What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, mars 09, 2006

NÖRD.IS

Ég fór í Smáralind áðan og var að spássera um og kíkja eftir pilsi....ekkert merkilegt með það nema ég finn eitt sætt sem ég ákveð að máta. Ég var í nýju töffara stígvélunum mínum sem ég keypti út í Brussel. Allavega...þegar ég er að renna niður rennilásnum þá festist hann í leðrinu, ég rembist og rembist við að ná honum niður en hann er pikkfastur, en mig langaði svoooo að máta pilsið að ég loksins gat tosað mig úr stígvélinu........ég var svo "bright" að hugsa ekki svo langt að ég þyrfti náttlega að komast aftur í stígvélið. En þar sem að rennilásinn var pikkfastur þá gat ég ekki troðið mér ofan í aftur.......uhhh pilsið passaði og var voða sætt og ég vildi kaupa það. Ég neyddist því til þess að labba fram, með einn fótinn í stígvéli og hinn á sokkalistunum. Leið eins og fávita! Svo átti ég eftir að fara upp rúllustigann Í EINUM SKÓ og labba alla leið að bílnum Á SOKKALISTANUM. Sjæse hvað þetta var hallærislegt.....allir gláptu á mig með annað stígvélið í hendinni og á sokkunum í rúllustiganum.....

ekki töff...