Málleysinginn
Ég var svo heppin að þurfa fara í munnlegtpróf í gær....ég var búin að lesa nokkuð mikið en um leið og ég mætti niðrí skóla var heilinn á mér blank! Ekki skánaði ástandið þegar ég fór inn í stofuna, svimandi af stressi,sveitt í lófunum, og dró spjald um málefni sem ég hafði greinilega ekki kynnt mér nægilega vel! Byrjaði að reyna stama einhverju út úr mér....prófdómararnir horfðu á mig og hugsuðu...hvernig í fjandanum komst þessi ljóska hér inn.?..ég allavega ímynda mér það miðað við svipinn á andlitinu á þeim.
Allt sem fer úrskeiðis þessa dagana hugga ég mig með því að hugsa um Flórída og íbúðina....then all my pain goes away;)
<< Home