag óska ég þess heitt að vera eins og hún .........einhvernveginn var þessum genum ekki bróðurlega skipt! hehe









bara bjútí....

over and out....
stolta stórasystirin