What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, október 28, 2004

Brennuvargur:(

Ég er ekki vinsæl á mínu heimili þessa stundina....jafnvel gerð útlæg....en það er allt í lagi er hvort sem er að fara flytja... muhahah. Jahá....snillingurinn ég, kom mér vel fyrir í sófanum í gær og stillti á Americas Next top model. Eins og þið kannist við þá langar manni ósjálfrátt alltaf í eitthvað gott þegar maður sest svona niður og ætlar að fara glápa á imbann. Þannig að ég reif mig upp, hljóp inn í eldhús (til að missa ekki af miklu) skellti popppoka í örbylgjuofninn og stillit á 2 mín....eitthvað sem ég hef gert þúsund sinnum áður:) Svo hleyp ég aftur inn og held áfram að horfa á módelin reyna grenja eða dansa...nema hvað ég ranka ekki við mér fyrr en auglýsingarnar koma á skjáinn og þá náttlega....já poppið! best að ná í það....þegar ég labba fram á gang sé ég bara mökk og heyri mömmu öskra: LLLLLLLILJJJJJJJA ÆTLARU AÐ KVEIKJA Í HÚSINU!!!....á þessum tímapunkti vissi ég að ég væri ekki að fara borða poppið mitt....:( þar sem ég sé mömmu hlaupa með logandi pokann í vaskinn....bæbæ popp. Mamma stóð við vaskinn eins og kolamoli í hóstakasti....úps. Ekki nóg með mengunina í lungun á fjölskyldumeðlimum þá fór reykskynjarinn og öryggiskerfið í gang....eyrun duttu næstum af mér og ég beið bara eftir að slökkvó myndi mæta á svæðið og sprauta einni góðri bunu á mig. Þannig að núna stínkar húsið eins og brunarúst...örbylgjuofninn ónýtur og ég fékk ekkert popp:(...fyrir utan hvað ég er vinsæl hjá mömmu núna;) Það þarf víst að koma með eitthvað sérstakt efni í húsið til að losna við lyktina....Ég hef aldrei vitað svikulli örbylgjuofn! Ég stillti á tvær en hann ákvað að tuttugu væri betra! Fínt að þetta apparat sé dáið, hann hefur greinilega ekki verið hliðhollur fjölskyldunni......Er það ekki annars sanngjörn krafa á örbylgjuofn að hann slökkvi á sér...hmmm....hvað segið þið??

mánudagur, október 25, 2004

howdí pípúl...

Hversu gaman er að vakna á mánudögum....? það er bara ómetanleg óþægindartilfinning! Ég var svo rosalega fersk í morgun, mætti í tíma geislandi af gleði byrjaði að hlusta á fyrirlesturinn og var alveg að detta út....rankaði svo alltaf við mér alltaf annað slagið þegar hausinn datt niður. Það er bara fínt...kennarinn hefur örugglega haldið að ég hafi verið að kinka kolli...áhugasamur nemandi;)

Lovely helgi að baki, föstudagurinn var rólegur, sparaði mig fyrir laugardagssprengjuna;) Kíkti edrú í laganemapartýið...eitthvað sem ég ætla ekki að gera aftur...lá við að maður þyrfti túlk til að geta skilið umræðurnar... Skrautlegt það:) Svo kíkti ég með Írisi, Röggu og Sunnu á Apótekið á laugardaginn....ummmm góður matur, mohito-kokteilar og girly-talk...verður varla betra:) Samt varð kvöldið bara betra þegar ég hitti tútturnar mínar, Hönnu, Rakel og Ósk í banastuði á Hverfis....tókum við nokkrar sveiflur og já.....kíktum "nokkrum sinnum" á barinn:)

Svo var sunnudagurinn náttlega bara þynnkudagur, þá er alveg afbragðs afþreying að taka nágranna-maraþonið, granna endursýningar vikunnar....mér til mikillar skelfingar fór ég að pæla í því að ég gæti endað eins og Karl hennar Susan....geta ekki hætt í víninu..það eru víst erfiðleikar hjá þeim í augnablikinu...maður verður að hætta þessu;)

miðvikudagur, október 20, 2004

Where do they come from??

Ég er risin upp úr bloggdvalanum og er sem sagt búin í prófum í bili....
Mikið óskaplega verður gaman að fá að skvetta aðeins í sig um helgina;)

Jæja nú styttist í flutninga og þar af leiðandi eru miklar pælingar í hausnum á mér sambandi við allt heila klabbið..so far hef ég verið stjórnskipandi í vali á flestu í sambandi við íbúðina.....þangað til í gær!!! Erum við hjónakornin að ræða ýmislegt varðandi hluti sem okkur vantar og efst á mínum lista var þvottavél og ískápur, basic stöff sem þú kemst nú ekki lengi af án!.....fórum að bera okkar bækur saman og hvernig sem hann komst að þeirri niðurstöðu en þá er LAZYBOY efst á hans lista!.....og ég náttlega bara....hold the phone mistör!!! Við erum EKKI að fara kaupa ljótasta stól ever og bæ ðe vei rándýran til þess að breyta íbúðinni í elliheimilið Grund. Nee....þá fór hann nú aðeins að milda þetta með því að segja að hann féllist alveg á að hafa Leizarann bara í aukaherberginu og myndi það þá fullkomna "Playstation herbergið". Enn og aftur sagði ég...hold the phone??? "Playstation-herbergi" erum við ekki að fara flytja í sömu íbúðina?? Jújú hann hélt það nú.....
Maður spyr sig...frá hvaða plánetu koma þeir!!!!!!

