The streets are dangerous...
Nú fáið þið hasarsögu, greyið pabbi....kom heim í sjúkrabíl í dag eftir að hafa verið í aðgerð að láta skera upp öxlina sína og setja hana (axlarliðin ) rétt saman aftur! Gamli þarf að vera rúmliggjandi í 2 vikur og þarf að sofa uppréttur, það tekur hann víst um það bil 5-7 vikur að jafna sig. Allt þetta er afleiðing laugardagskvölds þegar hann var blindfullur......neeee djók....sko fyrir ca. mánuði síðan var KEYRT Á hann í götunni okkar friðsælu, sem er bæ ðe vei botnlangagata og aldrei nein umferð! Vinafólk mömmu og pabba voru að fara frá þeim á laugardagskvöldi með litla strákinn sinn og voru að kveðja þegar það kemur þessi líka svaka jeppi brunandi ...og þá meina ég brunandi á 100 km hraða inn götuna og litli strákurinn rétt nær að hlaupa skíthræddur yfir götuna. Jeppinn keyrir út götuna, stoppar og snýr við og BOTNAR bílinn aftur!!! Hvað er í hausnum á svona fávitum....allavega þá labbar pabbi að bílnum okkar því hann ætlaði að ná í símann sinn og bíllinn okkar var lagður hinumegin við götuna. Kemur ekki jeppinn á 100 aftur tilbaka og pabbi horfir bara beint í ljósin og fór að skipuleggja erfðarskránna á sama andartaki....hann rétt nær að sveigja sér frá en ekki betur en það að jeppinn keyrir á axlar-hliðina á honum og hann skellur í jörðina og gaurinn brunar í burtu...
Lögreglan náði svo gaurnum sem er náttlega eitthvað vitskertur að keyra næstum á barn og keyra svo actually á mann án þess að athuga einu sinni með hann. Já ...það munaði aðeins nokkrum cm á því að pabbi hefði getað verið fransbrauð í dag! Þetta er bara fáránlegt að lenda í svona löguðu fyrir utan húsið sitt í þessari líka rólegu götu. Það eru greinilega fleiri meiníaks á götunum heldur en olíuforstjórar......hmmmm
<< Home