What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

svei mér þá...Ljunberg vakti mikla kátínu....ekki allra þó...

Ég settist niður í gær og ætlaði að rækta þennan nýja Arsenal-áhuga minn með því að setjast niður og horfa á ensku mörkin ....það komu umfjallanir um leiki og alltaf beið ég eftir mínu liði og mínum manni..en það bólaði ekkert á því þannig að ég sofnaði...var kannski heldur ekkert spes skemmtilegt, úps kannski ekki dyggasti aðdáandinn, en ég er allavega farin að skoða mörkin í mogganum núna...þannig að ég viti allavega í hvaða sæti liðið mitt stendur...hahah
Ákveðnir aðilar fóru að drulla yfir Ljunberg með sögum einsog hann væri meira fyrir hitt kynið...við látum það sem vind um eyru þjóta...og hlustum ekki á slíkar afbrýðissemissögur!

Annars eru bara tvær vikur í FLORÍDA..here i come! Þegar ég er að lesa núna undir prófin hef ég orðið vör við mikinn athyglisbrest, ég er fljót að detta út og farinn að ímynda mér mig hlaupa "slow-motion" meðfram strandlengjunni í sólinni, chocko-lade-kaffibrúna, stælta,magavöðvarnir skornir, og hárið slegið meðfram bakinu flaksandi í ferksa sæ-blænum...æj þið vitið svona svipað og Cindy Crawford;) muhahahaha....rææææt;)


laugardagur, nóvember 27, 2004

Ég er orðin ARSENAL FAN...!!

Jæja þá er maður bara í prófapartýi á laugardegi....urr ég er svo pirruð..eða var....það sem ég sýni ykkur hérna fyrir neðan bjargaði kvöldinu mínu:)
En þannig er það nú að kallinn er bara út í London, að skemmta sér, úti að borða og að fara á skrall og ég er einheima að skoða einhverja ársreikinga og einhver ljót lög (ekki tónlistarlög heldur freakin´ reglugerðir og ble..) Mig langaði til að fara grenja og langar það pínu enn:( Í angist minni vippaði ég mér út í Hagkaup og keypti nammi (by the way þá er 50%afsl. á laugardögum;) og beint að panta pítsu, mér var bara ofboðið hvað ég átti bágt!

Haldiði að ég hafi ekki verið að "browsa" á netinu og fundið þessa líka fegurð! Kræst af hverju hef ég aldrei horft á Arsenal leik áður! Við erum að tala um EÐAL-ÞVOTTABRETTI á náunganum.....mar er farin að hljóma eins og blaut piparjúnka...sjit!

p.s. ef þið klikkið á myndina þá sjáið þið fleiri bjúúúúúútífúl myndir *slef*...

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

KOMA SVO....

jæja ...þá er það bara partý framundan ...just me and the books! Vildi stundum að við skildum
hvort annað betur, ég og bækurnar;)

Ég er farin að taka eftir því að þegar ég fer í tíma hjá öðrum þjálfurum, eftir að ég byrjaði sjálf að kenna á ég soldið bágt og langar bara rífa mækinn af viðkomandi og stjórna! Haldiði að það sé skass! Gaman að segja öðrum til ..hehehe

Aftur á móti geta komið móment þar sem það er óþægilegt að skipa fyrir, eins og t.d. fyrir viku síðan þegar massívi snjórinn og FROSTIÐ kom....þá mætti ein í spinning til mín:( Fyrst ég var mætt og þurfti að bíða eftir unglinganámskeiðinu bauðst ég alveg til að hafa tímann....fyrir hana eina.....þetta er var mjög spes að kenna einni manneskju....hehehe, byrjaði tímann svona lala rólega og svo fórum við nú að púla aðeins meir og mér fannst allt sem ég sagði var eins og persónuleg árás á greyið konuna....."áfram" (eins og hún væri ekki að gera sitt besta) "slaka axlir "(eins og hún væri spýtukarl) og ekki var: "vúhú koma svo" skárra! Þá var nú bara skárra að þegja og brosa blítt til hennar...hún hefur örugglega haldið að ég væri lesbó...Hahahaha spes;)


þriðjudagur, nóvember 23, 2004

howdí....
þessi er bara sætur......vill ekki einhver hjálpa honum ;)???? ps. verðið að hafa kveikt á hátölurunum!
http://www.albinoblacksheep.com/flash/bunny.php

laugardagur, nóvember 20, 2004

NÝJAR MYNDIR.... úr óvissuferðinni:)

