What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, desember 12, 2004

Final countdown dúdúrúdúúú....

Jæja þá er það bara smátterí í að maður verði í flugvélinni..vúhú....
Verð mjög líklega eins og ruslahaugur, þar sem ég er frekar slöpp núna..hiti og beinverkir og sé fram á að lesa fram á nótt:( En hey, ég veit þið eruð að hugsa..."shut the bííííp up"! þar sem ég fæ gott frí eftir þessa törn:)

Vildi bara óska öllum GLEÐILEGRA JÓLA og vonandi hafið þið það jafn gott og ég um jólin;) Sé ykkur svo hress, brún og með MC Donalds rass þann 30.des næstkomandi:) Þúsund kossar og knús......
ps.só sorry ég sendi ekki jólakort í ár, bara hreinlega náði því ekki:( en allir að senda mér;) híhí...

föstudagur, desember 10, 2004

Where´s my mind....

allsstaðar annarsstaðar en hjá bókunum..það er eitt sem víst er! Ég þyrfti helst að binda mig við skrifborðsstólinn, læsa herberginu, loka gluggunum og hefta bækurnar við mig til þess að ég tolli við þær:(
Annars er maður bara að fara henda í þvottavél, finna sólgleraugun og pakka....sitja fyrir framan bækurnar og telja niður mínúturnar!!!

miðvikudagur, desember 08, 2004

Málleysinginn

Ég var svo heppin að þurfa fara í munnlegtpróf í gær....ég var búin að lesa nokkuð mikið en um leið og ég mætti niðrí skóla var heilinn á mér blank! Ekki skánaði ástandið þegar ég fór inn í stofuna, svimandi af stressi,sveitt í lófunum, og dró spjald um málefni sem ég hafði greinilega ekki kynnt mér nægilega vel! Byrjaði að reyna stama einhverju út úr mér....prófdómararnir horfðu á mig og hugsuðu...hvernig í fjandanum komst þessi ljóska hér inn.?..ég allavega ímynda mér það miðað við svipinn á andlitinu á þeim.
Allt sem fer úrskeiðis þessa dagana hugga ég mig með því að hugsa um Flórída og íbúðina....then all my pain goes away;)

sunnudagur, desember 05, 2004

Desember -Borð-ember

Sko ég er alveg búin að komast að því að desember er borðember, þar sem það eina sem maður gerir er að borða! Jólahlaðborð, matarboð, piparkökur, smákökur, steikur.... Svo er náttlega hápunktur dagsins að fá sér að borða þegar maður er í prófum...sem sagt ekki mjög spennandi líf þessa dagana.

Fór á jólahlaðborð í gær...mjög gott:) Þegar ég var að taka mig til var ég næstum því búin að gleyma því hvernig maður málar sig.....hahaha, jebb og ég þekkti mig varla í speglinum! Maður er svo glæsilegur í prófalestrinum, í joggaranum með hippedí-hop tagl, einungis rakakrem á fésinu og félagslega einangraður;)Haldiði að það sé ástand...og ég tala nú ekki um þegar að Nágrannar eru orðnir það næst besta af deginum, á eftir því að borða....what a life!