What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

laugardagur, nóvember 20, 2004

NÝJAR MYNDIR.... úr óvissuferðinni:)

Sko bíllinn minn er að gera mig NUTS! Hann gefst bara upp þegar honum hentar! Er það nú félagi.....sko ekki nóg með það að hann skuli hafa drepið á sér seinasta mánudagsmorgunn...(hann hefur ekki alveg verið að meika vakna svona snemma og hvað þá í þessum kulda!) Þá var ég í 5.gír á leiðinni í skólann í gær og allt í einu fór bíllinn eitthvað voða að rása til og frá á götunni...ég hugsaði með mér að hann væri bara kominn í helgarfíling...en þegar það var orðið býsna erfitt að stjórna honum vissi ég að þetta var ekki bara dansfílingur:(
Á næstu ljósum opnaði ég svo hurðina og grunaði ekki gvend...helv* dekkið var sprungið....algjörlega kaputt! Ég náttlega ætlaði að bruna með hann á næsta spítala þá kemur einhver maður við hliðina á mér á ljósunum og ég sé að hann fer að glápa á dekkið.! Svo byrjar hann að benda á dekkið, og ég sendi honum skilaboð í gegnum gluggann á mínu skiljanlega talmáli, að ég viti nú allt um blessaða flata-dekkið og brosa til hans, hugsa með mér....hann heldur að ég sé svoooo heimsk, brosandi ljóska í góðu skapi á föstudegi.
Svo bruna ég með þrífótinn minn á næsta dekkjarverkstæði, þegar ég legg, kemur þá ekki gaurinn á eftir mér og kemur út úr bílnum, :hehemmm þú heldur örugglega að ég sé algjör perri að elta þig, en það er sprungið hjá þér...Ég veit að kallinn vildi vel, en á þessum tímapunkti var ég orðin frekar pirrrrruð., já einmitt, ég veit sagði ég (þess vegna er ég á dekkjarverkstæði, get lost)! var ég næstum búin að urra á hann. En hann lét sig ekki alveg hverfa og stóð og horfði á mig pumpa í dekkið, ég hef örugglega verið fínasta skemmtun að horfa á!
Ég gæti aldrei verið bifvélavirki, ég myndi bara sparka í bílana ef þeir færu ekki í gang!