Brennuvargur:(
Ég er ekki vinsæl á mínu heimili þessa stundina....jafnvel gerð útlæg....en það er allt í lagi er hvort sem er að fara flytja... muhahah. Jahá....snillingurinn ég, kom mér vel fyrir í sófanum í gær og stillti á Americas Next top model. Eins og þið kannist við þá langar manni ósjálfrátt alltaf í eitthvað gott þegar maður sest svona niður og ætlar að fara glápa á imbann. Þannig að ég reif mig upp, hljóp inn í eldhús (til að missa ekki af miklu) skellti popppoka í örbylgjuofninn og stillit á 2 mín....eitthvað sem ég hef gert þúsund sinnum áður:) Svo hleyp ég aftur inn og held áfram að horfa á módelin reyna grenja eða dansa...nema hvað ég ranka ekki við mér fyrr en auglýsingarnar koma á skjáinn og þá náttlega....já poppið! best að ná í það....þegar ég labba fram á gang sé ég bara mökk og heyri mömmu öskra: LLLLLLLILJJJJJJJA ÆTLARU AÐ KVEIKJA Í HÚSINU!!!....á þessum tímapunkti vissi ég að ég væri ekki að fara borða poppið mitt....:( þar sem ég sé mömmu hlaupa með logandi pokann í vaskinn....bæbæ popp. Mamma stóð við vaskinn eins og kolamoli í hóstakasti....úps. Ekki nóg með mengunina í lungun á fjölskyldumeðlimum þá fór reykskynjarinn og öryggiskerfið í gang....eyrun duttu næstum af mér og ég beið bara eftir að slökkvó myndi mæta á svæðið og sprauta einni góðri bunu á mig. Þannig að núna stínkar húsið eins og brunarúst...örbylgjuofninn ónýtur og ég fékk ekkert popp:(...fyrir utan hvað ég er vinsæl hjá mömmu núna;) Það þarf víst að koma með eitthvað sérstakt efni í húsið til að losna við lyktina....Ég hef aldrei vitað svikulli örbylgjuofn! Ég stillti á tvær en hann ákvað að tuttugu væri betra! Fínt að þetta apparat sé dáið, hann hefur greinilega ekki verið hliðhollur fjölskyldunni......Er það ekki annars sanngjörn krafa á örbylgjuofn að hann slökkvi á sér...hmmm....hvað segið þið??