Sko bíllinn minn er að gera mig NUTS! Hann gefst bara upp þegar honum hentar! Er það nú félagi.....sko ekki nóg með það að hann skuli hafa drepið á sér seinasta mánudagsmorgunn...(hann hefur ekki alveg verið að meika vakna svona snemma og hvað þá í þessum kulda!) Þá var ég í 5.gír á leiðinni í skólann í gær og allt í einu fór bíllinn eitthvað voða að rása til og frá á götunni...ég hugsaði með mér að hann væri bara kominn í helgarfíling...en þegar það var orðið býsna erfitt að stjórna honum vissi ég að þetta var ekki bara dansfílingur:(
Á næstu ljósum opnaði ég svo hurðina og grunaði ekki gvend...helv* dekkið var sprungið....algjörlega kaputt! Ég náttlega ætlaði að bruna með hann á næsta spítala þá kemur einhver maður við hliðina á mér á ljósunum og ég sé að hann fer að glápa á dekkið.! Svo byrjar hann að benda á dekkið, og ég sendi honum skilaboð í gegnum gluggann á mínu skiljanlega talmáli, að ég viti nú allt um blessaða flata-dekkið og brosa til hans, hugsa með mér....hann heldur að ég sé svoooo heimsk, brosandi ljóska í góðu skapi á föstudegi.
Svo bruna ég með þrífótinn minn á næsta dekkjarverkstæði, þegar ég legg, kemur þá ekki gaurinn á eftir mér og kemur út úr bílnum, :hehemmm þú heldur örugglega að ég sé algjör perri að elta þig, en það er sprungið hjá þér...Ég veit að kallinn vildi vel, en á þessum tímapunkti var ég orðin frekar pirrrrruð., já einmitt, ég veit sagði ég (þess vegna er ég á dekkjarverkstæði, get lost)! var ég næstum búin að urra á hann. En hann lét sig ekki alveg hverfa og stóð og horfði á mig pumpa í dekkið, ég hef örugglega verið fínasta skemmtun að horfa á!
Ég gæti aldrei verið bifvélavirki, ég myndi bara sparka í bílana ef þeir færu ekki í gang!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Hardcore chick eða trukkalessa....

Jæja vitiði hvað mín var að gera?....Ég smellti mér í sexý snjógallan og fór inn í bílskúr og fann mér tjakk, vetrardekkin og skipti um dekk á kagganum mínum! Djö..er ég stolt af mér....mér fannst ég voða massi að klára þetta, þangað til ég var búin að öllu þá ég hitti systur mína inn í bílskúr og hún deildi því með mér að ég liti út eins og trukkalessa með tjakk í annari og hjólkoppa í hinni...urrr
Ein pæling.....ég skil ekki af hverju verkstæðagaurar eru ekki allir þvengmjóir og massaðir eins og strandverðir því þetta tekur ekkert smá á! Ég var kófsveitt við þetta!

Heljarinnar helgi að baki, á laugardaginn fór ég í óvissuferð með Technosport, mjööög gaman, skipt í lið, allir í búningum, ratleikur, Paintball og enduðum svo á laugarvatni. Fékk svo far í bæinn og tók dúndursveiflu á dansgólfum nokkurra skemmtistaða, enduðum á því að fá okkur súper-sveittan-sósu-Hlölla og rotaðist svo:) Úff maður verður bara sveittur á að lesa þetta..hehe

Mætti svo dúndur fersk (eftir 5 tíma svefn og heljarinnar djamm kvöldið áður ) á Edduna. Ég var fljót að átta mig á því að ég var eins og jólakúla þarna....það gleymdist að segja mér að þemað var svart....! Var orðin svo svöng á Eddunni að ég ákvað að smakka borðskrautið þrátt fyrir mikil andmæli Audda, borðskrautið reyndist svo vera matur eftir allt saman;)
Jæja ég ætla fara torfærast á VETRARDEKKJUNUM mínum sem ÉG setti undir;)
later....

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Túttí frúttí
Senn líður að helgi....og mun hún verða tekin með trompi, seinasta "tjútt" helgin fyrir próf:)Það væri ekki seinna en vænna að fara:

-láta hvíta á sér tennurnar
-fá sér sílíkon
-fara gera magaæfingar
-aflita og strípa á sér hárið
-kaupa push up sokkabuxur
-kaupa séð og heyrt til að vita hvar maður á að mæta...

en þar sem ég er að SPARA ætla ég bara að redda þessu og:
-sleppa því að brosa með tönnunum,
-nota wonderbra,
-setja húfu á hausinn þá þarf ég ekki að spá í hárinu,
-spenna rassvöðvana..lyftir honum upp;)
-hringja í séð og heyrt og fá borgað fyrir að vera í því
.....já þetta eru topp fimm atriði ef þú ert að spara en vilt vera með "sterka innkomu" á djammið....hahahahahaha

talandi um sílíkon, þá erum við stelpurnar nú í hinum alræmda túttuklúbbi/saumó (ath stærðin er ekki inngönguskilyrði...eins og þið voruð eflaust búin að fatta;), á dögunum stóð túttuklúbburinn fyrir samræmdum prófum, ég stóð mig stórglæsilega, svaraði 11 af 12 réttum, einungis sönn tútta getur það! stelpur mínar takið prófið og athugið hvað þið hafið verið að læra í saumó!;)
túttupróf: http://www.forvitni.net/openlink.php?id=1500

mánudagur, nóvember 08, 2004

The streets are dangerous...

