bad timing!
já það er ekki hægt að segja annað......fór í annað prófið mitt í dag og allt í lagi með það en þegar mín var sest niður, pínu stressuð svona þá fara bara af stað þessir líka bombandi verkir, hélt að ég væri bara með hríðir, að fara fæða þarna í prófstofunni! Skemmtilegir mánaðarlegir-verkir að banka uppá svona einmitt fyrir próf eða réttara sagt í prófi! Hvers á maður að gjalda? En jæja það þýddi lítið annað en að klára prófið.....sat eins og kripplingur eða kannski meira eins og rækja þarna inni og leið eins ég væri í marki á landsleik og það væri bara verið að þrusa í magann á mér og stappa ofan á honum til skiptis......ok pínu ýkt EN.. Spáið í því hvað kvensur eru harðar, we got balls! já ég segi ykkur það....
Helginni var jú fórnað fyrir þetta tiltekna próf en tók mér pásu á laugardaginn þar sem við vorum boðin í mat til Simma og Bryndísar, við erum komin í matarklúbb...gosh mar er að verða svo gömul! Gegggggjaður matur, við erum að tala um fordrykk-forrétt-aðalrétt-eftirrétt-kaffi koníak og allur pakkinn djí ég er að fara byrja æfa mig núna sko! Það verður greinilega engin pakka -lasanja-redding þegar kemur að okkur! Kíktum svo öll saman aðeins niðrí bæ....og guð hvað ég vonaði innst inni að hitta einhvern sem væri með mér í bekk úr lögfræðinni....bara til að fá staðfestingu á því að ég væri ekki eina geðveika manneskjan sem kíkti niðrí bæ þegar ég átti að vera heima að læra fyrir próf á mánudegi....auðvitað fékk ég staðfestingu á því að ég væri geðveik......
back to the books;)
<< Home