What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, desember 05, 2004

Desember -Borð-ember

Sko ég er alveg búin að komast að því að desember er borðember, þar sem það eina sem maður gerir er að borða! Jólahlaðborð, matarboð, piparkökur, smákökur, steikur.... Svo er náttlega hápunktur dagsins að fá sér að borða þegar maður er í prófum...sem sagt ekki mjög spennandi líf þessa dagana.

Fór á jólahlaðborð í gær...mjög gott:) Þegar ég var að taka mig til var ég næstum því búin að gleyma því hvernig maður málar sig.....hahaha, jebb og ég þekkti mig varla í speglinum! Maður er svo glæsilegur í prófalestrinum, í joggaranum með hippedí-hop tagl, einungis rakakrem á fésinu og félagslega einangraður;)Haldiði að það sé ástand...og ég tala nú ekki um þegar að Nágrannar eru orðnir það næst besta af deginum, á eftir því að borða....what a life!