Nú fáið þið hasarsögu, greyið pabbi....kom heim í sjúkrabíl í dag eftir að hafa verið í aðgerð að láta skera upp öxlina sína og setja hana (axlarliðin ) rétt saman aftur! Gamli þarf að vera rúmliggjandi í 2 vikur og þarf að sofa uppréttur, það tekur hann víst um það bil 5-7 vikur að jafna sig. Allt þetta er afleiðing laugardagskvölds þegar hann var blindfullur......neeee djók....sko fyrir ca. mánuði síðan var KEYRT Á hann í götunni okkar friðsælu, sem er bæ ðe vei botnlangagata og aldrei nein umferð! Vinafólk mömmu og pabba voru að fara frá þeim á laugardagskvöldi með litla strákinn sinn og voru að kveðja þegar það kemur þessi líka svaka jeppi brunandi ...og þá meina ég brunandi á 100 km hraða inn götuna og litli strákurinn rétt nær að hlaupa skíthræddur yfir götuna. Jeppinn keyrir út götuna, stoppar og snýr við og BOTNAR bílinn aftur!!! Hvað er í hausnum á svona fávitum....allavega þá labbar pabbi að bílnum okkar því hann ætlaði að ná í símann sinn og bíllinn okkar var lagður hinumegin við götuna. Kemur ekki jeppinn á 100 aftur tilbaka og pabbi horfir bara beint í ljósin og fór að skipuleggja erfðarskránna á sama andartaki....hann rétt nær að sveigja sér frá en ekki betur en það að jeppinn keyrir á axlar-hliðina á honum og hann skellur í jörðina og gaurinn brunar í burtu...
Lögreglan náði svo gaurnum sem er náttlega eitthvað vitskertur að keyra næstum á barn og keyra svo actually á mann án þess að athuga einu sinni með hann. Já ...það munaði aðeins nokkrum cm á því að pabbi hefði getað verið fransbrauð í dag! Þetta er bara fáránlegt að lenda í svona löguðu fyrir utan húsið sitt í þessari líka rólegu götu. Það eru greinilega fleiri meiníaks á götunum heldur en olíuforstjórar......hmmmm

laugardagur, nóvember 06, 2004

NÝJAR MYNDIR ....frá gærkvöldinu, soldið fáar...maður gleymir að taka myndir þegar það er svona gaman:)

föstudagur, nóvember 05, 2004

kæruleysi.....

já já sláum þessu bara upp í kæruleysi og skellum okkur á djamm í kvöld;) Ég á hvort sem er eflaust eftir að fá brilliant hugmyndir fyrir ritgerðina mína á djamminu...ef ég þekki mig rétt;) smelli bara penna og glósubók með í "stælí" veskið mitt;)
Ég er mikið í því núna að reyna friða samviskuna...því ritgerðin mín er hérna í tölvunni eins og varahlutur á bíl...svoooo illa sett saman:( verst að maður getur ekki bara pantað einhvern til að laga hana......drrrring drrring...halló ritgerðaþjónustan...get ég aðstoðað? já var að spá hvort þú gætir lappað aðeins upp á ritgerðina mína....jafnvel skrifað tvær, þrjár blaðsíður?
það væri snillllld....okei talandi um að vera kærulaus....eða bara snarrugluð;)

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Brain in a "kóma".....
Getur heilinn manns lagst í dvala? ef svo er þá er minn kominn í jólafrí! Hann er bara ekki að fúnkera þessa dagana í skólanum. Eins og núna ætti hann að vera koma með einhverja góða punkta fyrir ritgerðina mína....Framsal löggjafarvaldsins (sendið mér línu ef þið eigið einhverjar góðar greinar um þetta...likely??...ummm nei!) En í staðinn væri hann sko til í að gera heila ritgerð um maura eða hor..... bara allt annað en þetta leiðindaefni:( SNÖKT...!!
Svo er rakel bytta að reyna draga mig á vetrarhátíð skólans..en mér og mínum heila finnst við ekki eiga það skilið eins og staðan er:( sjáum til hvernig þetta fer.....

Í dag byrja ég með nýtt unglinganámskeið, hitt námskeiðið kláraðist í seinustu viku og það var ákveðið að setja annað á laggirnar og mér sýnist þær ætla nánast allar að halda áfram ásamt nýjum stelpum *mont*;) Oft höfuðverkur hvað maður á að láta þessar elskur gera.....þetta er náttlega prime-time-gelgjunnar og það getur oft verið erfitt að svitna þegar maður er með maskara;)
Annars er rúmur mánuður í FLORIDA ladies and gentlemen....og ég finn að ég vakna aftur til lífsins...(sko þarna vaknaði heilinn;)
back to framsal löggjafarvalds....bjakkkk