What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, mars 30, 2006

Ég var að fatta það í gær að ég á rosalega erfitt með að borða eitthvað gott og lesa samtímis með einbeitingu....góða bragðið yfirgnæfir einbeitinguna.....þetta má vel vera ástæðan fyrir því hvers vegna ég er svona treg þegar ég er að lesa.....

Fyrir utan þessa uppgötvun mína þá er einnig önnur spennandi uppgötvun sem átti sér stað í gær. Ef þið eruð að fara í Bónus að versla og sjáið rútu fyrir utan......þá myndi ég taka góða 180°gráðu handbremsubeygju. Ég hinsvegar pældi ekkert í rútunni og labbaði inn í Bónus með tilhlökkun (matur er jú toppur dagsins í prófalestri) þar blasti við mér mikið af gömlu fólki, rútan var ss. fyrir ellilífeyrisþegana sem koma og versla einu sinni í viku. Mér fannst ótrúlega krúttlegt að horfa á gömlu konurnar vera bera saman rifsberja og bláberja sulturnar og skiptast á reynslusögum hvor væri betri með vöfflunum.....Þeir sem eru pró í bónus vita að þar eru allir að flýta sér og maður getur lent í mjög harkalegum kerru-árekstrum, þess vegna vandaði ég kerru-aksturinn extremly vel innan um gamla fólkið og brosti fallega. EN þegar ég kom að kassanum var brosið farið að fölna og ekkert svo krúttlegt lengur, beið á meðan Guðjón missti allt klinkið sitt á gólfið ...(margar einakrónur þar á ferð), Sigþrúður vildi skipta nýmjólkinni yfir í léttmjólk út af dagsetningunni og svo var einn sem beið við hliðin á mér sem horfði ofan í körfuna mína (eflaust á lestrarfæðið) og sagði "mátt þú við þessu? "ho ho ho þið ungu stelpurnar eruð alltaf í megrun" ........

...look out for those busses