mánudagur, október 11, 2004

bad timing!
já það er ekki hægt að segja annað......fór í annað prófið mitt í dag og allt í lagi með það en þegar mín var sest niður, pínu stressuð svona þá fara bara af stað þessir líka bombandi verkir, hélt að ég væri bara með hríðir, að fara fæða þarna í prófstofunni! Skemmtilegir mánaðarlegir-verkir að banka uppá svona einmitt fyrir próf eða réttara sagt í prófi! Hvers á maður að gjalda? En jæja það þýddi lítið annað en að klára prófið.....sat eins og kripplingur eða kannski meira eins og rækja þarna inni og leið eins ég væri í marki á landsleik og það væri bara verið að þrusa í magann á mér og stappa ofan á honum til skiptis......ok pínu ýkt EN.. Spáið í því hvað kvensur eru harðar, we got balls! já ég segi ykkur það....

Helginni var jú fórnað fyrir þetta tiltekna próf en tók mér pásu á laugardaginn þar sem við vorum boðin í mat til Simma og Bryndísar, við erum komin í matarklúbb...gosh mar er að verða svo gömul! Gegggggjaður matur, við erum að tala um fordrykk-forrétt-aðalrétt-eftirrétt-kaffi koníak og allur pakkinn djí ég er að fara byrja æfa mig núna sko! Það verður greinilega engin pakka -lasanja-redding þegar kemur að okkur! Kíktum svo öll saman aðeins niðrí bæ....og guð hvað ég vonaði innst inni að hitta einhvern sem væri með mér í bekk úr lögfræðinni....bara til að fá staðfestingu á því að ég væri ekki eina geðveika manneskjan sem kíkti niðrí bæ þegar ég átti að vera heima að læra fyrir próf á mánudegi....auðvitað fékk ég staðfestingu á því að ég væri geðveik......
back to the books;)

fimmtudagur, október 07, 2004

og fjörið heldur áfram......

Mér finnst ég virkilega eiga ekkert líf þessa dagana...ég komst að þessari niðurstöðu áðan þegar ég áttaði mig á því að mér var farið að hlakka álíka mikið til að fara horfa á nágranna og jólin væru á næsta leyti!! Fór í kröfuréttarpróf í gær en nei...fjörið heldur áfram því ég er að fara í annað á mánudaginn.
Það er alveg ótrúlega létt að fara hugsa um eitthvað annað þegar maður er að lesa þessa lögfræði-hebresku...ég fer til dæmis mjög oft að hugsa um mat...hversu langt sé í næstu pásu til að fá sér eitthvað gott að borða...hehe já ætli ég hafi ekki eitthvað skaddast þegar ég var að lesa allar þessar eldrauðu blaðsíður!;)
Ohh það var tilfinningarík stund í gær þegar ég horfði á seinasta þáttinn af Footballers wifes! Þessir þættir eru bara snilld, alveg eðal sápa. Kallinn er meir að segja farinn að horfa á þetta, og hann væri nú ekki að horfa á þetta nema það væri eitthver action!

Sko þetta er lífið þessa dagana, les-tek mér breik og horfi á sápuóperur;)
segið svo að það sé ekkert fjör....

föstudagur, október 01, 2004

Góð uppskrift að föstudagskvöldi: Dinnerparty og Idol;)

Helgi..once again...thank god:) Ef ég mínusa frá alla tímana sem ég þarf að lesa þessa helgi þá verður þetta hin fínasta helgi, sem sagt aðeins 10% af helginni verður ljúf....ohhhhhh er að fara í próf í næstu viku og í þokkabót í kröfurétti. En í því fagi er allmikið og strembið lesefni og snillingurinn sem skrifaði bækurnar ákvað að vera soldið hip og kúl og lét allar blaðsíður vera ELDRAUÐAR!!! Ég sver það, að lesa einhverjar hundruðir blaðsíðna í eldrauðu er bara ekki "mentally" hollt! ÉG er bara hrædd um að það kvikni í augunum á mér!hahaha

Jæja ég er víst að verða pínu sein, okkur er boðið í mat til Tobbu trylltu og Binna, en þar verður æðsta tútta og Árni líka. Það verður stuð að horfa á idolið....alltaf gaman að sjá veruleikafyrrta fólkið sem heldur að það sé whitney huston en er í rauninni með sandpappírsrödd...ææææ greyið mússin...
Fyrir þá sem eru eitthvað einir í kvöld eða þá sem vilja smá "turn on" þá mæli ég með þessu:http://www.homestead.com/leatherchubbearandy/andy.html
Góða helgi dútsí dú